Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 97

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 97
97ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nú berast þær fréttir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra hafi lagt það til að und- irbúa skuli gerð Sundabrautar til Reykjavíkur. Þetta er framkvæmd sem yrði mikil samgöngubót fyrir Skagamenn og aðra þá er búa norð- anmegin við Hvalfjörð. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar komi að þeirri framkvæmd. Mín skoðun er sú að ríkið ætti að sjá um hana þar sem Sundabraut yrði hluti að vegakerfi landsmanna. Ef hugmyndin um gjaldtöku á þessari leið yrði raunin þá verðum við Skagamenn að mótmæla því há- stöfum, því það yrði gríðarleg mis- munun á milli landshluta ef af yrði. Ekki er rukkað veggjald um Hellis- heiði eða Reykjanesbraut sem eru aðrar leiðir utan af landi til höfuð- borgarsvæðisins. Sjálfsagt yrði bent á þann möguleika að fara áfram sömu leið og nú og sleppa þannig við gjaldtöku. Við Skagamenn eigum að mót- mæla harðlega allri gjaldtöku á leið okkar til höfuðborgarsvæðins. Þeg- ar gjaldtöku verður hætt um Hval- fjarðargöng þá er það góð búbót fyrir okkur. Samfylkingin á Akra- nesi mun mótmæla þessari gjald- töku ef af yrði. Guðjón Viðar Guðjónsson. Höf. skipar 9. sæti lista Samfylk- ingarinnar á Akranesi. Í mínum huga snúast störf bæjar- fulltrúa um tvennt. Annars vegar að sjá svo um að sveitarfélagið sé svo vel rekið að afgangur af rekstri geti til lengri tíma litið staðið und- ir kröfum og væntingum bæjarbúa um bætt samfélag. Það eina sem bæjarfélag hefur til skiptanna eru tekjur þess. Nú er það svo að lög- gjafinn hefur fyrirfram skuldbund- ið okkar ágætu bæjarfulltrúa til þess að leggja stærstum hluta tekna sinna til ákveðinna verka. Því er svo nauðsynlegt að því litla sem eftir stendur sé varið á hagkvæman hátt. Að öðrum kosti öðlast holur í göt- um eilíft líf. Líka ryðbrunnar þak- rennur. Falleinkunn Þrátt fyrir þung áföll í kjölfar efna- hagshrunsins m.a. vegna mikillar framkvæmda var rekstur Akranes- kaupstaðar í þokkalegu lagi á síð- asta kjörtímabili. Það sýndi afkoma áranna 2009 og 2010 í kjölfar erf- iðra sparnaðaraðgerða. Þær að- gerðir bitnuðu auðvitað á mörgum en síst á þjónustu bæjarfélagsins. Því urðu það mikil vonbrigði að fylgjast með lausatökum núverandi meirihluta á rekstrinum. Á skömm- um tíma versnaði afkoma bæjar- ins og svo kom að við fengum gult spjald frá stjórnvöldum vegna tap- reksturs. Það er falleinkunn við þær aðstæður sem Akranesbær býr við. Meirihlutinn fellur aftur Hins vegar er annað megin hlut- verk kjörinna fulltrúa okkar ekki lögbundið. Nefnilega að gæta okkar hagsmuna að öðru leyti. Þar kemur ýmislegt til. Vera vakandi yfir ýms- um tækifærum sem bjóðast eins og í uppbyggingu atvinnulífs í landinu. Í gegnum tíðina hafa kjörnir full- trúar okkar ekki síst þurft að gæta hagsmuna okkar gagnvart stjórn- málamönnum, oft í sama flokki, sem fara með ríkisfjármálin. Oft er okkar fólk þar í erfiðri stöðu eink- um þegar við er að etja fólk úr öðr- um byggðarlögum sem ekki hefur skilning á þörfum okkar. Því urðu það ólýsanleg vonbrigði þegar fulltrúar Samfylkingarinn- ar og Vinstri-Grænna í bæjarstjórn Akraness létu einn úr sínum röðum komast upp með það að skera svo niður fjárveitingar til Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands að úr varð djúpt sár í þjónustu á Akranesi, sem langan tíma mun taka að græða. Ef það tekst þá nokkurn tíma. Þar féll meirihlutinn á prófinu. Veljum rétt Til þess að mæta kröfum og vænt- ingum bæjarbúa þarf hver bæjar- stjórn því að vera skipuð fólki með sem víðtækasta reynslu. Hafa sem ólíkastan bakgrunn og störfin þurfa að vera ólík. Bæjarfulltrúar mega ekki og eiga ekki að vera allir af sömu gerð og uppruna. Þeir þurfa að hafa framtíðarsýn og hafa kjark til þess að segja hvar skórinn krepp- ir og að ávallt sé hægt að gera betur. Umfram allt þurfa þeir að hafa sýnt hæfileika til þess að geta barist fyrir hagsmunum sínum og sinna. Það er góðs viti. Þessa hluti þurfa kjósend- ur að hafa í huga þegar í kjörklef- ann kemur á laugardaginn. Með þetta að leiðarljósi er það mér mikið