Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Einstaka hrafn gerir sig heima- kominn að vorinu og gerir sína laupa í grennd við byggð og jafn- vel á afviknum stöðum inni í þétt- býlinu. Þegar starfsmenn Smell- inn á Akranesi voru í þann mund að fara í páskafrí upp úr miðjum apríl urðu þeir varir við hrafn þar á sveimi. Þegar þeir komu úr frí- inu veittu þeir athygli laup sem hann hafði gert af myndaskap und- ir þakskyggni geymsluhúss rétt við steypustöðina. Hreiðrið er ofan á festingu sem þar er fyrir ljóskastara í um fjögurra metra hæð. Laupnum var þar haganlega komið fyrir og núna að undanförnu hefur hrafninn legið á í hreiðri sínu. Starfsmenn Smellinn sem blaðamaður hitti að máli sögðu að það væri vinalegt að hafa hrafninn þarna í nágrenninu og hann finni greinilega fyrir ör- yggi með varpstæði sitt. Þeir hefðu ekki komið því í verk ennþá að gá hversu mörg egg væri í hreiðrinu en væntanlega myndi það koma í ljós von bráðar. þá Á dögunum kom út skýrslan „Íbúa- könnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða.“ Stutt- lega var sagt frá niðurstöðum könnunarinnar í síðasta tölublaði, en nú verður gluggað meira í hana. Í könnuninni eru íbúar á Vestur- landi beðnir um að taka afstöðu til stöðu og mikilvægis helstu búsetu- þátta hvers samfélags. Könnun sem þessi hefur verið gerð þriðja hvert ár og er þetta í fjórða skiptið sem hún er framkvæmd. Vestlending- ar eru almennt séð ánægðir með búsetuskilyrði í sinni heimabyggð og ánægðari en þeir voru sam- kvæmt sambærilegri könnun sem gerð var fyrir þremur árum. Mik- il ánægja var með friðsæld, nálægð við fjölbreytta náttúru, gott mann- líf og greiða umferð. Sem fyrr eru það helst þættir sem tengjast vinnu- markaði og framfærslu sem virðast vera mest aðkallandi úrlausnarefni á öllum svæðum Vesturlands. Höfundar skýrslunnar eru Víf- ill Karlsson og Anna Steinsen, starfsfólk hjá Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi. „Athygli vekur að ýmsar aðgerðir sem ráðist hef- ur verið í frá síðustu könnun árið 2010 mælast vel fyrir á öllum svæð- um Vesturlands. Þar má nefna al- menningssamgöngur í samstarfi við Strætó, framhaldsskóla í Dölum í samstarfi við Menntaskóla Borgar- fjarðar og menningarlíf sem teng- ist að einhverju leyti framkvæmd Menningarsamnings á Vesturlandi. Staðan á húsnæðismarkaði hefur versnað mikið milli kannana, sér- staklega framboð á leiguhúsnæði. Þá vakti einnig athygli hvað krafan um bættar nettengingar og farsíma- samband virðist vaxa á milli kann- ana þrátt fyrir umbætur á því sviði. Því virðist uppbyggingin ekki halda vel í við þróunina sem vissulega er mjög hröð. Þá sést að sókn Vest- lendinga í vinnu á öðrum svæðum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, hefur aukist frá síðustu könnun, en veru- lega dró úr henni eftir bankahrun- ið,“ segir m.a. í niðurstöðum könn- unarinnar. Misjafnar áherslur í búsetuskilyrðum Búsetuskilyrði sem Vestlending- ar töldu að þyrftu að lagast voru þættir er varða vinnumarkað, eins og launatekjur, atvinnuúrval og atvinnuöryggi ásamt þáttum sem tengjast vörumarkaði, vöruverð, vöruúrvali og framfærslu. Skipu- lagsmál, vegakerfi, tækifæri til af- þreyingar og gæði unglingastarfs mættu einnig vera betri. Á Akranesi og í Hvalfirði voru efstir á blaði þættir er varða fjárhag og fram- færslu almennings eins og laun, at- vinnuúrval, atvinnuöryggi, fram- færsla og vöruverð. Í Borgarfirði voru launatekjur, atvinnuúrval, at- vinnuöryggi, framfærslukostnað- ur og vöruverð helstu þættir sem