Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 98
98 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Ágætt veðurfar hefur einkennt
maímánuð það sem af er, enginn
talar um að kosningahret skelli
yfir í lok mánaðar. En samt er
það þannig að gengið er til sveit-
arstjórnarkosninga á laugardag-
inn kemur. Að undanförnu hafa
framboðsaðilar í Borgarbyggð
sett fram málefnaskrár sínar og
fundað með kjósendum. Ekki
virðist stór ágreiningur sýnilegur,
en áherslumunur í ákveðnum mál-
um. Nú þarf að horfa til framtíðar
og varða veginn, en einnig þarf að
meta hvernig mál hafa þróast á því
kjörtímabili sem er að ljúka.
Borgarbyggð er landstórt sveit-
arfélag og mikilvægt er að byggð
og mannlíf geti þróast um allt
sveitarfélagið. Það er eitt af meg-
inhlutverkum sveitarstjórnar
að vinna að eflingu byggðar og
þrýsta á úrbætur, í fjarskiptamál-
um sem og vegamálum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Íbúar hvers sveit-
arfélags eru ein heild, en þó er
ljóst að þarfir og væntingar vegna
þjónustu eru ekki endilega alltaf
þær sömu og áherslur geta ráðist
af búsetu.
Ef vikið er að málefnum sem
sveitarfélagið fæst við þá eru
stjórnsýslan og fjármál sá grunnur
sem byggt er á. Stjórnun þarf að
vera vönduð og sterk, nauðsynlegt
er að endurmeta stjórnsýslu með
reglulegu millibili og sníða af van-
kanta ef þörf er á. Festa í fjárhags-
áætlanagerð og eftirfylgni þarf að
vera forgangsmál.
Framsóknarfólk vill bæta tengsl
sveitarstjórnar við íbúa, við viljum
starfa með íbúunum að málefnum
byggðanna. Bæta þarf upplýsinga-
gjöf með reglulegri útgáfu frétta-
bréfs, virkari heimasíðu, viðtals-
tímum og íbúafundum.
Leik- og grunnskólar sveitar-
félagsins eru okkar mikilvægustu
stofnanir að öðrum ólöstuðum.
Ánægjulegt er hve öflugt og gott
fólk starfar við alla þessa skóla,
það ríður baggamuninn varðandi
góða stöðu þeirra. Við stefnum
að því að styrkja skólastarfið m.a.
með því að efla tækjakost miðað
við nútímaþarfir.
Málefni aldraðra og fatlaðra
er brýnt að endurmeta reglulega
með hagsmuni og velferð einstak-
linga í huga.
Fjallskilamál hafa verið nokk-
uð til umræðu. Stýring fjallskila-
mála sem nú er við lýði í Borgar-
byggð byggir m.a. á því sbr. lög,
að afréttir séu óbreyttir, þrátt fyrir
sameiningu sveitarfélaga. Í aðalat-
riðum er það fyrirkomulag ágætt.
Málaflokknum er stýrt af heima-
aðilum, fjallskilanefndir á hverj-
um stað halda utan um vinnu og
eftirfylgni mála, þannig er tryggt
að umsjónaraðilar séu kunnugir
málavöxtum.
Í Borgarbyggð er starfandi öfl-
ugt slökkvilið sem er mikilvægur
þáttur í þeirri öryggiskeðju sem
hér er, að ógleymdum björgunar-
sveitum á svæðinu og ber sérstak-
lega að lofa félaga þar fyrir það
gríðarmikla sjálfboðaliðastarf sem
þeir inna af hendi.
Hér hafa einungis verið nefnd-
ir fáeinir málaflokkar sem sveit-
arstjórn hefur með að gera, það
skal undirstrikað að öll málefni
eru mikilvæg og fulltrúar verða að
kynna sér mál til hlítar og hlusta á
raddir í samfélaginu.
Í Borgarbyggð er bjart fram-
undan, mörg tækifæri til sóknar
og því er ástæða til þess að horfa
með jákvæðni til næstu ára.
