Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 96
96 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Ingibjörg Valdimarsdóttir oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi birti grein á vef Skessuhorns þann 23. maí sl. þar sem hún slær sig til riddara fyr- ir að vera sérstakur talsmaður opinn- ar stjórnsýslu og upplýsingagjafar til bæjarbúa. Sennilega á þessi grein Ingibjargar þó sér aðrar skýringar því henni mun örugglega hafa verið ljóst frá byrjun síðasta árs að undirritað- ir voru farnir að knýja á um að gerð- ar yrðu opinberar upplýsingar um við- skipti fyrirtækis sem hún er nátengd, við Akraneskaupstað. Fyrir nokkrum vikum síðan var farið að knýja fast- ar á um að fá umbeðnar upplýsingar og það var ekki fyrr en eftir verulegan þrýsting síðustu daga sem þær loksins fengust afhentar. Umbeðnar upplýs- ingar snérust um viðskipti Omnis ehf. við Akraneskaupstað á árinu 2013. Þegar umbeðnar upplýsingar bárust loksins, kom fram í svarinu að Omnis ehf. yrði tilkynnt um að þessar upplýs- ingar yrðu afhentar. Daginn eftir eða þann 23. maí sl. birtir Ingibjörg Valdi- marsdóttir oddviti Samfylkingarinn- ar á Akranesi fyrir komandi kosning- ar og eiginkona Eggerts Herbert- sonar framkv.stj. Omnis ehf., grein á vef Skessuhorns þess efnis að hún hafi barist fyrir birtingu upplýsinga um viðskipti Akraneskaupstaðar við tengda aðila og þá sérstaklega þar sem hún flokkist í þann hóp. Einkennileg tímasetning það, ekki síst í ljósi þess að undirritaðir höfðu sent fyrirspurn til bæjarstjóra í janúar 2013 um hvort til stæði að birta slíkar upplýsingar og tók hún jákvætt í málið og ætlaði að vinna því brautargengi. Í ágúst 2013 var erindið ítrekað við bæjarstjóra, stuttu seinna flytur Ingibjörg sína til- lögu í bæjarráði. Við látum lesendum eftir að leggja saman 2 plús 2. En forsaga málsins er auðvitað sú að í aðdraganda síðustu sveitarstjórn- arkosninga (2010) var mikið fjallað um tölvumál Akraneskaupstaðar og kostn- að þeim tengdum, og snérust þær um hvort bjóða ætti þessi viðskipti út eða ekki til að ná fram frekari hagræðingu í rekstri. Skrifaðar voru margar grein- ar í Skessuhorn, meðal annars af fram- kvæmdastjóra Omnis ehf. Eggerti Herbertssyni. Þann 6. október 2009 ritar hann grein í Skessuhorn þar sem segir m.a.: „Einnig minnist bæjarstjóri á að hafa fengið tilboð frá Omnis um tölvu- þjónustu fyrir bæjarfélagið. Þau tilboð voru honum send sem trúnaðarmál og merkt sem slík. Úr því að hann kýs að nefna tilboðin er rétt að komi fram að þar voru lagðar fram raunhæfar tillög- ur um sparnað í rekstri tölvukerfa bæj- arsins um rúmar 11.000.000 kr á ári.“ Í kjölfar úrslita kosninganna tók við nýr meirihluti, meirihluti sem með- al annars fékk aukið fylgi út á ofan- greindan málflutning. Beið hann ekki boðanna heldur réði ráðgjafa til að út- búa útboðsgögn og bjóða út rekst- ur tölvukerfis kaupstaðarins. Fór svo að Omnis ehf. var með lægsta boð í rekstur og umsjón tölvukerfanna. En hvað svo, hver var svo sparnaðurinn þegar upp var staðið? Hvernig gekk Omnis að uppfylla loforð um að spara 11 milljónir á ári? Árið 2011 sem var síðasta heila árið sem Tölvuþjónustan Securstore