Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 76

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 76
76 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn á framboði: Frjálsir með Framsókn, X-B Nafn og aldur: Ingibjörg Pálma- dóttir, 65 ára, skipar 1. sæti. Atvinna: Sjálboðaliði í Velferðar- sjóði barna og formaður stjórnar Hjálparstarfs kirkjunnar. Annars er ég hjúkrunarfræðingur. Hjúskapur og fjölskylda: Gift Haraldi Sturlaugssyni, á með hon- um fjóra syni, yndislegar tengda- dætur og að minnsta kosti 12 barnabörn. Búseta: Náttúrlega á Akranesi. Núverandi og fyrrverandi störf að sveitarstjórnarmálum: Aðal- lega fyrrverandi, bæði hitt og þetta og þó sérstaklega hitt. Var í bæjar- stjórn í tíu ár og á Alþingi í önnur tíu ár, þar af sex ár sem ráðherra. „Við viljum stuðla að lifandi og skemmtilegu samfélagi þar sem all- ir fá að njóta sín, hver á sínum for- sendum. Þetta byggir á nokkrum meginstoðum. Við ætlum að bæta miðbæjarskipulagið, glæða gamla bæinn lífi. Framtíðarskipulagið þarf að tengja vel saman miðbæinn, höfnina og Langasand. Það er mik- ilvægt að Faxaflóhafnir standi við gerða samninga um nútímavæð- ingu Akraneshafnar, við munum fylgja því fast eftir. Sjúkrahúsið er einn af mikilvægustu hornsteinum samfélagsins, bæjarstjórn verður að vinna þéttar með stjórnendum spít- alans. Þá viljum við sjá til þess að umgjörð og aðstaða í íþróttamann- virkjum og skólum sé í fremstu röð. Við höfum lagt fram ákveðna for- gangsröðun í þeim efnum. Sérstök áhersla verður á tæknilega inn- viði í skólunum. Í dagvistarmálum höfum við skýra stefnu um aukinn sveigjanleika fyrir börn og foreldra. Við erum stolt af Höfða en viljum styrkja öryggisnet fullorðins fólks sem býr heima. Frjálsir með fram- sókn eru með skýra stefnu í málefn- um fatlaðra, þar á hver að geta not- ið sín á sínum forsendum. Við vilj- um auka samstarf við sveitirnar hér í kringum okkur til að bjóða upp á fjölbreytta valkosti í ferðamálum. Þegar allt þetta er lagt saman og er í góðu lagi, þá munu fleiri sjá Akra- nes sem afburðakost til búsetu og ferðamenn munu laðast að okkur sem aldrei fyrr! Meira um stefnu- mál okkar má finna á Facebook, á heimasíðu okkar www.fmf.is og í bæklingi sem borinn var í hvert hús,“ segir Ingibjörg. Hvernig finnst Ingibjörgu hafa til tekist hjá núverandi sveitar- stjórn? „Ætli þeir hafi ekki reynt að gera sitt besta.“ Um þrjár óskir og ef hún gæti töfrað, segir Ingibjörg að ef all- ir gætu fengið að njóta sín í samfé- laginu hver á sínum forsendum, þá væri ekki hægt að biðja um meira. „Íbúum hefur fjölgað hér jafnt og þétt á síðustu árum enda hefur bærinn upp á margt að bjóða. At- vinna er góð, hér er gott að vera ungur og gamall, umhverfið er fag- urt og á eftir að verða enn betra. Hvar í veröldinni annars staðar gæti fólk hugsað sér að búa? Það er því morgunljóst að hér mun áfram fjölga fólki.“ Stærsta ógnin að mati Ingibjarg- ar eru fíkniefnin. „Þau er eitt af því sem ég hræðist mest. Þau valda gríðarlegum skaða og sorg. Þau eru mesta ógnin sem steðjar að þessu glæsilega og vel gerða unga fólki okkar.“ Tækifærin sér hún mörg. „Krafturinn og metnaðurinn í fólk- inu sem býr á Skaganum er mik- ill. Staðsetning bæjarins gæti varla verið betri þannig að tækifærin eru mörg.“ Hve mörgum spáir þú að Frjáls- ir með framsókn nái inn í bæjar- stjórn: „Satt að segja fer það eftir því hversu margir kjósa okkur, því fleiri því betra.“ Hver er að þínu mati fallegasti staður í þínu sveitarfélagi: „Lamb- húsasund á sumarkvöldi þegar sól sígur í ægi og rís samstundis aftur til nýs dags. Það er himnesk feg- urð.