Ég bý í dreifbýli sveitarfélagsins
og býð mig fram til setu í sveit-
arstjórn til að vinna að málefn-
um byggðanna, vinna fyrir sam-
félagið. Sveitarstjórn þarf að hafa
margvíslegan grunn að byggja á,
til að geta metið mál frá ýmsum
hliðum. Því er ákjósanlegt að full-
trúar komi úr hinum ýmsu byggð-
um, það mun styrkja umgjörð við
ákvarðanatöku. Á það geta kjós-
endur haft áhrif þann 31. maí n.k.
Ég hvet ykkur til að mæta á
kjörstað og nýta atkvæðisréttinn.
Stöndum saman um betri Borgar-
byggð.
Finnbogi Leifsson
Höf. skipar 3. sæti á B-lista
Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Skipulagsmál eru
einn af þeim málaflokkum sem
margir hafa skoðun á og sitt sýn-
ist hverjum. Á kjörtímabilinu sem
nú er að líða hefur verið unnið að
mörgum málum stórum og smá-
um. Lokið hefur verið við nýtt
miðbæjarskipulag eins og kveður
á um í stefnuyfirlýsingu núverandi
meirihluta. Framkvæmdir við nýtt
Akratorg standa nú yfir og verður
spennandi að sjá útkomuna þegar
það verður tilbúið á næstu vikum.
Þá hefur verið unnið að endur-
skoðun á aðalskipulagi og var sú
vinna komin langt síðasta vor og
drög að nýju aðalskipulagi kynnt
fyrir íbúum í lok maí á síðasta
ári. Skipulaginu var tekið vel en
nokkrar efasemdir voru um land-
fyllingar við hafnarsvæðið sem þó
höfðu verið minnkaðar umtalsvert
miðað við gildandi aðalskipulag.
Til stóð að ljúka við aðalskipulagið
síðasta haust en þá breyttust for-
sendur við skipulagsgerðina þeg-
ar sá möguleiki opnaðist að Akra-
neskaupstaður fengi í hendurn-
ar svæði Sementsverksmiðjunn-
ar. Þetta er gríðarlega spennandi
verkefni, en ljóst er að við þurf-
um að vanda til verka og flýta okk-
ur hægt.
Haldið var mjög vel heppnað
íbúaþing með aðstoð Kanon arki-
tekta og komu fram margar áhuga-
verðar tillögur sem eru gott vega-
nesti fyrir áframhaldandi vinnu.
Við þurfum að halda þessu sam-
tali við íbúa áfram og vinna saman
að skipulagi Sementsverksmiðj-
ureitsins. Þá þurfum við að finna
lausn á skipulagi hafnarsvæðisins
sem bæði styður við hafnsækna
starfsemi á Akranesi en varðveit-
ir einnig merkilega útgerðarsögu
bæjarins okkar. Þetta gerum við
best með því tala opinskátt saman
um skipulagsmál á Akranesi.
Guðmundur Þór Valsson
Höf. er formaður skipulags- og
umhverfisnefndar og í 7. sæti á lista
Samfylkingarinnar á Akranesi.
Akranes er fagur bær með óendan-
lega möguleika á sviði menning-
ar og ferðaþjónustu. Gott menn-
ingarlíf er lykill að uppbyggingu
ferðaþjónustu. Það er mikilvægt
að Akranes sé staður sem er eftir-
sóknarverður heim að sækja, að
hingað sé skemmtilegt að koma og
að hér séu áhugaverðir viðburðir
sem laða að sér bæjarbúa og gesti
þeirra. Stuðningur bæjaryfirvalda
við menningu þarf að vera í tak við
tímann um leið og huga ber að fjöl-
breytni, samhengi, tungu, arfi og
sögu. Þannig þarf að hvetja til sam-
vinnu hópa um einstök menningar-
verkefni og skapa aðstæður til list-
iðkunar.
Blómlegt menningarlíf
Á síðasta kjörtímabili var Akranes-
stofu skipt upp í tvær nefndir, ann-
ars vegar stjórn Byggðasafnsins í
Görðum og hins vegar menning-
armálanefnd sem ég veiti forstöðu.