ehf. sá um rekstur tölvukerfa Akranes- kaupstaðar hljóðuðu heildarviðskiptin upp á 19,1 milljónir kr. án virðisauka- skatts, þar af voru kaup á búnaði og rekstrarvöru upp á 6 milljónir kr. Árið 2013 var fyrsta heila árið sem Omn- is ehf., fyrirtæki nátengt Ingibjörgu Valdimarsdóttur sinnti þessari þjón- ustu. Heildarviðskipti þess fyrirtæk- is árið 2013 voru rúmar 32 milljón- ir kr. án virðisaukaskatts, þar af voru 11,5 milljónir kr. vegna kaupa á bún- aði. Þessu til viðbótar var kostnaður ráðgjafa vegna útboðs og úttektar á tölvukerfum Akraneskaupstaðar um- talsverður. Akraneskaupstaður hefur ekki orðið við beiðni um að afhenda upplýsingar um kostnað við ráðgjöf, en óstaðfestar heimildir herma að kostnaðurinn nemi mörgum milljón- um króna. Á fundi sem annar undirritaðra sat með bæjarráði síðustu bæjarstjórn- ar þar sem farið var yfir kostnað við rekstur tölvukerfis bæjarins kom fram það sjónarmið fulltrúa Samfylking- ar og Vinstri Grænna að þrátt fyr- ir að reksturinn væri í góðum hönd- um og kostnaður ásættanlegur þá væri það ófrávíkjanleg regla þeirra að við- skipti sem þessi væru boðin út. Af lið- lega 32ja milljóna króna viðskiptum Omnis ehf. á síðasta ári eru rúmar 24 milljónir sem ekki falla undir samn- ing í kjölfar útboðs. Af þessu má sjá að ófrávíkjanlegu reglurnar eru fljót- ar að falla fyrir eiginhagsmunum bæj- arfulltrúa. Ingibjörg Valdimarsdóttir odd- viti Samfylkingarinnar var því ekki að vinna neinn áfangasigur. Grein henn- ar er fyrst og fremst pólitískur spuni ætlaður til þess að slá ryki í augu bæj- arbúa í aðdraganda kosninga þar sem hún vissi að ofangreindar upplýsing- ar myndu birtast bæjarbúum fyrr en seinna. Ingibjörg hefur verið í meiri- hluta í fjögur ár og verið í lófa lagið að láta birta þessar upplýsingar mun fyrr. Stórhækkaður kostnaður sem að mestu hefur runnið í vasa fyrirtæk- is sem eiginmaður hennar er eigandi að, skýrir að mati undirritaðra ástæðu þess að það var ekki gert. Það hefur verið skoðun undirrit- aðra allt frá því að þessi mál komust í hámæli fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar að hér væri á ferðinni póli- tískur skollaleikur Sveins Kristinsson- ar og Eggerts Herbertssonar sem átti að þjóna tvennum tilgangi. Afla Sam- fylkingunni fleiri atkvæða fyrir kosn- ingarnar 2010 og færa viðskipti við Akraneskaupstað til pólitískra vildar- vina. Allt var þetta gert í nafni hagræð- ingar fyrir bæjarsjóð og útsvarsgreið- endur. Við látum bæjarbúum eftir að dæma um það hverjum fyrir sig. Töl- urnar tala sínu máli. Eiríkur Þór Eiríksson Alexander Eiríksson Þetta segir einn bæj- arfulltrúi í ágætri grein, sem birt var á vef Skessu- horns sl. föstudag, og rekur í nokkr- um orðum að unnist hafi áfanga- sigrar í þeim efnum. Ég get tek- ið undir með bæjarfulltrúanum að nokkru leyti, en betur má ef duga skal. Á bæjarstjórnarfundi 29. apríl sl. var samþykkt samkomulag við eig- anda húsnæðisins við Heiðarbraut nr. 40 sem hýsti Bókasafn Akra- ness áður. Nú skal hann fá að reisa tvær viðbyggingar við gamla hús- ið og gera úr öllu saman 26 íbúða fjölbýlishús. Eigandi hússins fær að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar