Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Atvinnuleysi
var 5,9% í apríl
LANDIÐ: Samkvæmt
Vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands voru
í apríl 2014 að jafnaði
182.000 manns á vinnu-
markaði hér á landi. Af
þeim voru 171.300 starf-
andi og 10.800 án vinnu og/
eða í atvinnuleit. Atvinnu-
þátttaka mældist 79,2%,
hlutfall starfandi 74,6% og
atvinnuleysi var 5,9%.
–mm
Brotist inn í
sumarbústað
DALIR: Í síðustu viku
uppgötvaðist innbrot og
þjófnaður í sumarhús í
Dölum. Hafði svalahurð
verið spennt upp og ein-
hverjir farið inn í sum-
arhúsið og stolið það-
an rafmagnsverkfærum og
hljómflutningstækjum. Er
málið í rannsókn hjá lög-
reglunni í Borgarfirði og
Dölum. Í vikunni voru sex
ökumenn stöðvaðir fyrir þá
sök að aka greitt. Sá sem ók
hraðast var á 131 km hraða
á þjóðveginum þar sem há-
markshraði er 90 km. Þar
var á ferð erlendur ferða-
maður sem greiddi sekt
sína á vettvangi alls 52.500
krónur.
–þá
Kynningar-
myndbönd um
nám og störf
LANDIÐ: Þessa dag-
ana standa nemendur í
10. bekk grunnskólanna
frammi fyrir því að velja
sér nám næsta vetur. Margt
er í boði og því mikilvægt
fyrir nemendur ásamt for-
eldrum að kynna sér náms-
framboð vel. Mennta- og
menningarmálaráðuneyt-
ið ásamt Samiðn hafa lát-
ið útbúa fjögur stutt mynd-
bönd um þau tækifæri sem
felast í störfum í bygging-
ar- og málmiðnaði. Mark-
miðið er að myndbönd-
in gefi góða innsýn í þessi
störf og kveiki áhuga hjá
ungu fólki sem er að velja
sér framtíðarstarf. Eins er
markmiðið að vekja athygli
nemenda og foreldra þeirra
á hagnýtu og skemmtilegu
námi sem opnar leiðir inn
í fjölbreytt framhaldsnám
og starfsvettvang þar sem
eftirspurn er eftir fólki og
framtíðarhorfur góðar.
Myndböndin eiga að nýt-
ast nemendum, foreldrum,
náms- og starfsráðgjöf-
um og öðrum fræðsluað-
ilum. Hvert myndband er
90 sekúnda langt en mælt
er með því að horfa á þau
öll til að fá heildarmynd-
ina. Kynningarmyndbönd-
in má finna á heimiliog-
skoli.is þar sem vísað er á
Youtube síður.
–mm
Viðauki við fjár-
hagsáætlun
DALIR: Samþykktur var
viðauki við fjárhagsáætlun á
fundi sveitarstjórnar Dala-
byggðar í síðustu viku. Þar
er gert er ráð fyrir að tekjur
verði um 14 milljónum króna
hærri en áður var áætlað. Er
það í samræmi við nýja áætl-
un Jöfnunarsjóðs og áætluð
framlög til dreifnámsdeildar.
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
gjöld sveitarfélagsins hækki
um 7,8 millj. kr. m.a. vegna
dreifnámsdeildar. Þá er áætl-
að að framlag til sjálfboða-
vinnuverkefna hækki um
hálfa milljón króna, sem og
að fjárfestingarliður hækki
um 8,5 milljónir og lántaka
verði 25 milljónir króna í
stað 35 milljóna í upphaf-
legri áætlun. Gert er ráð
fyrir að rekstrarniðurstaða
sveitarsjóðs í árslok verði já-
kvæð um 6,6 milljónir í stað
1,3 milljónar í upphaflegri
áætlun.
–þá
Fá símaklefann
DALIR: Á fundi sveitar-
stjórnar Dalabyggðar í lið-
inni viku var tilgreindur
tölvupóstur Símans vegna
símaklefa í Búðardal. Þar er
staðfest er að Síminn hafi
ákveðið að verða við beiðni
sveitarstjórnar Dalabyggðar
um að fá símaklefann í Búð-
ardal til eignar ásamt sím-
tækinu sem í klefanum er.
Ekki er tilgreint í fundar-
gerð hvaða hlutverk síma-
klefinn fái eða til hvers hann
verði nýttur, en Skessuhorn
hefur fregnað að athafna-
samur íbúi í sveitarfélaginu
hafi ákveðnar hugmynd-
ir um nýtingu klefans. Sím-
inn er nú að afleggja síma-
klefa víða um land, en fæst-
ir þeirra hafa fengið frið fyr-
ir skemmdarvörgum um tíð-
ina.
–þá
Hvetjum alla til að nýta kosningarétt sinn – og kíkja síðan
í kaffihlaðborð til okkar á kjördag á milli kl. 14 og 18 í kosninga-
miðstöðinni okkar að Brúartorgi 4
Einnig hvetjum við kjósendur til þess að hafa samband ef
einhverjar spurningar eru í eftirtalin símanúmer:
Bjarki 660-8245 - Jónína 662-0827 - Hulda Hrönn 692-1461
Lilja Björg 865-1581 - Sigurður 660-3437
Takk fyrir góð samskipti í aðdraganda kosninga!
Við vonumst eftir góðu og árangursríku samstarfi allra
íbúa og fyrirtækja í Borgarbyggð að loknum kosningum
Frambjóðendur D-listans í Borgarbyggð
Áfram XD – Áfram Borgarbyggð
Vinnum saman – stöndum saman
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4