ánægjuefni geta kosið Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Ólafs Adolfssonar. Halldór Jónsson Ágætu lesendur! Fyrir skömmu skrifaði ég í Skessuhorn um málefni eldra fólks eða þeirra sem komn- ir eru út af vinnumarkaðnum. Þar bað ég um áherslur frambjóðenda í fyrrnefndum málaflokki. Djúpt virðis vera á svörum, en ekki er öll nótt úti enn því nokkrir dagar eru enn til kjördags. Ég er ekki að biðja um loforð, heldur forgangsröðun, kúluspilahallir eða bætt kjör fjár- hagslega. Þurfum við að stressa okkur yfir úrslitum kosninganna? Á öllum listum er hið frambærilegasta fólk, ungt fólk sem hefur það markmið að gera Akranes að aðlaðandi bæ til framtíðar. Nú er tækifærið þegar viðhald gatna er í gangi að endurskoða of- beldið í umferðinni, þá á ég við hraðahindranir, burt með þær og auglýsa Akranes sem hindrunar- lausan bæ í orðsins fyllstu merk- ingu. Ekki misskilja mig því auðvi- tað er réttlætanlegt þar sem við á að hafa hraðahindrun og gangbrautar- ljós við stofnanir skóla og o.s.fv. En gæta verður hófs í öllu. Engin hindrun að flytja á Akra- nes. Góðir skólar, sjúkrahús eitt það besta á landinu, dvalarheimili aldraðra mörgum sveitarfélögum til fyrirmyndar, íþróttaaðstaða ein sú besta ef ekki besta á þessu landi. Er hægt að fara fram á meira? Jú. Endurskoða þarf álögur á elli- lífeyrisþega. Það eru einhver sveit- arfélög að skoða þann þátt, og því skildi það ekki verða gert í okkar sveitarfélagi? Verum því bjartsýn á framtíðina því keppst er að því hjá frambjóð- endum að hvergi verði betra að eiga heima en á Akranesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson skóla- bróðir minn á Laugarvatni söng sig inn í sólskins veröld bjarta og því set ég inn þennan lynk því tón- list hressir og þegar textinn er upp- byggilegur og við trúum á ver- öld bjarta, framtíð og fegurð fyrir Akranes. ht tps : / /www.youtube .com/ watch?v=cevOx6kHHhE&feat- ure=related Með vinsemd og kveðju til frambjóðenda. Ingibjartur G. Þórjónsson, Akranesi Fyrir tæpum sjö árum eignaðist ég gullmola. Við hjón- in eignuðumst okkar þriðja dreng og hann var yndislegur. Fljótlega fundum við þó að það var eitthvað að, hans líf og þroski yrði á annan hátt en við höfðum vonað. Við tók tímabil vonbrigða, sorg- ar og ótta. Dagar urðu að vikum, vikur að mánuðum og mánuðir að árum, en aldrei kom skýring á fötl- uninni. Þetta er bara svona, enginn sjúkdómur, ekkert heilkenni, ekkert slys. Að mörgu leyti er ég feginn að fá ekki vita hvað veldur, því margt af því sem var útilokað sem orsaka- valdar voru hræðilegir sjúkdómar, kvalafullir, banvænir og ömurlegir. Að læra um lífið Á þessum sjö árum hef ég lært meira um lífið en allan tímann þar á undan. Það er nefnilega margt sem maður rekur sig á við umönn- um fatlaðs einstaklings, bæði pers- ónulega og í kerfinu. Kerfið er stíft, þunglamalegt og nískt. Nískan felst oft í að spara hluti sem ættu að vera sjálfsagðir og slík níska veldur seinna útgjöldum annarsstaðar. Ég skil fólk með fötlun og að- standendur þeirra sem finnst það fara á hnefanum gegnum lífið, fólk sem tekur hvern slaginn á fætur öðrum, mætir hurðum og veggjum sem það þarf að berja sig í gegnum til að fá lausn á málum. Ég hef sjálf- ur gert þetta og geri enn. Góða þjónustu má bæta Ég get ekki kvartað undan þjónustu Akraneskaupstaðar við minn dreng. Sú þjónusta sem við höfum fengið í leikskólanum Garðaseli og nú í Grundaskóla er góð. Hlustað er á okkur foreldrana og reynt að mæta okkur þar sem við viljum vera. Þannig á þetta líka að vera. Ég veit hins vegar að ekki eru allir sáttir og þjónustu við marga má bæta mikið. Það vantar fagfólk á ýmsum sviðum og biðlistar eru til staðar. Fátt er mikilvægara í góðri þjónustu sveit- arfélagsins en þessi málaflokkur og því ber okkur skylda til að leggja okkur fram við að sinna honum af reisn. Á Akranesi er skólastarf sem eftir er tekið, við eigum einhverja bestu leik- og grunnskóla lands- ins. Þangað eigum við að stefna með þjónustu við fólk með fötlun. Hvernig við stöndum okkur á þessu sviði er ágætur vitnisburður um það samfélag sem við búum í. Kristinn Hallur Sveinsson. Höf. skipar 4. sæti á lista Samfylk- ingarinnar á Akranesi. Í