þyrfti að bæta. Á Snæfellsnesi voru það vöruverð, kostnaður við fram- færslu og vöruúrval sem voru efst á blaði. Í Dölum var vöruverð það sem mest var aðkallandi að bæta en næst á eftir komu þættir eins og vöruúrval, launatekjur, atvinnuúr- val og kostnaður við framfærslu. Búsetuskilyrði sem Vestlendingum þótti hafa batnað frá könnuninni 2010 eru almenningssamgöngur, möguleikar á eigin atvinnurekstri, tækifæri til afþreyingar og menn- ingarlíf. Þá komu gæði og náms- möguleikar á framhaldsskólastigi vel út ásamt námsmöguleikum á háskólastigi, úrvali atvinnu, þjón- ustu við barnafólk, nálægð við fjöl- breytta náttúru og gott mannlíf. Búsetuskilyrði sem Vestlendingum þótti hafa versnað frá könnuninni 2010 eru leiguíbúðir, vegakerfið, fjarskiptamál og íbúðir til kaups. Búseta og brottflutningar Þátttakendur töldu almennt séð vera mjög gott eða frekar gott að búa á Vesturlandi. Um 93% íbúa á Akranesi og í Hvalfirði voru á þess- ari skoðun, 92% í Borgarfirði, 90% á Snæfellsnesi en lægst var hlutfall- ið í Dölum en þar töldu 86% íbúa mjög gott eða frekar gott að búa. Hlutfall þeirra sem telja mjög gott eða frekar gott að búa á Vesturlandi hefur hækkað frá síðustu könnun árið 2010 á öllum svæðum nema á Snæfellsnesi. Um 14% þátttakenda á Akranes- og Hvalfjarðarsvæðinu telja það mjög eða frekar líklegt að þeir flytji á næstu tveimur árum frá Vestur- landi. Á Snæfellsnesi er hlutfallið 18%, í Borgarfirði 21% og í Döl- unum 25%. Þetta hlutfall er óbreytt frá því í könnuninni 2010 á Akra- nesi og í Borgarfirði, hefur auk- ist lítillega á Snæfellsnesi úr 16% í 18% en úr 14% í 25% í Dölum. Höfundar skýrslunnar telja að mik- ill fjöldi háskólanemenda í Borgar- firði skýri frekar hátt hlutfall þeirra sem áætla að flytja burtu, en athygli vekur mikil aukning íbúa í Dölum sem telja mjög eða frekar líklegt að þeir flytji á næstu tveimur árum frá Vesturlandi. Menntun íbúa og fjárhagur Fjöldi íbúa með háskólamenntun á Vesturlandi er frá 41-45%. Þetta hlutfall er heldur hærra á suður- svæðinu, 45% í Borgarfirði og 43% á Akranesi og í Hvalfirði, en á norðursvæðinu er 42% íbúa á Snæ- fellsnesi og 41% íbúa í Dölum með háskólamenntun. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt tölum Hagstofunnar er 31% vinnuafls- ins með háskólamenntun á landinu öllu árið 2012. Hlutfall þeirra sem eingöngu eru með grunnskólapróf hefur lækkað mikið á milli kannana. Hlutfallið var tæp 37% árið 2007, 26% árið 2010 og er komið niður í tæp 21% árið 2013. 77-86% íbúa á Vesturlandi eru ekki í vanskilum. Dalir skera sig nokkuð úr, þar sem 86% íbúa eru ekki í vanskilum en á hinum svæðunum er hlutfallið 77-79%. Tæplega 7% íbúa Vest- urlands hafa leitað eftir fjárhags- aðstoð síðastliðin tvö ár. Hæst var hlutfallið á Akranesi og í Hvalfirði 9% og í Borgarfirði var það 8%. Á Snæfellsnesi var þetta hlutfall 6% og í Dölum 4%. þá Laupurinn ofan á festingu fyrir ljóskastara undir þakskyggninu. Hrafninn verpti við steypustöðina Vestlendingar ánægðari með búsetuskilyrði nú en fyrir þremur árum Mál varðandi vinnumarkað vógu þungt í mati á búsetuskilyrðum í könnuninni. Frá kröfugöngu á 1. maí á Akranesi. Ljósm. mm. Sjórinn færir mörgum björg í bú á Snæfellsnesi, en hlutfall þeirra sem telja mjög gott eða frekar gott að búa á Vesturlandi hefur hækkað frá síðustu könnun árið 2010 á öllum svæðum nema á Snæfellsnesi. Ljósm. fh. Kirkjubraut 11 - Akranesi - Sími 431 4343 Nú færðu ísinn frá Valdís með öllum okkar eftirréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.