um rúmlega tvo, eða úr ca 0,40 í 0,88. Rausnarlegt af bæjaryfirvöldum svo ekki sé meira sagt. En það er nú ekki allt. Mér skilst að eigandi hússins fái nú þegar 7 milljónir króna úr bæjarsjóði og niðurfellingu á gatnagerðagjöldum vegna framkvæmdanna við húsið. Eða alls nokkra tugi milljóna króna. Ég sem almennur skattgreiðandi til bæjarfélagsins okkar verð að óska eftir skýringum á þessum gjörningi. Einn bæjarfulltrúi var á móti þess- ari afgreiðslu úr bæjarstjórn, en það var Einar Brandsson. Hann stóð í lappirnar að mér finnst í þessu máli og virðist vera einna mest inn í því, ef marka má umræður um málið í bæjarstjórninni. Nú vísa ég til orða bæjarfulltrú- ans og kalla eftir gegnsærri stjórn- sýslu og óska hér með eftir að bæj- aryfirvöld upplýsi okkur bæjarbúa og skattgreiðendur hvað er það sem rekur þau til þess að veita eiganda hússins við Heiðarbraut 40 þá fyr- irgreiðslu sem vitnað er til hér að framan. Ég óska eftir að málið verði teki saman og það rakið frá upphafi. Sjálfsagt er að birta það hér á síð- um Skessuhornsins og á heima- síðu Akraneskaupstaðar með öllum þeim fylgiskjölum sem því tilheyra, enda viljum við hafa allt gegnsætt og opið. Halldór Stefánsson Ágæti kjósandi í Borgarbyggð. Sem forseti sveitarstjórn- ar ætla ég að stikla á stóru er varðar kjörtímabilið, sem hefur verið margsnúið, en nánast öll málefni hafa snúist sveitarfélaginu og íbúum í hag. Hvort það hafi ver- ið lán eða stjórnkænska skulum við láta kjósendur dæma um. Á okkar vakt hafa skuldir sveitar- sjóðs lækkað og þjónustu batnað. 1. Vinstri hreyfingin grænt fram- boð ásamt samstarfsflokki hafa komið skuldastöðu og fjármálum sveitarfélagsins í viðunandi ástand. Skuldastaðan var mjög slæm vorið 2010, við vorum á gjörgæslu fjár- málaráðuneytisins. Skuldaviðmið Borgarbyggðar var 175%, er nú 121%. 2. Meirihluti sveitarstjórnar stóð vörð um eign Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur og Faxa- flóahöfnum. Í dag er fjárhagsstaða þessara tveggja fyrirtækja sterk og mun OR borga út arð eftir 2-3 ár. 3. Atvinnuleysi í Borgarbyggð mældist yfir 8% en er nú um 2,5%, svo segja má að ástand á vinnu- markaði sé gott. Sveitarstjórn hefur allt kjörtímabilið lagt áherslu á gott atvinnulíf í Borgarbyggð. Okkur tókst að standa vörð um Háskólann á Bifröst 2010 og Landbúnaðarhá- skóla Íslands 2014, þó ýmislegt sé ennþá óljóst er varðar LbhÍ. Einn- ig tókst okkur að standa vörð um byggingarfyrirtæki í héraðinu, svo sem Límtré-Vírnet 2010 og 2011. 4. Sveitarstjórnarfulltrúar VG lögðu áherslu á að fara í dómsmál við Arionbanka vegna gjaldeyrisl- áns sem hvíldi á sveitarsjóði. Með úrskurði Hæstaréttar þá lækkaði Arionsbankalánið um 75 milljónir, fór úr 250 í 175 milljónir. 5. Í kosningarbaráttunni 2010 lögðu VG í Borgarbyggð áherslu á að verja grunnskólann í upp- sveitum Borgarfjarðar. Það tókst. Í áframhaldi var farið í lagfæring- ar á húsnæði skólans. Leikskólinn í Reykholtsdal er sprunginn. Nú bíða meðal annars 10 óléttar kon- ur í uppsveitum eftir nýjum leik- skóla. Töluverðrar bjartsýni gætir í atvinnuuppbyggingu. Þess má geta að þá hefur íbúum Borgarbyggðar fjölgað um 50 manns á kjörtíma- bilinu. 