Borgarbyggð þar sem ég hef nú búið, menntað mig og starfað síð- astliðin 9 ár, er nú komið að því að velja sér fulltrúa til að fara með lýð- ræðislegt umboð til næstu fjögurra ára. Ég býð mig fram en ekki að- eins til þess að vera fulltrúi þeirra sem þar búa, heldur jafnvel frekar til þess að vinna með íbúunum. Við í Samfylkingunni viljum að sveitarfélagið birtist íbúum sem samfélag þeirra sjálfra, stofnan- ir þess og embættismenn sýni alúð og natni í störfum sínum og sýni að virðing sé borin fyrir öllum ein- staklingum. Viðleitni sveitarfélags- ins á að vera til að hlúa að því að einstaklingurinn verði sjálfstæður og skapandi, ábyrgur þátttakandi í samfélagi og verði fær um að njóta og neyta lýðræðislegs réttar til að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt. Það er sérstakt verkefni sveit- arfélagsins að hlúa að fólki, hjálpa til við að rjúfa einangrun og leysa úr læðingi ónýtta krafta í þágu alls samfélagsins. Fjöldi félaga í Borgar- firði vinnur að markmiðum í sam- félagsþágu. Þess vegna leggjum við til að sveitarfélagið auðveldi sam- gang og samstarf alls konar félaga, samtaka og stofnana í Borgarfirði sem og samskipti kynslóðanna. Samfylkingin vill að sveitarfé- lagið hafi frumkvæði að slíku sam- starfi – byggi brýr, starfræki torg til samskipta. Því þarf að huga að auðveldari samgöngum, styrkingu samfélaga og jákvæðari tengingum þeirra. Stjórnskipun á að byggja á gegnsæi og lýðræðislegum stjórnarháttum. Því leggur Samfylkingin til að all- ar fundargerðir verði gerðar að- gengilegar á netinu, íbúum verði gert kleift að leggja fram tillögur og fylgja þeim eftir, annars vegar á netinu og hins vegar á íbúaþingum sem fái formlega stöðu – og áhrifa- vald á ákvarðanir. Samfylkingin vill auðvelda sam- starf framleiðenda og neytenda, treysta lýðræði og efla hag einstak- linganna og auðvelda samvinnu þeirra. Við viljum auka velferð, treysta virðingu manns á manni og stofnunum í eigu samfélagsins. Við viljum byggja upp velferðar- og menningarsamfélag allra íbúa sveit- arfélagsins. Magnús Smári Snorrason Höf. skipar 2. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Borgarbyggð. Við erum hópur- inn sem er sprottinn fram snemma á þessu ári, skipaður kröft- ugum og metnaðargjörnum ein- staklingum sem eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á að gera bænum okkar vel. Við skipulögð- um okkur og skipuðum okkur í sveit til að nýta sem best styrkleika okk- ar, tryggja fjölbreytileika og búa til sterka liðsheild sem næði athygli þinni og áhuga. Við erum hópurinn sem bauð þér til þátttöku í málefnastarfi okkar í mars og apríl og kallaði eftir sjón- armiðum þínum á því hvar kröftum okkar væri best varið næstu fjögur árin. Þessar áherslur höfum við síð- an meitlað inn í stefnuskrá sem þú hefur nú fengið í hendur og lýsir vel þeim áherslum sem við viljum hafa að leiðarljósi í vinnu okkar. Við höfum háð málefnalega kosn- ingabaráttu með það að leiðarljósi að við bjóðum okkur fram til þjónustu við þig og aðra bæjarbúa. Við höf- um vonandi hitt á þig í vinnustaða- heimsóknum okkar, á kosninga- skriftstofunni á Skólabrautinni, nú eða bara á förnum vegi til að fræða þig um hvað við höfum fram að færa og hlusta á þín sjónarmið. Við erum hópurinn sem hefur þá eindregnu skoðun að bæjarfélag- ið okkar eigi að einbeita sér að lög- bundnum verkefnum sínum og gera það vel með hagsýni og ráðdeild að leiðarljósi. Nú styttist í að þú bæjarbúi góð- ur veljir þér fulltrúa til starfa fyr- ir þig næstu fjögur árin og það er ekki amalegt að hafa allt þetta góða mannval úr öllum flokkum til að velja úr. Við vonumst til þess að vera hóp- urinn sem þú treystir best til að gera vel fyrir Akranes á næstu fjórum árum. Við erum Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi og við viljum gera betur. Ólafur Adolfsson. Höf. skipar 1. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi. Pennagrein Gjaldfrí Sundabraut Pennagrein Á vængjum vonarinnar berst hin ærandi þögn Pennagrein Viltu fá okkur til starfa? Pennagrein Veldur hver á heldur Pennagrein Jafnaðarmennska í stjórn sveitarfélaga Pennagrein Gullmolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.