Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 95

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 95
95ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Í gærmorgun kom fyrsta skemmti- ferðaskip sumarsins til Grund- arfjarðar. Það viðraði ekki vel á fyrstu gestina sem stigu í land úr skemmtiferðaskipinu Fram. Sunn- an rok og rigning var auk þess sem vindhviður voru allnokkr- ar. Það var því gott að eiga góð- an pollagalla eins og þeir farþeg- ar sem vöppuðu um bæinn fengu að kynnast. tfk Ólafur Adolfsson skrifaði grein í blaðið sem hann kallaði “Gerum betur”. Þar talar hann um vaska sveit sjálfstæðismanna sem ætla að gera betur í stjórn bæjarins. Hann nefnir ekki sérstaklega hvað hann ætlar að gera betur, en talar um að það hafi blundað lengi í sér að fara í framboð og nú hafi „dýrið vakn- að“. Dýrið Hvaða dýr er það sem er vaknað? Er það sorphirðudýrið, sem vill lækka gjöld vegna sorphirðu um nokkra þúsundkalla? Eða er það skipulagsdýrið sem vill koma í veg fyrir byggingu veiðikofa á Akurs- hóli? (Þetta er innihaldið í grein- um félaga hans á lista sjálfstæðis- manna). Nei, það er líklegt að hér sé eitthvað meira á ferðinni. Hann gæti t.d. selt hlut Akraness í Orku- veitunni. Þá kæmi peningur inn í reksturinn, rétt á meðan hann væri við stjórnartaumana, einhver vel valinn sjálfstæðismaður myndi lík- lega fá hlutinn. Akranesbær yrði af framtíðar hagnaði af Orkuveitunni. Þetta hafa sjálfstæðismenn gert víða þar sem þeir hafa komið ná- lægt sveitarstjórnum, og þeir hafa ekkert lært. Ég klóra þér og þú mér Ég verð að taka það fram, að ég hef ekkert á móti því fólki sem fer fram fyrir Flokkinn. En þetta er valda- maskína þar sem hver verður að fá sitt. Skýrasta dæmið er kvótamálið, þar sem Flokkurinn gefur ákveðn- um aðilum nánast ókeypis aðgang að auðlindinni okkar *). Þeir geta framlengt hann til annarra fyrir tuttugufalda þá fjárhæð. Í staðinn greiða þeir háar fjárhæðir í kosn- ingasjóð flokksins, sem fer í flottar auglýsingar og dýrt og fagmannlegt kynningarefni. Ábyrgðarfull stjórnun Þegar við kjósum í bæjarstjórn, erum við að velja fólk til að vinna fyrir okkur. Þá ættum við að gera eins og aðrir sem velja sér starfs- menn: Við skoðum hvernig þeir hafa staðið sig, ekki hvað þeir segj- ast ætla að gera. Það er jafn rangt að horfa framhjá þeim mistökum sem flokkarnir hafa gert, og að við- urkenna ekki það sem vel er gert. Nú er sveitarfélagið vel rekið. All- ar tölur benda til þess. Kjörnir full- trúar og nefndarfólk hafa lagt sig fram við að fá íbúana með, t.d. í vinnu við skipulagsmál (íbúafundir og facebókarhópar). Það er engin ástæða til að skipta um meirihluta í stjórn Akranesbæjar. Og þegar farið er yfir stjórn ríkisfjármála og sveit- arfélaga um allt land er eitt alveg á hreinu: Þegar dýrið vaknar í sjálf- stæðismönnum er ástæða fyrir okk- ur hin að fara að vara okkur. Kveðja, Reynir Eyvindsson Höf. skipar 2. sæti á lista VG á Akranesi. *) Þetta gæti hann ekki gert, nema vegna þess að hann fær Framsóknarflokkinn með sér. Á Laugaveginum í Reykjavík standa tvær verslanir í eigu ungrar konu frá Stykkishólmi. Um er að ræða Hrím verslanirnar sem hafa skapað sér nafn í íslenskri verslunarflóru fyrir gott úrval af íslenskri og er- lendri hönnun. Skessuhorn heyrði í eiganda Hríms, Tinnu Brá Bald- vinsdóttur. „Ég opnaði Hrím hönnunarhús upphaflega á Akureyri 2010 þeg- ar ég var nýútskrifuð sem arkitekt úr Listaháskóla Íslands, ásamt vin- konu minni. Kreppan var skollin á og erfitt að fá vinnu. Ég sá ekki fram á að finna mér vinnu þann- ig að ég ákvað að opna þessa versl- un, aðallega til að hafa eitthvað að gera,“ segir Tinna Brá um upp- haf verslunarrekstursins. Tveim- ur árum síðar opnaði hún verslun í Reykjavík og seldi þá sem var á Akureyri. Í dag er Hrím með tvær verslanir sem standa ská á móti hvor annarri við Laugaveg. Í Hrím hönnunarhúsi er seld bæði íslensk og erlend hönnun. Hrím eldhús er ný verslun sem selur hönnunarvöru fyrir eldhúsið, eins og nafnið gefur til kynna. „Við opnuðum Hrím eld- hús núna í mars. Við gerðum það út af því að við erum að versla við