Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 www.skessuhorn.is • Sími: 433 5500 Skessuhorn fjallar um málefni Vesturlands á vandaðan og líflegan hátt Ertu áskrifandi? Rannsóknarnefnd sjóslysa er ekki lengur til húsa í flugstöðvarbygg- ingunni í Stykkishólmi. Nú er hún til húsa við rætur Öskjuhlíð- ar í Reykjavík, steinsnar frá flug- vellinum þar. Alþingi samþykkti í febrúar á síðasta ári ný lög um rannsókn samgönguslysa. Með þeim er starfsemi Rannsóknar- nefndar flugslysa, Rannsóknar- nefndar sjóslysa og Rannsóknar- nefndar umferðarslysa samein- uð í eina Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. „Nýju lögin tóku gildi 1. júní í fyrra. Rannsóknra- nefnd sjóslysa flutti starfsemi sína suður úr Hólminu nú í apríl. Við erum að móta þetta núna út frá þessum breytingum,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson rannsóknar- stjóri sjóslysa. Bæði kostir og gallar Jón hefur nú flutt búferlum ásamt fjölskyldu sinni frá Stykkishólmi til að gegna áfram störfum við rannsóknir á sjóslysum. „Ég átti í lengstu lög ekki von á því að starfsemin yrði flutt úr Stykkis- hólmi en svona fór það nú samt. Það gekk vel að hafa starfsemina þar. Jú, ég skal þó viðurkenna að stundum var það óþægilegt þar sem við vorum ekki nógu mið- svæðis ef svo má segja. Bæði var það fyrirhöfn að fá menn í viðtöl og síðan fyrir okkur starfsmenn að sækja til að mynda til höfuðborg- arsvæðisins eða fara þangað alltaf þegar við þurftum að komast með flugi til dæmis í aðra landshluta. En það voru margir kostir líka sem vógu upp á móti göllunum. Það eru plúsar og mínusar í öllu, líka hér,“ segir Jón Arilíus þar sem við sitjum á nýrri skrifstofu hans í Reykjavík. Starfsemin flutt suður Við þessi tímamót í rannsóknum sjóslysa á Íslandi getur Jón litið um öxl til afkastamikilla ára í Stykkis- hólmi. „Við hófum starfsemi þar haustið 2001. Það var eitt af mín- um fyrstu verkum að flytja em- bættið til Stykkishólms. Reyndar var það skilyrði fyrir ráðningunni að ég færi þangað. Þetta var bund- ið í lög að stofnunin ætti að vera þar. Hún var þar í rúmlega 12 ár þar til núna í vetur að hún var flutt til Reykjavíkur.“ Jón er upphaflega skipstjórnar- maður að mennt. Hann var skip- stjóri hjá Skipaútgerð ríkisins í tæp tíu ár þar til hún var lögð nið- ur 1992. „Ég varð síðasti skipstjóri hennar. Þegar hún hætti stóð ég eiginlega frammi fyrir því að fara í siglingar erlendis eða söðla um og gera eitthvað nýtt. Ég ákvað að fara í nám í rekstrarfræði við Há- skólann á Bifröst. Með því námi bjó ég í Borgarnesi. Því lauk ég 1996. Ég fór aðeins á sjó eftir það en réði mig svo sem forstöðu- mann hafnarþjónustu Reykjavík- urhafnar sem þá var. Ég fór svo í að veita Rannsóknarnefnd sjóslysa forstöðu þegar hún var sett á lagg- irnar með breyttu lagaumhverfi þarna árið 2001. Þá flutti ég með fjölskyldunni til Stykkishólms.“ Starfsemin hefur skilað sér Starf nefndarinnar breyttist mjög með lögunum 2001. „Hún varð miklu sjálfstæðari. Áherslurnar urðu aðrar en fyrr. Í stað þess að elta uppi „sökudólga“ og sinna sjó- réttarmálum eins og áður hafði ver- ið þá vann nefndin fyrst og fremst að því að upplýsa hvað hefði gerst þegar urðu slys og óhöpp. Með nýju lögunum gátu menn talað við nefndina án þess að þurfa að ótt- ast að það yrði notað gegn þeim í rétti eða opinberum málarekstri. Við vísum lögfræðingum og öðrum sem standa í slíku alveg frá okkur. Þeir verða bara að lesa skýrslurn- ar eins og allir aðrir. Þetta var stóra breytingin, hlutverk nefndarinnar varð að upplýsa en ekki að dæma. Þetta varð mikil breyting til batn- aðar. Ímynd okkar vinnu breyttist og menn fóru að tjá sig í hreinskilni. Þetta vinnulag hefur svo hjálpað mjög við það að skoða og meta slys með forvarnagildið í huga.“ Rannsóknarnefnd sjóslysa hef- ur að meðaltali skoðað 160 mál ár- lega. Jón sýnir súlurit yfir fjölda slysa á sjó frá því nefndin var stofn- uð. Samfara aukinni öryggisvitund sjófarenda hefur þeim fækkað mik- ið á undanförnum árum. Mikill áhugi fyrir skýrslunum Jón segir að frá 2001 hafi tekist að stytta tímann sem líður frá því slys verða og þangað til skýrsla rann- sóknarnefndarinnar liggur fyrir um hvert einstakt tilfelli. Öll sjó- slys og óhöpp eru skráð hjá nefnd- inni. „Við tökum saman það sem við vitum um orsakir mála og að- stæður. Rannsóknarmenn vinna svo í málunum. Í því felst að fara á vett- vang, tala við menn og þar fram eftir götunum. Síðan leggjum við niðurstöður þessa fyrir sjálfa rann- sóknarnefndina með öllum gögn- um. Hún kallar svo eftir frekari upplýsingum ef menn telja að eitt- hvað sé óskýrt. Ef ekki, þá er geng- ið frá skýrslu um málið. Nú í upp- hafi sumarsins 2014 eru aðeins örfá mál sem á eftir að klára frá 2013. Skýrslurnar eru svo birtar á net- inu á heimasíðu okkar (www.rns.is). Þær eru mjög mikið lesnar sem er afar ánægjulegt. Síðan höfum við einnig gefið út bækur með skýrsl- unum og öðru efni. Núna mun þetta þó sennilega breytast eitt- hvað eftir að Rannsóknarnefnd sjó- slysa hefur verið sameinuð Rann- sóknarnefndum umferðarslysa og sjóslysa. Við erum nú að vinna í að samræma og samhæfa starfsemina í þessu undir Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa. Markmiðið er að kalla fram hagræðingu,“ segir Jón Arilíus Ingólfsson. mþh Jón Arilíus Ingólfsson fyrir utan húsakynni Rannsóknarefndar sjóslysa við Flugvallarveg í Reykjavík. Hún er til húsa í byggingu Flugbjörgunarsveitanna. Sjóslysin ekki lengur rannsökuð í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.