Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 80
80 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Framsóknarflokkurinn X-B Nafn og aldur: Guðveig Anna Eyglóardóttir, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Gestamóttaka á Hótel Hamri & nemandi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Gift Vigfúsi Friðrikssyni, við eigum þrjú börn. Ásdísi Lind 7 ára, Hilm- ar Karl 4 ára og Hallgrím 1. árs. Búseta: Borgarnes. Núverandi og fyrri störf að sveit- arstjórnarmálum: Sat í Byggingar- nefnd Fljótsdalshrepp 2007-2009. Hef setið í vetur sem áheyrnar- fulltrúi í Fræðslunefnd f.h. stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Borgar- nes. Guðveig segir stefnumálin skýr „Við í Framsóknaflokknum vilj- um að sveitarfélagið sé góður og eftirsóknarverður staður fyrir fyr- irtæki og fjölskyldur. Til að hægt sé að laða að fjölbreyttari atvinnu- starfsemi, auka tekjur sveitarfélags- ins og fjölga íbúum þurfa ákveðnir grunnþættir að vera í lagi. Við vilj- um leggja áherslu á að bæta sam- göngur, fjarskipti og þrýsta á að rafmagns- og vatnsmál verði samkv. nútímaþörfum. Við leggjum metn- að okkar í að bjóða uppá framsækna og vel útbúna leik- og grunnskóla fyrir börnin okkar. Við leggjum auk þess mikla áherslu á að sveitarfé- lagið sé vel hirt og snyrtilegt.“ Hvernig finnst þér til hafa tek- ist hjá núverandi sveitarstjórn? „Ég tel að núverandi sveitastjórn skorti helst tilfinninguna fyrir því hvað íbúum sveitarfélagsins finnst skipta máli. Fjármagn til að bæta ásýnd sveitarfélagsins er takmark- að. Samráð við íbúa og upplýsinga- gjöf er takmörkuð og margir þættir sem snerta fjölskyldur og fyrirtæki í daglegu lífi. Ég hefði viljað sjá öflugri kynningu og markaðssetn- ingu á sveitarfélaginu sem vænleg- um búsetukosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Þau hafa gert margt ágætt en við ætlum að gera betur.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyr- ir þitt sveitarfélag og töframað- ur myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Sveitarfélagið væri skuld- laust, hægt yrði að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og við ættum Sparisjóðinn aftur.“ Um íbúaþróun í Borgarbyggð segir Guðveig: „Við ættum að hafa áhyggjur af því að barnafólki hefur ekki fjölgað mikið í okkar sveitarfé- lagi. Ég lít björtum augum til fram- tíðar. Með fjölbreyttri og öflugri atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Bættum skilyrðum til búsetu fyr- ir unga sem aldna verður þróun- in jákvæð eftir fjögur ár með fram- sókn.“ Hverjar eru stærstu ógnanir þíns sveitarfélags? „Okkar helsta ógn felst í því að nýta ekki þau tæki- færi sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða þegar kemur að uppbygg- ingu á ferðaþjónustu og fjölbreyttu atvinnulífi. Ef við nýtum ekki strax þau tækifæri sem við höfum til að auka tekjur sveitarfélagsins verðum við ekki samkeppnishæf hvað varð- ar grunnþjónstu til íbúa. Það gefu auga leið að uppbygging á fram- sækinni starfsemi og starfsumhverfi í leik- og grunnskólum í sveitarfé- laginu veltur á því að hér sé öflugt atvinnulíf.“ Guðveig segir að hægt sé að auka tækifærin í Borgarbyggð „Mikil tækifæri eru fólgin í því að styrkja búsetuskilyrði fyrir þau fyr- irtæki sem hér starfs og auk þess að gera sveitarfélagið spennandi val- kost fyrir nýsköpun og fjölbreytta atvinnustarfsemi á öllum sviðum. Í því felast tækifæri til bjóða upp á góða þjónustu og fjölga íbúum.“ Guðveig segir Framsóknar- flokkinn stefna á að ná inn þremur mönnum í sveitarstjórn og að erf- itt sé að velja einn stað af svo mörg- um í sveitarfélaginu sem þann fal- legasta. „Ætli mér þyki ekki einna vænst um ganga á Seleyrinni og horfa í átt að Borgarnesi og vest- ur eftir.