Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 „Ég byrjaði að gera út 2001. Þá keypti ég mér svona lítinn hrað- fiskibát af Sómagerð. Árið 2005 festi ég svo kaup á þessum báti sem ég geri út í dag. Hann kostaði ekki svo mikið þá. Ég greiddi 18 millj- ónir fyrir hann fullbúinn. Síð- an hefur allt hækkað mikið, ekki síst búnaður eins og vélin. Líklega myndi nýr bátur af sömu gerð kosta um 90 milljónir í dag. Fyrsta árið eftir að ég hóf útgerð þurfti mað- ur bara að eiga þorskkvóta ef veitt var á króka. Svo voru frjálsar veiðar í öðrum tegundum. Þá var einkum horft til ýsu, ufsa og steinbíts. Svo var það tekið af. Ýsan, ufsinn og steinbíturinn fóru í kvóta. Ég hef keypt til mín heimildir frá því ég byrjaði, 213 þorskígildi alls,“ segir Heiðar Magnússon útgerðarmaður og skipstjóri á línutrillunni Brynju SH 237 frá Ólafsvík. Með þessu hefur honum tekist að fóta sig í út- veginum. Afar góð línuveiði í vor Þegar við ræðum við Heiðar er hann nýkominn í land ásamt Kjart- ani Hallgrímssyni háseta. „Það er búin að vera fín veiði í vetur og al- gert ævintýri nú eftir páska. Við höfum komist upp í 11 tonna afla á 30 bala sem er afar gott. Það er að gefast mjög vel að beita makríl. Við erum mikið að veiðum 15 til 20 mílur norður og norðvestur frá Ólafsvík á svokölluðum Brotum og Flákahorni.“ Þeir róa tveir á Brynju. Síðan eru fjórir að beita línuna í landi. „Þessi bátur skapar þannig sex bein störf. Línuívilnunin svokallaða skipt- ir mjög miklu máli fyrir þetta út- gerðarmynstur sem er hjá okkur. Reksturinn hefur skilað hagnaði. Við höfum af þessu laun og náum að borga okkar reikninga. Á með- an svo er þá er maður sáttur. Það gildir að halda sig réttu megin við núllið. Ég landa í beinum viðskipt- um beint til kaupenda sem borga föst verð samkvæmt samningum. Þorskurinn hjá okkur fer til Frost- fisks í Þorlákshöfn og ýsan í Haf- gæði í Reykjavík.“ Farsælt að vera í beinum viðskiptum Heiðar segir að þegar útgerð eins og hans leigir til sín jafn mik- ið af aflaheimildum sé farsælast að vera í beinum viðskiptum við fiskvinnslur. Þá sé kleift að halda bátnum úti á ársgrundvelli. „Það eru svona 250 tonna afli á ári sem við tökum gegnum leigðan kvóta. Í fyrra leigðum við aflaheimild- ir fyrir 60 milljónir króna. Það er ekki hægt að höndla verðsveiflurn- ar á mörkuðunum þegar verið er á leigukvóta. Með föstum verðum veit ég hvað ég fæ. Sem dæmi hefur nú eftir páska verið mjög góð tíð og margir dagar þar sem bátarnir hafa komist á sjó. Verðið á mörkuðunum hefur lækkað. Ég hefði neyðst til að binda bátinn ef ég væri á leigukvóta og landaði á markað núna. Vinnsl- urnar sem við skiptum við hafa líka hag af þessu. Þetta veitir þeim hrá- efnisöryggi. Við róum um helgar til dæmis þegar hafa verið brælur og tryggjum að þeir eigi fisk til vinnslu á mánudagsmorgni. Þeir vita hvað þeir hafa í höndunum, af hverj- um þeir eru að kaupa aflann. Þeir gera ákveðnar kröfur um gæði. Við reynum að uppfylla þær.