Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ Frá tá og upp að eyrum Bjarni Jónasson skrifar Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfsíma 564 4106 eða á netfang: bjarni.jonasson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Höfundur er heilsugæslulæknir í Garöabæ og stjómarmaður í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Saursýni Akútvaktin er á „Bogganum" og annríki mikið eins og venjulega. Ungur aðstoðarlæknir á lyfjadeildinni tekur á móti miðaldra karlmanni með nokkurra daga sögu um niðurgang. Maðurinn er nýkominn til lands- ins eftir ferðalag um nokkur hitabeltislönd og orðinn slappur. Læknirinn ungi velkist ekki í neinum vafa um hvernig staðið skuli að málum. Hann tekur ná- kvæma sögu, framkvæmir ítarlega skoðun og biður loks um saurprufu, sem lætur ekki á sér standa. Þegar að er gáð sést greinilega ormlaga fyrirferð í skálinni, sem unglæknirinn veiðir upp sigri hrósandi en að- framkominn af óþef og setur í krukku. Það sem í krukkunni er reynist óvenjulegt. Farið er með krukk- una á kaffistofuna til að sýna starfsfólkinu, en stofan tæmist á augabragði. Pantaður er leigubíll til að fara með sýnið beint að Keldum í rannsókn. Nokkru síðar er læknirinn ungi kallaður í símann. „Góðan daginn, þetta er kollegi þinn á Keldum. Ég var að skoða sýn- ið, sem þú sendir áðan með leigubílnum. Það reynd- ist vera baunaspíra.“ Hernia linea albae Prófessor Guðmundur Thoroddsen var ágætur sögu- maður. Hann kryddaði kennsluna sögum, sem vörp- uðu skýrara ljósi á efnið og voru þær ekki sjaldan á kostnað hans sjálfs. Eitt sinn var hann að uppfræða læknanema um herniur, meðal annars hernia linea albae. Sagan var af bónda, sem kom til Guðmundar og bar sig illa vegna mikilla óþæginda í ofanverðri miðlínu á kvið. Guðmundur skoðaði manninn og fann smágat í linea alba, sem hann skar í og fann netju í gatinu. Ari síðar eða svo hitti hann bóndann og spurði um líðan hans. Bóndinn lét mjög vel af sér og Guð- mundur fór fram á að sjá árangurinn af handverki sínu. „Og þegar hann fletti upp skyrtunni blasti við mér hnefastór miðlínuhernia." Næturbrölt Gamla konan á spítalanum var sæmilega áttuð að deginum. Á nóttunni sló út í fyrir henni og hún gerð- ist það óróleg, að hún hélt vöku fyrir stofufélögum sínum. Það var því nauðsynlegt að flytja hana á aðra stofu, en sjúklingarnir þar kvörtuðu einnig. Þegar upp var staðið hafði reynst nauðsynlegt að flytja gömlu konuna fjórum sinnum á milli stofa á spítalan- um á einni viku - frá norðurálmunni í austur, suður og loks vesturálmuna. Þegar yfirlæknirinn, sem sú gamla þekkti vel, kom á stofugang sat hún við gluggann og horfði hugsi út. „Veistu læknir, þessi spítali er engum líkur. Á hverri viku snýst hann um heilar 360 gráður.“ Óbærilegur verkur Sjúklingurinn var mjög illa haldinn af verk í öðrum ganglimnum öllum. Til þess að leggja áherslu á orð sín sagði hann: „Ég er með óbærilegan verk frá tá og upp að eyrum.“ Úr sjúkraskýrslum Sjúkrasaga: B. er lagður inn til endurhæfingar eftir aortalokuaðgerð á Landspítala... ... Það var sett í hann biologísk ósæðarloka en ekki venugraftar. Skoðun við komu: Furðu brattur að sjá... Göngudeild 03.2000: Blóðþrýstingur í dag er 138/80. Hann glopraði út úr sér að hann hefði í lengri tíma haft þurran ertingshósta. Nóg að drekka Æskuvinirnir Nonni og Nanni hittust á förnum vegi. Nonni horfði á vin sinn drykklanga stund áður en hann sagði: „Nanni minn, þú lítur alveg hræðilega illa út. Hvað er eiginlega að?“ „Ég er búinn að vera veikur nokkuð lengi,“ sagði Nanni. „Ég fór svo til læknisins um daginn og hann sagði mér að drekka gulrótarsafa eftir heitt bað.“ „Ég býst ekki við að það hafi nú gert mikið gagn, eða hvað?“ „Ég verð bara að viðurkenna að ég veit það ekki“ sagði Nanni. „Ég gat aldrei klárað baðvalnið.“ Of feitur, eða hvað ? Heimilislæknirinn fékk of þungan sjúkling til sín á stofuna, sem vildi fá hjálp vegna offitunnar. Læknir- inn lagði mataræðis- og líkamsræktarprógramm fyrir sjúklinginn og sendi hann svo heim með hæðar- og þyngdarlínurit, þannig að hann gæti betur fylgst með því hvernig hann léttist. Mánuði seinna kom sjúklingurinn aftur á stofuna. Læknirinn lét hann stíga á vigtina og komst þá að því, að sjúklingurinn hafði þyngst. „Líttu hérna á línuritið og líttu svo á vogina," sagði læknirinn. „Þú ert enn allt of þungur.“ „Hvaða vitleysa," sagði maðurinn. „Ég er aðeins 15 sentimetrum of stuttur." Lesendur góðir ! Sendið gjarnan í Broshornið gamansögur úr klínik- inni, sögur af gömlu lærimeisturunum, bundið mál eða hvað eina, sem létt gæti lund. Læknablaðið 2000/86 531
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.