“ Að lokum segir Guðveig að fram- sóknarmenn vilja byggja upp öfl- ugt , snyrtilegt og gott samfélag þar sem boðið er upp á góða þjónustu fyrir alla íbúana. „Borgarbyggð er demantur sem þarf að hlúa að.“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Samfylkingin í Borgarbyggð, X-S Nafn og aldur: Geirlaug Jóhanns- dóttir, 38 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Verkefnastjóri tilrauna- verkefnis um menntun í Norðvest- urkjördæmi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Gift Stefáni Sveinbjörnssyni og saman eigum við þrjú börn á aldr- inum 6-13 ára. Búseta: Þórunnargata í Borgar- nesi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Tók sæti í sveitarstjórn á síðasta kjörtíma- bili og sat m.a. í byggðaráði og fræðslunefnd ásamt ýmsum vinnu- hópum. „Okkar helstu stefnumál eru að koma á frístundakorti að upphæð kr. 25.000 fyrir hvert barn á grunn- skólaaldri og koma þannig í veg fyrir að tómstundaiðkun barna sé háð fjárhagsaðstæðum. Einnig vilj- um við fegra og snyrta umhverf- ið okkar sem hefur því miður lát- ið svolítið á sjá undanfarin ár. Við viljum vinna að því að auka fram- boð hagkvæms leiguhúsnæðis, efla almenningssamgöngur og setja á stofn íbúaráð á tilteknum svæðum og hverfum í sveitarfélaginu. Síðast en ekki síst viljum við auka upplýs- ingamiðlun til íbúa með stórbættri heimasíðu og íbúavef þar sem fund- argögn verða gerð aðgengileg íbú- um.“ Geirlaug segir að núverandi sveit- arstjórn hafi ekki staðið sig nægi- lega vel, því miður, þótt margt já- kvætt hafi áunnist á kjörtímabilinu. „Sjálfstæðismenn og Vinstri græn- ir skila ekki af sér góðu búi. Skuld- ir hafa aukist, reksturinn fór 143 milljónum fram úr áætlun á síðasta ári, framkvæmdir fóru 63% fram úr áætlun og handbært fé hefur lækk- að um 68%. Samstarf við íbúa og starfsfólk þarf að vera meira svo ekki skapist óþarfa óánægja sem hægt er að koma í veg fyrir með samtali og samvinnu.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Að kostnaðarsamar samgöngubætur verði að veruleika eins og Sunda- braut og heilsársvegur yfir Kalda- dal. Að Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra myndi skapa frið um Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og ráða þangað dugmik- inn rektor sem hefur trú á starfsem- inni og byggir hana upp til framtíð- ar, Hvanneyrarstað og háskólanámi í landinu til heilla. Að allir íbúar á öllum aldri vakni hamingjusamir og heilsuhraustir á hverjum degi og gangi hamingjusamir til hvíldar að kvöldi dags.“ Hún segir fjölgað hafa í sveitarfé- laginu en betur megi gera. „Á kjör- tímabilinu hefur íbúum fjölgað um 1,4% eða tæplega 48 manns. Fjölg- unin mætti gjarnan vera meiri, hér er nægt framboð af húsnæði og lóðum, ótal sóknarfæri og lítið at- vinnuleysi á svæðinu.“ „Stærstu ógnanirnar sveit- arfélagsins snúa að núverandi menntamálaráðherra og óþrjótandi áhuga hans á að sameina Landbún- aðarháskóla Íslands og Háskóla Ís- lands. Hætt er við að sú sameining muni hafa neikvæð áhrif á mannlíf- ið á Hvanneyri og framtíð háskóla- starfs þar en starfsemin í tengslum við háskólana í héraðinu skiptir samfélagið okkar gríðarlega miklu máli. Tækifærin felast hins vegar m.a. í aukinni ferðaþjónustu enda sveitarfélagið auðugt af náttúru- perlum. Frístundabyggð og lax- og silungaveiði felur í sér mikil tæki- færi tengd afþreyingu fyrir ferða- menn. Borgarfjörðurinn er rótgró- ið menntahérað og mikilvægt er að byggja brýr á milli skólanna og samfélagsins og leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem býr í há- skólunum. Borgarbyggð hefur alla burði til að verða fjölskylduvænn búsetukostur fyrir fólk sem vill búa úti á landi og vera í næsta nágrenni við höfuðborgina.