“ Verð á kvóta orðið of hátt Það þarf að taka mið af mörgu í út- gerðinni á þó ekki stærri bát. Rekst- urinn er ekki einfaldur. „Maður er svo sem ekkert menntaður þannig að það er þá bara að hanga í þessu. Mér finnst þó umræðan stundum leiðinleg þegar reynt er að stimpla þá sem eru í útvegi sem einhvers konar glæpamenn með ýmsum upp- nefnum. Þó hefur maður ekki gert neitt nema fylgja leikreglum. Mín- ar aflaheimildir hef ég keypt þegar það hafa verið til peningar til þess. Þó finnst mér að kvótaverð sé núna að verða of hátt. Ef tekið er lán fyr- ir kvóta í dag þá er greiðslubyrðin af því hærri heldur en ef maður léti nægja að leigja til sín aflaheimild- ir. Vextir eru líka svo háir. Það er eiginlega ekki mögulegt að kaupa kvóta í dag nema hafa undir hönd- um eigið fé. Ég reyni að halda mig við það.“ Að sögn Heiðars hafa skerðing- ar í aflaheimildum valdið búsifjum. „Tökum ýsuna sem dæmi. Þegar kvótinn í henni var mestur þá átti ég 160 tonna heimildir í henni. Í dag er búið að skerða þetta niður í 60 tonn hjá mér. Maður vonar bara að þetta komi til baka aftur með aukningum í aflaheimildum.“ Prófuðu makrílinn í fyrrasumar Brynja SH hefur alltaf verið gerð út til línuveiða, utan einu sinni í stutt- an tíma á handfæri og svo í fyrsta sinn á makrílveiðar í fyrrasum- ar. „Þá fórum við alla leið norður til Steingrímsfjarðar á Ströndum. Ég get ekki sagt að makrílveiðarn- ar séu skemmtilegar. Þetta er úti- lega og mikið flakk í júlí og ágúst. Þetta er tíminn sem maður myndi vilja vera í sumarfríi með fjölskyld- unni. Það verður að fórna því fyrir makrílveiðarnar sem eru ágætis bú- bót. Við veiddum makríl fyrir ein- hverjar 20 milljónir á tveimur mán- uðum í fyrrasumar. Þetta voru tæp 180 tonn. Það munar um það svona kvótafrítt þegar maður er að leigja til sín svona mikið af aflaheimild- um í bolfiskveiðunum. Við höfð- um ágæt laun. Það var líka alveg 20 tíma vinna á sólarhring að hanga yfir þessu.“ Það er þó greinilegt að makríl- veiðarnar kitla taug í fiskimannin- um. „Jú, það er gaman þegar hann gefur sig og veiðist. Þetta gat ver- ið mikið ævintýri í fyrra. Eitt sinn fylltum við bátinn á tveimur og hálfum tíma fyrir hádegi. Feng- um átta tonn í algeru moki. Sjálf- sagt verður þetta sumar spennandi. Ég er mjög ánægður með að sjávar- útvegsráðherra skuli ekki hafa sett makrílinn hjá smábátunum í kvóta. Vonandi verður það aldrei gert því þá er þetta bara búið. Þá munu miklu færri fara á þessar veiðar og menn fara ekki á flakk eftir mak- rílnum. Ef hann hefði verið í kvóta þá hefði maður bara beðið hér í Ólafsvík eftir að hann birtist hér upp á von og óvon. Kvótinn hefði verið svo lítill að það hefði ekki ver- ið eftir svo miklu að slægjast. Mað- ur hefði til dæmis aldrei siglt til Hólmavíkur eins og í fyrra,“ segir Heiðar Magnússon að lokum. mþh Hágæða útimálning sérhönnuð fyrir járn, stein og tré Komdu í Sérefni og fáðu ráðgjöf hjá fagmönnum um val á réttu efnunum Að mörgu þarf að hyggja í útgerðinni Heiðar Magnússon önnum kafinn við löndun á afla úr bát sínum Brynju SH. Brynja SH kemur úr línuróðri til hafnar í Ólafsvík. Ljósm. af. Heiðar til hægri ásamt Kjartani Hallgrímssyni háseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.