Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNISFRÆÐI
Figure 1. Icelandic boys 6-20 years of age. Height for age. Mean values
± I and 2 slandard deviation.
Figure 2. Icelandic boys 6-20 years ofage. Weight for age. Mean values
±1 and 2 standard deviation.
um hópi. Dæmi um skilgreiningu aldursárs: Til sjö ára
aldurshópsins töldust öll böm sem voru frá og með
6,50 ára til og með 7,49 ára.
I tölvuforritinu voru reiknuð meðaltöl og staðal-
frávik hvers aldursárs samkvæmt áðurgreindri skil-
greiningu og töflur gerðar fyrir hæð, sethæð og þyngd
hvors kyns fyrir sig. Úr töflunum voru síðan gerð vaxt-
arlínurit með línuritaforriti Excel. Við tölfræðilega út-
reikninga var notuð fervikagreining (ANOVA). Bon-
ferrini eftirpróf var notað til að kanna marktækni milli
aldurshópa.
Niðurstöður
I rannsókninni tóku þátt 3173 stúlkur og 3327 dreng-
ir, samtals 6500 böm og unglingar og var það meira
en 95% af úrtakshópnum.
Tafla I sýnir fjölda stúlkna í hverjum aldurshópi,
meðalhæð þeirra, meðalþyngd og meðalsethæð
ásamt staðalfrávikum. Tafla II sýnir sambærilegar
niðurstöður fyrir drengi. Ekki fannst tölfræðilega
marktæk aukning í vexti pilta eftir 18 ára aldur og
stúlkna eftir 17 ára aldur.
Á myndum 1 og 2 eru birt línurit yfir hæð og
þyngd íslenskra drengja á aldrinum 6-20 ára. Á
myndum 3 og 4 em á sama hátt birt línurit yfir hæð og
þyngd íslenskra stúlkna 6-18 ára. Á myndum 5 og 6
eru birt Iínurit yfir sethæð íslenskra drengja og
stúlkna. Línuritin sýna meðaltalslínu og línur fyrir
eitt og tvö staðalfrávik ofan og neðan meðaltalsins.
Gerður var samanburður á niðurstöðum á mæl-
ingum barna á Reykjavíkursvæðinu og barna á
landsbyggðinni. Ekki kom fram neinn marktækur
munur.
Umræða
Tvær aðferðir eru aðallega notaðar til rannsókna á
vexti og þroska barna og unglinga. Annars vegar
langtíma (longitudinal) rannsókn þar sem fylgt er
eftir vexti hvers barns frá fæðingu til fullvaxtar og
mælingagildi skráð með vissu millibili (8,10,11). Hins
vegar þverskurðar- (cross sectional) rannsókn, þar
sem börn úr öllum aldurshópum eru mæld á sama
tíma eins og gert var í okkar rannsókn (12,13). Báðar
aðferðirnar hafa sína annmarka. Langtímarannsókn-
ir taka að minnsta kosti tvo áratugi og eru erfiðar í
framkvæmd. Úrtakið á að endurspegla vaxtarferli
heillar þjóðar, en val úrtaksins vill oft verða þröngt
og staðbundið. Aldarbreytur (secular trend) geta
Læknablaðið 2000/86 511