Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTSKRIFT ÚR LÆKNADEILD T Móttaka nýkandídata Nýútskrifaðir kandídatar í móttöku hjá Lœknafélagi íslands. Heitorð lækna Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizku- semi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án mann- greinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræð- um, að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna. Hér að neðan undirritar Kristín Pálsdóttir Heitorð lœkna. Laugardaginn 24. júní útskrifaðist 31 kandídat úr læknadeild Háskóla Islands. Daginn áður, föstu- daginn 23. júní, bauð stjórn Læknafélags Islands kandídötum og mökum þeirra til móttöku í húsnæði félagsins að Hlíðasmára 8. Til móttökunnar var einn- ig boðið stjórn Læknafélags Reykjavíkur, fulltrúum læknadeildar, Hollvinasamtaka Háskóla Islands, landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins. Sú hefð hefur skapast að í þessari árlegu mót- töku stjórnar LÍ undirriti kandídatar Heitorð lœkrta og var svo einnig nú. Jón Snædal varaformaður Læknafélags Islands bauð gesti velkomna. Jón lýsti í örstuttu máli upp- byggingu læknasamtakanna sem væntanlega verða félagslegur vettvangur allflestra nýkandídata. Hann lagði sérstaka áherslu á að Læknafélag Is- lands ætti að vera hvort tveggja í senn, fagleg og félagsleg eining allra lækna á Islandi. Jóhann Ágúst Sgurðsson forseti læknadeildar ávarpaði því næst kandídata. Hann kynnti þeim Heitorð lækna sem allir læknar útskrifaðir úr læknadeild HÍ hafa ritað undir frá árinu 1932, en útskrifarhópurinn nú er sá síðasti sem ber titilinn cand. med. et chir. Jóhann fjallaði um hverfulleika þekkingarinnar og nauðsyn þess að leita sífellt nýrrar og aukinnar þekkingar. Sem veganesti til framtíðar lagði forseti læknadeildar áherslu á læknar hefðu stöðugt að leiðarljósi virðingu fyrir sjúklingum sínurn. Hollvinafélag læknadeildar er eitt aðildarfélaga Hollvinasamtaka Háskóla íslands. Hollvinafélagið hefur nokkur undanfarin ár veitt viðurkenningu þeim kandídat sem bestum árangri hefur náð á lokaprófi í læknadeild. Örn Bjarnason formaður Hollvinafélagsins afhenti Hilmu Hólm vegalega bókargjöf fyrir frábæran árangur. I orðum sínum hvatti Örn nýkandídata til þess að velja sér sér- grein og starfsvettvang fyrst og fremst eftir eigin löngun, því læknir sem ekki væri ánægður í starfi gæti aldrei orðið góður læknir. -bþ- 530 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.