Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 14

Læknablaðið - 15.07.2000, Síða 14
r FRÆÐIGREINAR / HJARTALÆKNINGAR Figure 1. Tlie Reykjavík Sludy - study plan. Schematic figure ofthe study plan of the Reykja- vík study including number of participants divided into study groups and the time of invitation ofeach study group to examination in five stages. gegn tilkomu þykknunar á vinstri slegli. Áhætta á kransæðadauða var marktækt aukin meðal kvenna (áhættuhlutfal! 3,07; 95% vikmörk 1,50-6,31) en ekki meðal karla. Heildarlifun kvenna fór einnig versnandi eftir því sem lengri tími leið frá greiningu þykknunar á vinstri slegli (áhættuhlutfall 2,17; 95% vikmörk 1,36-3,48). Ályktun: Við teljum að þykknun á vinstri slegli og til- koma þess síðar tengist aldri og háum slagbilsþrýst- ingi meðal beggja kynja. Konur með þykknun á vinstri slegli hafa verri horfur en aðrar konur og eru í þrefaldri hættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi. Slík áhætta sást ekki meðal karla. Þetta gæti bent til þess að greining þykknunar á vinstri slegli á hjartarafriti sé ábótavant meðal kvenna og greini því einungis alvar- lega þykknun á hjartaraafriti kvenna á meðan unnt sé að greina bæði væga og alvarlega þykknun vinstri slegils á hjartarafriti karla. Finna þarf næmari aðferð- ir á hjartarafriti til að greina þykknunina og alvar- leika þykknunarinnar fyrir bæði karla og konur. Inngangur Þykknun á vinstri slegli (ÞVS) er lífeðlisfræðileg aðlögun að auknu álagi, til dæmis af völdum hækkaðs blóðþrýstings og heldur niðri spennu (stress) í slegil- veggnum. Lengi hefur verið vitað að þessi svörun hjartavöðvans getur verið dýru verði keypt. Þótt líf- eðlisfræðilegur ávinningur sé að því að halda spenn- unni niðri veldur aukin þykkt því að hjartavöðvinn stífnar, súrefniskröfur hans aukast og hætta verður á blóðþurrð í innsta lagi vöðvans sem lakast er séð fyrir blóðflæði. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir, ýmist fámennar afturskyggnar tilfellarannsóknir eða fjöl- mennar framskyggnar rannsóknir, líkt og Framing- ham rannsóknin, hafa leitt í ljós að þykknun vinstri slegils er sjálfstæður áhættuþáttur dauðsfalla og heilaslags (1-4). Jafnframt er þekkt fylgni slíkrar þykknunar og hjartabilunar en algengi hjartabilunar hefur aukist. Skýring þess er talin bætt og öflugri lyfjameðferð við kransæðasjúkdómum og vegna þess séu fleiri á lífi með skerta hjartastarfsemi (5-7). Við tókumst á hendur að kanna betur þykknun á hjartavöðva í íslenskum efniviði innan hins stóra, framskyggna faraldsfræðilega efniviðs hóprannsókn- ar Hjartaverndar frá árunum 1967-1992. Tilgangur þessarar rannsóknar var fyrst og fremst að meta algengi og nýgengi þykknunar á vinstri slegli og finna áhættuþætti hennar. Einnig voru lifun og dánarorsakir þátttakenda með þykknun á vinstri slegli metnar. Efniviður og aðferðir Notuð voru gögn úr hóprannsókn Hjartaverndar en hún tók til þeirra sem boðið var til hóprannsóknar- innar á tímabilinu 1968-1991 í fyrstu fimm áföngum rannsóknarinnar, fólks búsettu í Reykjavík og ná- grenni. Hópnum var fylgt eftir til ársins 1992. Að- ferðum við framkvæmd hóprannsóknarinnar hefur áður verið lýst (mynd 1) (8). Skilgreining þykknunar á vinstri slegli: Hjartarit var notað til greiningar þykknunarinnar. Þykknun á vinstri slegli var skilgreind eftir Minnesota Code (9). Skilgreiningin er þannig: i) R-takki >26mm í V5 eða V6; eða ii) R-takki >20mm í I, II, III eða aVF; eða iii) R-takki >12mm í aVL Öll hjartarit hóprannsóknar Hjartaverndar sem höfðu fengið kóðann þykknun á vinstri slegli voru lesin sérstaklega á ný (ISÞ,NS) til að staðfesta grein- inguna og einnig voru lesin 200 samanburðarhjartarit til að meta hvort eitthvað væri um vangreinda þykkn- un á vinstri slegli samkvæmt ofannefndum skil- merkjum. Rannsóknarhópar: Allir þátttakendur sem reynd- ust hafa þykknun á vinstri slegli heyrðu til algengis- 490 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.