“ Lokaorðin eru svo: „Mundu mig, ég man þig“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Björt framtíð Akranesi, X-Æ Nafn og aldur: Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, 42 ára. Atvinna: Kennari og deildarstjóri í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Leikjafrömuður og leiðsögumaður í aukastarfi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Ferðast að mestu án farangurs en á heimsins bestu ættingja. Búseta: Akranes. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Hef ekki mikið komið að sveitarstjórnarmál- um áður en ef það telst með var ég þó fyrir nokkrum árum í starfshópi á vegum Akraneskaupstaðar varð- andi uppbyggingu og afþreyingar- möguleika í Garðalundi. „Hjá Bjartri framtíð grundvallast stefnumálin á þeirri einföldu hug- myndafræði að virkja sem flesta til þátttöku og ábyrgðar á því að skapa gott samfélag, segir Vilborg aðspurð um helstu stefnumálin. „Við leggjum áherslu á mannrétt- indi, samvinnu og jöfn tækifæri og við fögnum fjölbreytileikanum. Með þessi grunngildi að leiðarljósi leggjum við m.a. áherslu á að Akra- neskaupstaður uppfylli lögbundn- ar skyldur sínar á sviði jafnréttis- mála, að Mannréttindastefna Akra- neskaupstaðar verði virk á öllum sviðum stjórnsýslunnar og að mið- að verði að auknu samráði við íbúa, félagasamtök og atvinnulíf. Ljúka þarf endurskoðun á umhverfis- stefnu Akraneskaupstaðar og inn- leiða hana. Við stefnum einnig að því að á Akranesi verði skapað um- hverfi þar sem stutt er við frum- kvöðlastarf og sprotastarfsemi til að stuðla að fjölbreyttara atvinnu- lífi. Stefnuskrána okkar í heild er annars að finna á vefsíðunni bjort- framtidakranes.net. Vilborg segir að ýmislegt hafi verið vel gert hjá núverandi bæjar- stjórn. „Til dæmis eru íbúalýðræð- ismálin eru á réttri leið og fjárhags- stjórnunin virðist hafa gengið vel og náðst að greiða niður skuldir. Einnig kom Akraneskaupstaður að mestu leyti vel út í þjónustukönn- unum sem gerðar voru. Það sem hefði mátt betur fara er t.d. hvern- ig staðið hefur verið að því að taka yfir málefni fatlaðra en þar hefur vantað mikið upp á samráð. Einnig hefur láðst að klára endurskoðun á umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og jafnréttismálum hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Það er því kominn tími til að sinna þessum málaflokk- um af þeirri alúð sem sæmir bæjar- félagi sem vill vera í fremstu röð.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt bæjarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Að mannréttindasjónarmið væru ávallt í forgrunni í öllum ákvörðun- um sem teknar eru á vegum bæj- arfélagsins. Að Sementsreiturinn og hafnarsvæðið væri orðinn eitt helsta aðdráttarafl Akraness með margvíslegri lista- ,menningar- og atvinnustarfsemi. Að kominn væri göngu- og hjólreiðastígur með- fram strandlengjunni og hringinn í kringum Akranes með fræðsluskilt- um á völdum stöðum.“ Vilborg býst við áframhaldandi íbúafjölgun. „Íbúum hefur fjölg- að nokkuð jafnt og þétt á Akra- nesi á undanförnum árum og ekk- ert nema gott um það að segja. Það er útlit fyrir aukna atvinnustarf- semi á Grundartangasvæðinu og gangi það eftir ætti Skagamönnum að fjölga enn frekar. Það er því ekki óraunhæft að segja að eftir fjögur ár verði íbúafjöldi á Akranesi kominn rétt upp undir 7000.“ Hverjar eru stærstu ógnir bæjar- félagsins? „Of einhæft atvinnulíf er eitthvað sem við þurfum að forðast þar sem varasamt er að vera of háð örfáum atvinnugreinum. Nálægð- in við Reykjavík getur einnig vald- ið því að Akranes festist í sessi sem svefnbær þar sem íbúarnir sækja vinnu og ýmsa þjónustu til höf- uðborgarsvæðisins. Stærstu tæki- færin segir Vilborg liggja í nýjum atvinnutækifærum og möguleik- um sem fylgja vaxandi þjónustu við ferðamenn og uppbyggingu á Sem- entsreitnum. „Einnig vil ég nefna nálægðina við Reykjavík sem tæki- færi, ekki bara ógn, því sé rétt stað- ið að málum ættum við að geta lað- að til bæjarins atvinnustarfsemi og íbúa sem sjá framtíðarmöguleika á því að vera hérna megin gang- anna.