Það hefur verið metnaður okkar í
nefndinni að bæta ímynd bæjar-
ins sem menningarbæjar enda er
hér blómlegt og öflugt menningar-
líf. Við höfum aukið við styrkjapott
vegna menningartengdra viðburða
t.d. með lifandi fimmtudögum sem
verða á Aggapalli í sumar.
Þessa dagana er nefndin að leggja
lokahönd á vinnu við stefnumörk-
un Akraneskaupstaðar í menning-
armálum. Markmið menningar-
stefnu Akraness er að auka þátt-
töku íbúa í menningarstarfi. Akra-
neskaupstaður leggur áherslu á það
hlutverk sitt að skapa skilyrði fyrir
fjölbreytni í sköpun og frumkvæði á
sviði lista og menningarstarfs.
Árlega útnefnir nefndin bæjar-
listamann á 17. júní og á Vökudög-
um hefur skapast hefð fyrir því að
veita einhverjum einstaklingi eða
hópi menningarverðlaun bæjarins
sem viðurkenningu fyrir góð störf á
sviði menningar eða lista fyrir bæj-
arfélagið.
Óendanleg tækifæri
Mér þykir afar vænt um bæinn
minn, ég vil sjá hann vaxa og dafna
og einn þáttur í því er öflugt menn-
ingarlíf. Tækifærin eru óendanleg á
sviði menningar og lista, en það er
okkar að skapa þau. Ég heyri oft að
það sé ekkert um að vera hér í bæn-
um og að bærinn sé algjörlega dauð-
ur. Ég get ekki tekið undir þessar
ásakanir. Við megum svo sannar-
lega vera stolt af því góða menning-
arlífi sem er í bænum okkar, hér er
öflugt tónlistarlíf, listalíf, eitt flott-
asta kvikmyndahús á landinu, skól-
arnir eru öflugir á sviði leik- og tón-
listar ásamt Skagaleikflokknum auk
fjölda áhugaljósmyndara og smærri
listhópa sem glæða bæinn okkar
lífi. Því miður hefur ekki tekist að
skapa hér þá kaffihúsamenningu
sem ríkir í nágrannasveitarfélögum
okkar sem veldur því að fólki finnst
að ekkert sé um að vera hér. Það er
hlutvert okkar íbúanna að breyta
þessari ímynd og halda áfram að
vera dugleg að mæta á þá viðburði
sem í boði eru. Þátttaka bæjarbúa
í menningarlífi veitir lífsfyllingu og
hvetur til jákvæðra samskipta ólíkra
hópa. Akranes á að vera menning-
arbær, lifandi samfélag með fjöl-
breyttu og skemmtilegu mannlífi.
Guðríður Sigurjónsdóttir.
Höf. skipar 8.sæti á lista Samfylk-
ingarinnar á Akranesi.
Nú er stuttri kosn-
ingabaráttu að ljúka.
Það hefur verið
ómetanlegt að fá að hitta fólk og
ræða hvernig við getum gert góð-
an bæ enn betri. Við frambjóð-
endur Samfylkingarinnar á Akra-
nesi tókum þá ákvörðun að reyna
eftir fremsta megni að hitta sem
flesta kjósendur í bænum til að sjá
og heyra hvað brennur á fólki. Við
höfum haldið fjölmarga opna fundi
þar sem stefna okkar hefur verið
mörkuð. Við gengum í öll hús til að
hitta fólk og heyra þeirra viðhorf.
Ég verð að segja að þetta hefur ver-
ið það skemmtilegasta sem ég hef
gert í kosningabaráttunni.
Fjölskyldan í fyrirrúmi
Við höfum m.a. lagt mikla áherslu
á að öll börn hafi jafnan aðgang að
íþróttum og öðrum tómstundum
óháð efnahag, þar sem þær skipta
mjög miklu máli þegar kemur að
forvörnum. Með þetta í huga telj-
um við mikilvægt að hækka upphæð
tómstundaávísana úr 25.000 kr. í
40.000 kr. á næsta kjörtímabili.
