Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 45
FRÆÐIGREINAR / BARNALÆKNINGAR
vegna hita og fimm daga
sögu um verk í hægri
fæti. Hann hafði haft
bólgu og roða yfir hægri
ökkla í tvo daga. Tveim-
ur vikum áður hafði
hann verið með útbrot
sem samræmst gátu
„hand, foot and mouth
disease".
Líkamsskoðun við
innlögn leiddi í ljós
37,5°C hita. Ökklinn var
Table I. The description ofthe cases diagnosed with K.kingae infection and the main taboratory results on the day of
admission.
Case Age mo Sex Site of culture Laboratory results wbc CRP ESR x 109/1 mg/l mm/hour Culture agar asp BACTEC asp blood Antibiotic treatment Type and length in wks i.v. wks p.o. wks
i 24 girl left knee 13.8 22 10 - + - cxm 2 aug 3
2 24 boy right tibia 10.5 11 64 - + - amp 1 amx 4
3 18 girl right elbow 14.0 13 15 - + - cxm 3 aug 2
4 19 girl left humerus 10.9 37 40 + + - amp 2 amx 2
5 17 boy blood 14.2 11 15 O O + 0 ery 1
6 24 girl left ankle 12.2 23 35 - + - amp 1 cmx 2
wbc: white blood cell count asp: aspirate +: positive culture amx: amoxicillin
CRP: C reactive protein i.v.: intra venous negative culture amp: ampicillin
ESR: erythrocyte sedimentation rate p.o.: per os o: not done aug: amoxicillin+clavulanic acid
mo: months wks: weeks cxmxefuroxime ery: erythromycin
bólginn, heitur, rauður og aumur.
Röntgenmynd af ökklanum sýndi bólgu í mjúk-
vefjum og ísótópaskann sýndi aukna upptöku í sköfl-
ungnum aðlægt ökklaliðnum, ásamt mjúkvefjum
ökklaliðarins. Gerð var bein- og liðástunga. Grams-
litun var neikvæð en á þriðja degi óx K. kingae úr lið-
sýnum þeim sem ræktuð voru í loftháðu blóðræktun-
arglösunum en enginn vöxtur var úr beinsýninu (tafla
I). Niðurstöður næmisprófa eru sýndar í töflu II.
Drengurinn var meðhöndlaður með cefúroxími í æð í
fimm daga, síðan ampicillíni í æð í sjö daga og að
lokum með amoxicillíni um munn í fjórar vikur. Við
eftirlit tveimur mánuðum seinna hafði hann náð sér
að fullu.
Table II. Antibiotic susceptibility ofK. kingae.
Case 1 Case 2 Case 3 Case 4 Case 5 Case 6
Penicillin R s R S R s
Ampicillin R s R S R s
Cloxacillin 0 R O R R R
Cefuroxime S S S S S S
Amoxicillin + Clavulanic acid S S S S S S
Tetracyclin S S S S S S
Erythromycin S S S S S S
Clindamycin S 1 0 1 R O
Chloramphenicol S S S S S O
Sulphamethoxazole + Trimethoprim R R R S R S
S: Sensitive; I: Intermediate; R: Resistant; 0: Susceptibility results were not available
Sjúkratilfelli 3. Átján mánaða stúlka var lögð inn
vegna verkja í vinstri handlegg. Hún hafði undan-
farna fimm daga verið með útbrot í munni, á fótum
og bleiusvæði. Hún hafði verið meðhöndlun með
trímetóprími-súlfametoxazóli í fimm daga.
Við skoðun var stúlkan óróleg, hafði 37,9°C hita
og vægt nefrennsli. Hún hélt vinstri handlegg að lík-
amanum og olnboginn var heitur og rjóður. Röntgen-
mynd af olnbogunum sýndi engin merki um beineyð-
ingu. Við liðástungu fékkst blóðlitaður liðvökvi.
Gramslitun var neikvæð en fimm dögum síðar óx K.
kingae úr loftháðu blóðræktunarglösunum (tafla I).
Niðurstöður næmisprófa eru sýndar í töflu II.
Stúlkan var meðhöndluð með cefúroxími í æð í
þrjár vikur og amoxicillíni og klavúlansýru í tvær vik-
ur. Við eftirlit tveimur mánuðum seinna hafði stúlk-
an náð sér að fullu.
Sjúkratilfelli 4. Nítján mánaða stúlka var lögð inn
vegna stöðugra verkja í vinstri olnboga sem varað
höfðu í tvær vikur. Skömmu áður hafði hún fengið
högg á handlegginn. Við skoðun var stúlkan hitalaus
en allar hreyfingar í olnboganum voru sársaukafullar.
Á röntgenmynd deginum áður sást beineyðing í fjær-
enda upphandleggsbeinsins.
Gerð var beinástunga og á þriðja degi óx K.
kingae á ræktunarskálum og loftháðu blóðræktunar-
glösunum (tafla I). Niðurstöður næmisprófa eru
sýndar í töflu II.
Stúlkan var meðhöndluð með kloxacillíni í æð í
fimm daga, ampicillíni í æð í 10 daga og síðan amoxi-
cillíni um munn í tvær vikur. Stúlkan hafði náð sér að
fullu við eftirlit einum mánuði seinna.
Sjúkratilfelli 5. Sautján mánaða drengur var lagður
inn vegna verkja í hægri fótlegg. Hann hafði auk þess
tveggja vikna sögu um efri öndunarvegasýkingu. Við
skoðun var hann hitalaus en með roða í hálsi og hor í
nös. Hægri ökkli var dálítið bólginn og húð heit en án
roða. Hreyfingar í ökkla voru sársaukafullar.
Fylgst var með drengnum án þess að sýklalylja-
meðferð væri hafin og daginn eftir var hann ein-
kennalaus. Á öðrum degi óx K. kingae úr loftháðum
blóðræktunarglösum sem tekin voru við upphafs-
skoðun (tafla I). Niðurstöður næmisprófa eru sýndar
í töflu II.
Drengurinn var kallaður til skoðunar og var áfram
einkennalaus. Endurtekin blóðræktun var neikvæð
og ísótópaskann var eðlilegt. Sýkingin virtist þannig
hafa læknast af sjálfu sér en þrátt fyrir það var hann
meðhöndlaður í sjö daga með erýtrómýcíni. Við
eftirlit einum mánuði seinna var hann einkennalaus.
Sjúkratilfelli 6. Tveggja ára stúlka var lögð inn vegna
helti á vinstra fæti og bólgu um vinstri ökkla. Hún
hafði veikst með hita og helti fjórum dögum fyrir
innlögn.
Við skoðun var hún með hita, rúmlega 38°C, ásamt
roða og bólgu við vinstri ökkla. Hreyfing í ökklalið var
Læknablaðið 2000/86 517