Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 36
r
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐI
Table 1. Height and weight oflcelandic boys 6-20 years ofage. Height was measured in standing and sitting positions. Mean values and standard deviation (SD) are given for each age group.
Age No Height (cm) Height SD Weight (kg) Weight SD Height sitting (cm) Ht.s. SD
6 97 120.04 4.95 22.73 2.61 66.93 2.61
7 243 124.28 5.28 24.85 3.86 69.1 2.93
8 275 129.89 5.54 27.45 4.46 71.14 3.04
9 262 135.73 7.37 30.76 6.02 73.76 3.45
10 306 140.6 5.83 34.03 6.12 75.47 2.86
11 312 145.81 6.74 37.71 6.46 77.6 3.28
12 288 151.4 6.8 42.05 7.97 79.65 3.64
13 272 158.04 8.96 47.32 9.79 82.6 4.5
14 307 165.27 8.65 53.29 11.33 86.43 4.81
15 240 171.82 9.1 59.38 11.85 89.87 5.2
16 195 176.13 6.89 65.53 9.79 92.55 4.04
17 142 178.6 5.7 70.04 8.38 93.21 3.25
18 104 180.09 5.91 73.12 9 94.7 2.7
19 103 180.04 6.61 73.23 9.53 94.83 3.27
20 96 180.61 6.16 76.76 11.37 95.26 3.15
Table II. Height and weight oflcelandic girls 6-18 years ofage. Height was measured in standing and sitting positions. Mean values and standard deviation (SD) are given for each age group.
Age No Height (cm) Height SD Weight (kg) Weight SD Height sitting (cm) Ht.s. SD
6 78 119.15 5.18 22.62 3.24 66.34 2.75
7 286 123.4 5.54 24.31 4.01 68.21 3.17
8 231 128.39 5.61 27.08 4.46 70.52 3.27
9 279 133.88 5.87 30.02 5.13 72.66 3.07
10 292 139.8 6.69 34.14 7.07 75.15 3.6
11 329 146.23 7.6 38.15 7.68 77.97 4.5
12 269 152.64 7.14 44.01 9.24 81.13 4.02
13 287 158.63 7.26 48.35 8.92 84.2 4.2
14 275 163.08 5.83 53.62 8.59 86.99 3.51
15 244 165.31 5.56 56.61 9.7 88.4 3.22
16 228 165.16 5.7 57.28 8.08 88.41 3
17 151 166.08 5.23 61.41 9.36 88.74 2.63
18 114 167.24 5.92 62.56 8.78 89.28 2.93
reykvískra skólabama á aldrinum 7-17 ára, en þær
töflur voru hvorki notaðar við klíníska vinnu né til að
búa til vaxtarlínurit (4). í rannsóknargögnum Hjarta-
verndar hafa verið birtar tölur um hæð og þyngd
fullorðinna fslendinga á ýmsum aldursskeiðum (5,6).
Á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla íslands hafa
verið gerðar ýmsar mannfræðirannsóknir á vissum
hópum íslendinga, þar á meðal mælingar á hæð (7).
Mælinganiðurstöður hafa ekki áður verið birtar
um sethæð íslenskra barna og unglinga. Mælingar á
sethæð geta gefið mikilvægar upplýsingar um líkams-
hlutföll og geta verið gagnlegar við greiningar á sjúk-
dómum er raska vexti barna, til dæmis Marfans heil-
kenni og ýmsum afbrigðum beina og brjósksjúkdóma
sem valda dvergvexti. Ennfremur gætu niðurstöður
þeirra mælinga komið að notum við hönnun hús-
gagna fyrir börn.
Engar staðlaðar rannsóknir hafa áður verið gerð-
ar á vexti og þroska íslenskra barna og hafa því ein-
göngu verið notuð erlend vaxtarlínurit við heilbrigð-
iseftirlit barna á íslandi. Rannsókn sú, sem hér er sagt
frá, er hluti af stærri þverskurðarrannsókn á vexti,
þroska og næringarástandi íslenskra barna og ung-
linga á aldrinum 6-20 ára.
Efniviður og aðferðir
Nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum víðs
vegar um landið tóku þátt í rannsókninni. Foreldrum
eða forráðamönnum var sent bréf þar sem rannsókn-
inni var lýst og fengið skriflegt samþykki þeirra fyrir
þátttöku barnanna.
Tölvunefnd samþykkti að úrtakshópurinn yrði
valinn úr þjóðskrá og í upphafi var valinn úrtakshóp-
ur barna af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 6-16 ára.
Af tölfræðilegum ástæðum var hópurinn valinn
þannig, að öll skólabörn sem fædd voru fjórða hvern
dag hvers mánaðar, það er 1.-5.-9.-13. og svo fram-
vegis voru beðin um að taka þátt í rannsókninni. Uti-
lokuð frá rannsókninni voru börn og unglingar með
líkamlegar fatlanir eða langvinna sjúkdóma, sem
hugsanlega gætu haft áhrif á vöxt þeirra.
Utan höfuðborgarsvæðisins voru valdir ákveðnir
grunnskólar og framhaldsskólar í öllum landsfjórðung-
um og allir nemendur viðkomandi skóla rannsakaðir.
Fengið var leyfi skólayfirvalda til að rannsóknin
færi fram í húsnæði grunnskólanna og veittu skóla-
hjúkrunarfræðingar viðkomandi skóla aðstoð við
undirbúning og framkvæmd rannsóknarinnar. For-
eldrar eða forráðamenn gáfu skriflegt samþykki fyrir
þátttöku barnanna.
Rannsóknin, það er mælingar og skoðun barn-
anna, fór fram á árabilinu 1983-1987 og var fram-
kvæmd af höfundum þessarar greinar sem allir eru
barnalæknar. í árslok 1989 voru framkvæmdar við-
bótarmælingar í framhaldsskólum á þeim unglingum
sem voru á aldrinum 17-20 ára. Eftirfarandi upplýs-
ingar voru skráðar þegar þær fengust:
Fæðingarþyngd, fjöldi systkina og röð barnsins í
hópi systkina, hvort barnið var fleirburi, fjölskyldu-
stærð, aldur foreldra og störf. í heilsufarssögu komu
fram upplýsingar um uppruna barnsins (þjóðerni/
kynþáttur), langvinna sjúkdóma og sjúkrahúslegur.
Hæð barnana var mæld með Harpenden stadio-
meter (8). Börnin voru mæld í uppréttri stöðu, ber-
fætt og þrýst var létt undir kjálkabörð til að rétta vel
úr hálsi (standandi mæling). Börnin voru einnig mæld
sitjandi á sérsmíðuðum stól, 40 cm háum.
Sethæð var skilgreind sem mæld hæð frá hvirfli að
stólsetu. Síðan voru börnin vegin léttklædd með lög-
giltri reisluvog. Mesta höfuðummál var mælt með
stálmálbandi.
Auk almennar líkamsskoðunar var kynþroskastig
ákvarðað samkvæmt kvarða Tanners (9). Stúlkur
með kynþroskastig tvö eða meira voru spurðar hvort
tíðablæðingar væru hafnar og svar skráð: Já eða nei.
Húðfitulag var mælt með Harpenden húðþykkt-
armæli neðan herðablaðs (subscapuler) og aftan á
upphandlegg (triceps).
Tölulegar niðurstöður rannsóknanna voru skráð-
ar inn í tölvuforrit (Filemaker Pro). Hvert aldursár
var skilgreint þannig að öll börn fædd frá og með
-0,50 ár til og með +0,49 ár voru reiknuð saman í ein-
510 Læknablaðið 2000/86