fyr- irtæki sem eru með breiða línu. Það komst bara alls ekki allt fyrir sem við vildum selja þannig að við ákváðum að opna eldhúsbúðina. Þar seljum við eitthvað af íslenskri hönnun en meira af erlendum vörum. Mikið frá Skandinavíu og Frakklandi,“ út- skýrir Tinna Brá. Hálfgerð félagsmiðstöð Tinna Brá er sem fyrr segir upp- alin í Stykkishólmi. Hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Benediktsdótt- ur tanntæknis og Baldvins Indriða- sonar sjómanns. Hún hafði strax ung að aldri áhuga á hönnun og þá sérstaklega arkitektúr. „Ég byrjaði ung að teikna grunnteikningar af húsum. Af framtíðar húsinu mínu, herberginu mínu og svo framveg- is. Ég ákvað mjög snemma að ég ætlaði að verða arkitekt. Ég veit þó ekki hvort það verður neitt úr því úr þessu, fyrst maður fór út í versl- unarrekstur,“ segir hún hlæjandi. Tinna Brá hefur þó gaman af búð- arvinnunni og nýtur þess að vera innan um fólk. „Ég hafði unnið í verslunum með skóla og hef allt- af haft gaman af því að vera innan um fólk og selja. Þetta vinnur mjög vel saman, arkitektúrs námið nýtist mér mjög vel í verslununum þegar ég er að stilla út og hanna búðirn- ar. Ég fæ alveg tækifæri til að vera skapandi og finnst rosalega gaman að innrétta búðirnar. Ég geri einnig allar auglýsingar og nafnspjöld. Svo er frábært að hitta svona mikið af fólki, þetta er stundum eins og fé- lagsmiðstöð hjá okkur.“ Tinna Brá kannast við það að viðveran sé mik- il fyrir eigandann, eins og margir verslunareigendur þekkja. „Ég er ansi mikið í eldhúsbúðinni núna. Mér finnst mikilvægt að vera mik- ið á staðnum, að setja mína sál inn í verslunina og að vera andlitið á bakvið hana.“ Hún segir að Hrím sé hálfgert fjölskyldufyrirtæki. Bróðir hennar, Baldvin Indriði El- berg Baldursson, er verslunarstjóri í Hrím eldhúsi. „Maðurinn minn vinnur reyndar ekki í Hrím en hann smíðaði nokkrar hillur, málaði og hefur séð um fjármál fyrirtækis- ins að hluta til. Svo fáum við mjög mikla hjálp frá mömmu og pabba. Ég veit að þau myndu koma meira að versluninni ef þau byggju á höf- uðborgarsvæðinu.“ segir Tinna. Staðsetningin skiptir máli Eins og áður segir hefur Hrím skapað sér nafn fyrir gott úrval. Mikið er að gera í versluninni og þykir hún vinsæl meðal fagurkera. Pennagrein Gera þeir betur? Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Grundarfjarðar Vesturlandsmær með vinsæla verslun „Við vorum rosalega heppin með húsnæði. Verslunin er á svo góðum stað á Laugaveginum og við erum með stóran og góðan glugga. Það skiptir miklu máli að vera vel stað- settur og að hafa góðan glugga,“ segir Tinna Brá. Hún hefur sjálf gaman af hönnun og hefur reynslu af sviði hönnunar. „Ég var eitthvað að hanna fyrst en ég hef því mið- ur engan tíma til þess í dag. Núna er maður bara á fullu í verslunar- rekstri og tíminn fer allur í það. Ég geri samt ennþá Hrím kransa og jólatré,“ segir hún. Hún er þó einn- ig með ráðgjöf þar sem hún sérhæf- ir sig í hönnun á heimilum, skrif- stofum og verslunarrýmum. Hún leitast við að vinna náið með við- skiptavinum sínum og reynir að finna ódýrar, öðruvísi og skemmti- legar lausnir. Tinna Brá finnur vel fyrir auknum fjölda ferðamanna og segir viðskiptavinahópinn vera mjög blandaðan. „Rúmlega helm- ingur viðskiptavina yfir sumartím- ann eru erlendir ferðamenn. Þetta er samt mjög blandað. Á öðrum árstímum eru Íslendingar í meiri- hluta og um jólin eru alveg 90% þeirra sem versla við okkur Íslend- ingar.“ Framundan hjá Tinnu Brá í Hrím er að fylgja eftir opnun- inni á nýju versluninni. „Svo erum við með vefverslunina www.hrim. is en erum að vinna í nýrri vefsíðu. Hingað til hefur hún einungis ver- ið á íslensku og nú er verið að setja hana yfir á ensku, þar sem mikið af okkar viðskiptavinum eru erlend- ir,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir að lokum. grþ Litadýrð blasir við þegar gengið er fram hjá Hrím hönnunarhúsi við Laugaveg. Tinna Brá Baldvinsdóttir frá Stykkis- hólmi er eigandi Hrím hönnunarhúss og Hrím eldhúss. Það kennir ýmissa grasa í Hrím eldhúsi sem opnuð var fyrr á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.