6. Nýtt aðalskipulag Borgar- byggðar var samþykkt árið 2011. Friðlandið við Andakíl var stækk- að og svæðið fékk alþjóðlega Rams- arvottun. Mörkuð hefur verið ný stefna í sorphirðu í öllu sveitar- félaginu og aukin verður endur- vinnsla á sorpi. 7. Í lok kjörtímabilsins var ákveð- ið að fara í stækkun og endurbygg- ingu á Grunnskólanum í Borgar- nesi og veita töluverðu fjármagni í viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Búið er að lagfæra íþróttamiðstöð- ina í Borgarnesi. Nú er kominn frá- bær þreksalur og aðstaðan hefur batnað. 8. Lögð hefur verið áhersla á lagningu nýrra göngustíga í Borg- arnesi til að tryggja betra öryggi barna og til að stuðla að aukinni lýðheilsu íbúa. 9. Sveitarfélagið hóf upp- byggingu á nýju hjúkrunarheim- ili í Borgarnesi, fjárfesting upp á 900 milljónir. Nú er búið að opna glæsilegt heimili fyrir eldri borgara í Borgarbyggð og nágrenni. Tíma- setning framkvæmdanna var heppi- leg fyrir byggingaiðnaðinn í sveit- arfélaginu. 10. Komið var á tómstundarútu fyrir börn og unglinga úr uppsveit- um Borgarfjarðar sem sækja íþróttir og tómstundir eftir skóla. Nú geta þau tekið rútuna niður í Borgarnes og strætó heim að loknum æfing- um eða öðru æskulýðsstarfi. Svip- að fyrirkomulag þarf að komast á fyrir börn og unglinga sem búa á Mýrum og í gamla Kolbeinsstaða- hreppnum. Þó að okkur hefur verið ágengt á síðastliðnum fjórum árum þá eru mörg verkefni sem bíða okkar. VG bíður fram góðan hóp fólks sem þekkir samfélagið. Við leitum nú eftir stuðningi kjósenda svo að Borgarbyggð nái að þróast og dafna undir forustu Vinstri grænna. Ger- um gott samfélag enn betra. Kveðja, Ragnar Frank Kristjánsson. Höf. er oddviti VG í Borgarbyggð. Á laugardaginn fara fram sveitar- stjórnarkosningar um land allt. Eitt af því mikilvægasta sem sveit- arstjórnarkosningar snúast um er sú stefna sem sveitarfélagið mótar í málefnum ungs fólks. Það er ekki hvað síst mikilvægt að unga fólkið, við sem munum byggja þetta sam- félag til framtíðar, stígum upp og gerum grein fyrir því hvað það er sem við viljum, svo samfélagið sé sem ákjósanlegast til framtíðarbú- setu. Ungt fólk hefur of lengi staðið á hliðarlínunni og látið þau sem eldri eru ákvarða mál sem okkur varða. Eitt sterkasta vopnið sem ungt fólk hefur er kosningarétturinn. Sá rétt- ur sem forfeður okkar börðust fyr- ir með blóði, svita og tárum. Aðeins með aukinni kjörsókn mun ungt fólk hafa raunveruleg áhrif. Á öllum framboðslistum sem bjóða fram í Borgarbyggð er ungt fólk sem býður fram krafta sína. Við undirrituð hvetjum ungt fólk til þátttöku í kosningunum á laug- ardaginn því það skiptir raunveru- legu máli. B-listi Framsóknarflokks: Helgi Haukur Hauksson D-listi Sjálfstæðisflokks: Pétur Már Jónsson Guðrún Ingadóttir S-listi Samfylkingar: Inga Björk Bjarnadóttir Sölvi G Gylfason V-listi Vinstri hreyfingin - grænt framboð: Bjarki Þór Grönfeldt Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Pennagrein Hvatning til ungra kjósenda Pennagrein Bæjarbúar kalla á gegnsærri stjórnsýslu Pennagrein Á okkar vakt hefur hagur Borgarbyggðar vænkast Pennagrein Spunakonu svarað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.