“ Um möguleika listans í kosn- ingunum segir Geirlaug. „Síðast náðum við tveimur fulltrúum inn í sveitarstjórn og höfum starfað í minnihluta með fulltrúum fram- sóknar síðastliðið kjörtímabil. Við vonumst eftir enn meira fylgi núna því þannig getum við náð fram breytingum í Borgarbyggð.“ Hún segir Borgarbyggð búa yfir ótal fjölbreyttum náttúruperlum og því sé erfitt að velja einn fegursta stað. „Paradísarlaut er í mestu upp- áhaldi hjá mér en Eldborg, Hítar- dalur og Hraunfossar eru t.d. einn- ig miklar náttúruperlur.“ Sem lokaorð segir Geirlaug. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óslitið í meirihluta í Borgarbyggð síðan 1996 eða í 18 ár. Það er lang- ur tími og því löngu orðið tíma- bært að breyta um áherslur í sveit- arstjórn Borgarbyggðar. Til þess að svo megi verða þá þurfa allir að nýta kosningarétt sinn. 600 kosn- ingabærra manna sátu heima við síðustu sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð. Nú skora ég á alla að nýta kosningaréttinn sinn og láta hjartað ráða för.“ Bára Einarsdóttir Aðspurð um mikilvægustu úrlausn- arefnin næstu fjögur árin fyrir sveit- arfélagið taldi Bára að það væri ekki endilega einstök málefni heldur væri kominn tími til að breyta áherslum. „Ég vildi að það væri horft meira upp í sveitirnar í stað þess að ein- blína bara á Borgarnes.“ Um þá framboðslista sem bjóða fram í Borgarbyggð segir Bára að sér litist misjafnlega vel á frambjóð- endur. „Líst vel á suma en aðra ekki, en kannski svona ágætlega þegar á heildina er litið.“ Þegar Bára var spurð hvort hún gæti spáð fyrir um úrslit kosning- anna, sagðist hún telja að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi sigra í kosn- ingunum. „Mér heyrist á fólki að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærst- ur núna.“ Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir Þegar Lovísa var spurð hver væru mikilvægustu úrlausnarefni næstu fjögur árin í Borgarbyggð, taldi hún að at- vinnumál væri þau mál sem helst þyrfti að einblína á. „Það þarf að koma meiri vinna fyrir fólkið.“ Aðspurð um frambjóðendur þeirra lista sem bjóða fram í sveitarfélaginu sagði Lovísa að henni litist vel á þá sem hún hefði séð að svo stöddu. Lovísa segist ekki treysta sér til að spá fyrir um niðurstöðu kosn- inganna. „Nei, ég get ekki sagt hverjir munu sigra þetta. Sjálf á ég ennþá eftir að ákveða hverja ég muni styðja.“ Árni Jónsson Að mati Árna eru atvinnu- og húsnæðis- mál þau mál sem helst þurfa úrlausnar við á komandi kjör- tímabili. „Það þarf að auka fjölbreytni í at- vinnumálum og finna lausnir á húsnæðismálunum, meðal ann- ars með því að fjölga íbúðum sem eru á leigumarkaði.“ Aðspurður um framboðslistana í Borgarbyggð seg- ir Árni að honum líst ágætlega á þá frambjóðendur sem í boði eru. Árni sagðist ekki geta spáð fyrir um úr- slit kosninganna. „Nei, ég held að ég geti ekki sagt hverjir sigra í kosn- ingunum en vona að Samfylking- unni gangi vel.“ Sigurbjörg Halldórsdóttir S i g u r b j ö r g nefndi nokkur atriði sem hún taldi að sveit- arstjórn næsta k j ö r t í m a b i l s ætti að einbeita sér að. „Það þarf að byggja íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, laga gangstéttar í Borgarnesi sem mér finnst vera al- veg til skammar og svo auðvitað að fjölga störfum.“ Aðspurð um ágæti framboðs- listanna i Borgarbyggð sagði Sig- urbjörg að hún væri ekki nægjan- lega vel upplýst um þá til að dæma. „Ég hef ekki kynnt mér þá ennþá. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að ég myndi frekar vilja kjósa fólk í stað lista.“ Sigurbjörg taldi sig ekki getað spáð fyrir um úrslit kosning- anna, en sjálf vill hún fá Samfylk- inguna í stjórn. jsb Samfylkingin í Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn í Borgarbyggð Hvað segja kjósendur í Borgarbyggð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.