Jafnvægi í fjármálum
Á síðustu árum höfum við þurft
að glíma við erfið mál í rekstri
Akraneskaupstaðar. Sveitarfélagið
stendur sterkt og nokkuð gott jafn-
vægi hefur náðst á flestum sviðum
rekstrarins. Við munum þó þurfa
að viðhalda þrýstingi á ríkisvald-
ið til að auka fjármagn til rekst-
urs hjúkrunar- og dvalarheimilis-
ins Höfða og við þurfum að tryggja
áframhaldandi ábyrgan rekstur
Orkuveitu Reykjavíkur.
Ég fullyrði það að rekstur Akra-
neskaupstaðar er nú í góðu jafnvægi
og þurfum við að halda því til fram-
tíðar.
Það skiptir máli
hverjir stjórna
Við tókum þá ákvörðun í upp-
hafi kjörtímabils að forgangsraða
í þágu fjölskyldna á Akranesi. Það
kostaði fjármuni og gerði að verk-
um að gott jafnvægi í rekstrinum
náðist síðar en ella. Á næsta kjör-
tímabili þurfum við þó að gera enn
betur í nokkrum málaflokkum, s.s.
í málefnum fatlaðs fólks. Þar þarf
að meta það sem þegar hefur ver-
ið gert og hvernig við getum lært á
þeirri reynslu og bætt þjónustuna.
Eins þarf að leggja aukna áherslu
á þjónustu við aldraða þar sem sá
hópur fer sístækkandi. Í skipulags-
málum eru talsverðar áskoranir og
tækifæri framundan eins og t.d.
varðandi Sementsreitinn. Vinnum
þau mál áfram saman og tryggjum
sem allra mesta þátttöku íbúanna í
þeirri vinnu og ákvarðanatöku.
Ég hvet alla til að nýta sinn kosn-
ingarétt, það er mikilvægt að kjósa!
Ingibjörg Valdimarsdóttir.
Höf. skipar 1. sæti á lista Samfylk-
ingarinnar á Akranesi.
Um margra ára skeið hafa Faxa-
flóahafnir staðið fyrir markaðssetn-
ingu sem hefur skilað þeim góðum
árangri því á síðasta ári komu fjöl-
mörg skemmtiferðaskip með yfir
90 þúsund farþega til Reykjavíkur-
hafnar. Flest þessara skipa dvelja í
höfn í einn dag á meðan farþegar
þeirra skoða sig um í höfuðborg-
inni og í nágrenni hennar. Hluti af
markaðssetningunni er að kynna þá
afþreyingu sem farþegum stendur
til boða þegar í höfn er komið.
Í gegnum þessa markaðssetn-
ingu þurfa Skagamenn að koma
sér á framfæri. Ekki til þess að fá
skemmtiferðaskipin til Akraness
heldur til þess að vekja athygli á
bænum og nágrenni hans sem væn-
legan og áhugaverðan kost í dags-
ferðum. En ekki er nægilegt að
benda á Akranes sem athyglisverð-
an stað. Hér verður að vera til stað-
ar þjónusta sem gefur ferðamönn-
um kost á að skoða alla þá áhuga-
verðu staði sem Akranes hefur upp
á að bjóða.
Akraneskaupstaður þarf að hvetja
og aðstoða ferðaþjónustufyrir-
tæki til sóknar í þessum málum.
Með sameiginlegu átaki er fylli-
lega raunhæfur kostur að samfé-
lagið hér njóti góðs af komu í það
minnsta hluta þessara tugþúsunda
ferðamanna. Þarna er dauðafæri í
ferðamálum við bæjardyrnar sem
við megum ekki láta framhjá okk-
ur fara.
Rakel Óskarsdóttir.
Höf. skipar 5. sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Pennagrein
Menningarbærinn
Akranes
Pennagrein
Gerum enn betur
Pennagrein
Nýtum markaðsstarf
Faxaflóahafna
Pennagrein
Tölum saman um
skipulagsmál á Akranesi
Pennagrein
Vor í lofti