“ Um möguleika síns lista seg- ir hún. „Einn bæjarfulltrúi var það markmið sem við lögðum upp með og allt umfram það væri frábær ár- angur fyrir nýtt framboð. Ég ætla að vera bjartsýn og spá því að við fáum tvo fulltrúa inn.“ Hver er að þínu mati falleg- asti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Strandlengjan við Akranes er al- gjört augnayndi.“ Eitthvað að lokum? „X-Æ í maí, ókey bæ.“ Elías Jóhannesson Elías segir að umhverfis- og út- litsmál séu mikilvægustu málin til úrlausna á Akranesi næstu fjögur árin. „Að mínu mati þarf að fegra bæinn með því að koma s t o f n u n - um og öðr- um eign- um bæjar- ins í betra form.“ Að- s p u r ð u r um fram- boðslistana á Akranesi segist Elías hafa kynnt sér þá mjög vel. „Ég er búinn að stúdera þetta mikið og tek eftir miklum breytingum. Það er mikið af ungu fólki að bjóða sig fram núna en ég hefði viljað sjá meira af eldra og reyndara fólki í framboði.“ Elías segist ekki geta spáð fyrir um úrslit kosninganna en á helst von á því að staðan á Akranesi verði frekar óbreytt eftir kosningarnar. Stefán Lárus Pálsson Helstu úrlausnarefnin á Akra- nesi næsta kjörtímabils ættu að mati Stefáns að vera málefni aldr- aðra. „ Ég vil t.d. sjá að það verði hér eitthvað dvalarheimili en ekki einungis legu- og sjúkradeild eins og Höfði er alfarið orðinn. Auk þess þarf að bæta heimaþjónustu aldraðra en hún er mjög fjarri því að vera nógu góð.“ Stefán tel- ur listana á Akranesi innihalda gott fólk en segir að lít- ill munur sé á stefnumál- um. „Ég tel að þetta sé allt ágætis fólk en það er ekkert sem greinir á milli helstu mála. Það er afar lítið sem við getum í raun spilað með til að taka ákvörð- un þar sem allir eru að tala sama máli.“ Stefán var tilbúinn að spá fyrir um úrslit kosninganna. „Ég sé fyrir mér að Sjálfstæðismenn fái þrjá fulltrúa kjörna, Frjálsir með Framsókn tvo, Samfylking einnig tvo og svo fá Björt fram- tíð og Vinstri grænir einn fulltrúa hvor.“ Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg telur að nokkur mál eigi að vera í forgangi sem úrlausn- arefni á Akranesi næstu fjögur árin. „Mér finnst fyrst og fremst að bæta þurfi s k ó l a m á l i n hér í bænum. Sem dæmi myndi ég vilja fá sér ung- lingaskóla. Þá finnst mér að bæjaryfirvöld ættu að láta laga göngustíga á efri Skaganum og gera eitthvað í sam- bandi við gömlu húsin sem standa mikið til auð og skemmd á neðri Skaganum. Einnig þarf að mínu mati að gera eitthvað til að fá fleiri ferðamenn til Akraness.“ Aðspurð um framboðslistana á Akranesi segir Ingibjörg að hún sé ánægð með frambjóðendur en hefði frek- ar viljað persónukjör. Hún tel- ur sig ekki geta spá fyrir um úr- slit kosninganna: „Ég er ekki búin að ákveða hvað ég kýs en er hrædd um að sjálfstæðismenn gætu orðið of stórir fyrir minn smekk.“ Írena Bylgja Einarsdóttir Írena telur að þau mál sem ættu að vera helst til úr- lausna á Akra- nesi á næsta k jör t ímab i l i séu íþrótta- og skóla- mál. „Mál- efni íþrótta og skóla er eitthvað sem alltaf má bæta og þarf að skoða á hverju kjörtímabili.“ Aðspurð um fram- boðslista á Akranesi segist Írena hafa kynnt sér þá vel og líst henni vel á þá frambjóðendur sem í boði eru. Írena sagðist ekki get- að spáð því hvernig kosningarn- ar munu fara. „Nei, ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta fer.“ Björt framtíð á Akranesi Frjálsir með framsókn á Akranesi Hvað segja kjósendur á Akranesi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.