Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 103
103ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Víkingur Ólafsvík vann mikinn
baráttusigur á ÍA þegar liðin mætt-
ust á Akranesvelli sl. föstudags-
kvöld. Skagamenn skoruðu sitt-
hvort markið í kringum hálfleikinn
og voru 2:0 yfir nokkuð fram yfir
miðjan seinni hálfleik að Víkingum
tókst að skora. Sigurvilji þeirra kom
vel í ljós á lokamínútunum þegar
þeir bættu tveimur mörkum við og
náðu að knýja fram 3:2 sigur.
Útsynningurinn gerði liðunum
erfitt fyrir að spila knattspyrnu á
Akranesvellinum á föstudagskvöld-
ið. Gestirnir höfðu þó öllu betri
tök í fyrri hálfleiknum en lítið var
að gerast upp við mörkin. Það voru
hinsvegar Skagamenn sem skor-
uðu rétt fyrir leikhlé. Bretinn Dar-
ren Lough tók þá aukaspyrnu af 45
metra færi og boltinn sigldi neðst í
fjarhornið án þess að Arnar Darri í
marki Víkings fengi rönd við reist.
Seinni hálfleikurinn var rétt byrj-
aður eða aðeins liðnar 22 sekúnd-
ur af honum þegar boltinn var aftur
lentur í hægra horni niðri í marki
Víkings. Skagamenn blésu strax til
sóknar. Andri Adolphsson átti góða
sendingu inn á Jón Vilhelm Ákason
sem skoraði með góðu skoti af 20
metra færi. Staðan þar með orðin
2:0 fyrir ÍA.
Víkingar sóttu meira fram eft-
ir seinni hálfleiknum og fengu
nokkur hættuleg færi. Skagamenn
fengu líka sín færi og til að mynda
komst Andri inn fyrir í dauðafæri
en skaut framhjá. Það gerðist rétt
áður en Víkingum tókst að skora á
72. mínútu leiksins. Mossí sneri sér
þá á vítateigshorninu vinstra meg-
in með boltann og sendi hann efst
í nærhornið án þess að Árni Snær í
Skagamarkinu hefði nokkra mögu-
leika að verja. Næstu mínútur var
hreinlega eins og Skagamenn ætl-
uðu að hanga á þessum eins marks
mun og verjast en síðan kom kafli
þar sem þeir blésu til sókna. Þá fékk
Garðar Gunnlaugsson gullið tæki-
færi til að gera út um leikinn. Það
gerðist á 86. mínútu en skot Garð-
ars af markteig fór yfir markið.
Á síðustu mínútu venjulegs leik-
tíma gerðist það svo að í fyrirgjöf
Víkinga fyrir markið lenti boltinn
í hendi markaskorarans Darrens
Lough í ÍA liðinu. Vítaspyrna var
dæmd og úr henni jafnaði Eyþór
Helgi Birgisson metin fyrir Vík-
inga. Við þetta fengu Ólafsvík-
ingar virkilegt blóð á tennurn-
ar. Þungar sóknir þeirra í viðbót-
artímanum báru árangur þegar í
blálokin varamaðurinn Fannar
Hilmarsson skoraði sigurmark-
ið upp úr hornspyrnu af stuttu
færi. Víkingar og stuðningsmenn
þeirra fögnuðu æðislega að leik
loknum og Ólafsvíkingar eru þar
með komnir í toppbaráttuna í 1.
deildinni.
Næst leikur ÍA við topp-
lið Þróttar í Laugardalnum nk.
sunnudag, en fimmtudaginn 5.
júní fara Víkingar til Grindavík-
ur.
þá
Fyrsta mótið í Eimskipsmóta-
röðinni í golfi fór fram á Hólms-
velli í Leiru um helgina. Ragn-
ar Már Garðarsson úr Golfklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar sigraði í
karlaflokki á Nettómótinu eins og
þetta fyrsta mót heitir í mótaröð-
inni. Ragnar Már lék hringina þrjá
á 220 höggum eða á fjórum högg-
um yfir pari. Jafnir í öðru til þriðja
urðu þeir Bjarki Pétursson úr Golf-
klúbbi Borgarness og Andri Þór
Björnsson úr Golfklúbbi Reykja-
víkur á 222 höggum. Bjarki hafði
forustu á mótinu eftir keppni á
laugardag, átti þá best skor dagsins
á fimm höggum yfir pari og hafði
eins höggs forystu á Ragnar Má og
Andra Þór. Segja má að Bjarki byrji
því keppnistímabilið vel og árang-
urinn á fyrsta mótinu lofi góðu fyr-
ir sumarið. Í kvennaflokknum sigr-
aði Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá
Björgvinsdóttir varð í öðru sæti og
Karen Guðnadóttir í þriðja.
þá
„Því miður þarf að aflýsa Bónus-
móti Skallagríms í knattspyrnu
sem halda átti dagana 31. maí og 1.
júní fyrir yngstu iðkendurna vegna
dræmrar þátttöku,“ segir í tilkynn-
ingu frá Skallagrími. Útskýrt er
að framboð af mótum fyrir þessa
flokka hefur aukist mjög á undan-
förnum misserum og með tilkomu
knattspyrnuhalla hefur verið unnt
að bjóða upp á knattspyrnumót
innanhúss með sama fyrirkomulagi
yfir veturinn. „Ekki hefur verið tek-
in ákvörðun um hvort og/eða hve-
nær haldið verður knattspyrnumót
á Skallagrímsvelli fyrir yngri flokk-
ana,“ segja Skallagrímsmenn.
mm
Skagastúlkur gengu mjög svekkt-
ar af velli í Kaplakrika í Hafnar-
firði þriðjudagskvöldið í síðustu
viku eftir 0:2 tap á móti FH í Pepsí-
deildinni. Skagaliðið var síst lakara
í leiknum og var óheppið að skora
ekki, en liðið fékk færi til þess bæði
í fyrri og síðari hálfleik. Það sama
gerðist í leiknum og í fyrstu um-
ferðinni á móti Fylki. ÍA var ný-
búið að fá dauðafæri þar sem mark-
vörður FH varði vel frá Guðrúnu
Karitas, að strax í næstu sókn náði
FH liðið að skora. Það gerðist á
marka mínútunni þeirri 43. rétt fyr-
ir leikhlé.
Síðari hálfleikur hófst með mik-
illi baráttu eins og sá fyrri. Ekki var
mikið um færi þangað til Eyrún
Eiðsdóttir fékk dauðafæri um miðj-
an seinni hálfleik, en skaut yfir úr
góðu færi. Eftir þetta dró af Skaga-
stúlkum og FH var betri aðilinn
það sem eftir lifði leiks og á síð-
ustu mínútu innsiglaði FH sigurinn
með skallamarki úr teignum. Næsti
leikur ÍA í Pepsídeildinni verð-
ur á Akranesvelli gegn Val í kvöld,
þriðjudagskvöldið 27. maí. Nú hafa
þrír leikmenn frá Bandaríkjunum
bæst í leikmannahóp ÍA og standa
vonir til að liðið hafi styrkst með
tilkomu þeirra.
þá
Vesturlandsmót í boccía, 60 ára og
eldri, fór fram í íþróttamiðstöðinni
í Stykkishólmi sl. laugardag. Til
mótsins mættu tuttugu lið frá sex
félögum. Mótið gekk vel fyrir sig
og var heimamönnum í Aftanskini,
félagi eldri borgara, til mikillar fyr-
irmyndar. Skipulag, undirbúning-
ur, framkvæmd og mótsstjórn, var
í höndum þeirra Ingimundar Ingi-
mundarsonar og Flemming Jessen.
Keppt var í fjórum riðlum og fimm
lið í riðli, en síðan kepptu sigurveg-
arar í riðlunum um sæmdarheitið
Vesturlandsmeistari 2014. Keppn-
in var mjög spennandi en að lokum
stóð Akranes 1 skipað þeim Þór-
halli Björnssyni, Ingu Helgadótt-
ur og Gunnari Guðjónssyni uppi
sem sigurvegarar. Í öðru sæti var
Snæfellsbær 2 skipað Jensínu Guð-
mundsdóttur, Guðrúnu Tryggva-
dóttur og Emanúel Ragnarssyni.
Þriðju urðu svo Borgarnes 2 með
þá kappa innanborðs: Þórhall Teits-
son, Árna Jónsson, Meinhard Berg
og Jóhannes Gestsson. Næsta Vest-
urlandsmót fer fram að ári og verð-
ur það á Hvammstanga.
fj
Bjarki Pétursson byrjar vel í Eimskips-
mótaröðinni.
Bjarki á verðlaunapalli
í Leirunni
Skagakonur svekktar
eftir tap gegn FH
Liðin sem enduðu í verðlaunasætum á mótinu.
Vesturlandsmót í boccia í Stykkishólmi
Keppa ekki við pollamót í
knattspyrnuhöllunum
Baráttusigur Víkinga á Skaganum
Fyrsta mark leiksins. Boltinn í marki Víkings eftir aukaspyrnu Darren Lough.Víkingar fagna stuðningsmönnum sínum í sigurvímu eftir leikinn.