Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Stór hluti hópsins sem fermdist í Ólafsvíkurkirkju árið 1964 hittist í Ólafsvík um síðustu helgi til þess að fagna 50 ára fermingarafmæli sínu. Ragnheiðar Víglundsdóttir var ein þeirra sem fermdust þetta vor. Hún sagði hún í samtali við Skessuhorn að séra Hreinn Hjartarson hafi fermt þau. „Við voru 25 í ferming- arbekknum, fjórir eru fallnir frá.“ Ragnheiður sagði að gaman væri að sjá fermingarsystkini sín aft- ur og helgin hafi verið einstaklega skemmtileg. „Við byrjuðum að fara í kirkju- garðinn til að leggja blómakrans á leiði þriggja okkar fermingarsystk- ina sem jarðsett eru hér. Þá fórum við að skoða framkvæmdir sem eru við sundlaugina og svo íþróttahúsið undir góðri leiðsögn starfsmanna. Einnig var farið í Átthagastofuna og málverkasýning Hreins Jónas- sonar skoðuð. Eftir það var farið í fiskvinnsluna Valafell sem eitt okk- ar, Björn Erlingur Jónasson, rek- ur ásamt eiginkonu sinni Kristínu Vigfúsdóttir. Þar var okkur kynnt fiskvinnsla og bornar fram veiting- ar. Um kvöldið var svo farið á veit- ingastaðinn Hraunið,“ sagði Ragn- heiður. af Fermingarbörn sem fermd voru frá Borgarneskirkju af séra Leó Júlíussyni 17. maí 1964 hittust 50 árum síðar í Hótel Holti í Reykja- vík. Hittingurinn var sl. laugar- dagskvöld þar sem haldið var upp á tímamótin. Þau eru frá vinstri talið: Kolbrún Karlsdóttir, Fann- ey Gestsdóttir, Elín H. Þórisdótt- ir, Kristín I. Baldursdóttir, Guð- rún Erna Sigurðardóttir, Jónas H. Jónsson, Eygló Lind Egilsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sveinn Ágúst Guðmundsson, Arnheiður Andrés- dóttir, Ásmundur Ólafsson og Jón- ína Eyvindardóttir. Á mótið vant- aði Ólaf Ágúst Þorbjörnsson sem komst ekki og þá eru þau látin úr hópnum sem fermdist í Borgarnes- kirkju fyrir 50 árum: Kristín Þor- björg Halldórsdóttir, Steinunn Geirsdóttur og Hólmfríður Héð- insdóttir. -fréttatilkynning Talverðar gatnaframkvæmdir eru á Akranesi um þessar mundir. Í gær voru malbiksframkvæmir undir- búnar við Akratorg með hreinsun slökkviliðs á götunni, en unnið hef- ur verið að breytingum við torgið í allan vetur. Skagabraut og Skóla- braut voru fræstar upp fyrir nokkru og er áætlað að starfsmenn OR ljúki við að ganga frá viðgerðum á lagnakerfi er tengist götunum um mánaðamótin júní - júlí og malbik- un verði lokið um 20. júlí. Útboð á malbikun hefur verið auglýst og reiknað með að opna tilboð í verkið 10. júní nk., samkvæmt upplýsing- um frá Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra. þá Nú fara í hönd kosningar til sveitar- stjórnar og málefnaskrár flokkanna berast inn um bréfalúguna mismun- andi íburðarmiklar og innihaldsrík- ar. Vinstri grænir hafa allt frá stofn- un staðið fyrir jafnrétti, jöfnuði og umhverfismálum. Það munum við gera áfram. Við hjá Vinstri grænum á Akranesi erum stolt af því að hafa tekið þátt, á síðustu fjórum árum, í uppbyggingu á jafn öflugu bæj- arfélagi og Akranes er. Á Akranesi leynist mikið af ónýttum tækifærum s.s. við atvinnusköpun í ferðaþjón- ustu, þar sem nýta má fallegt um- hverfi Skagans á sjálfbæran hátt. Við hjá Vinstri grænum og óháð- um viljum jafnframt að á Akranesi séu mannleg gildi látin vera í for- gangi í allri ákvarðanatöku bæj- arins og að forgangsraðað verði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Við viljum að þjónusta bæjarbúa verði einstaklingsmiðuð án þess að skipta fólki í flokka. Við viljum að hugsað verði til langs tíma í öllum málaflokkum og að álit sem flestra sé haft til hliðsjónar við ákvarðana- töku. „Ekkert um okkur án okkar,” eru einkunarorð sem gott er að hafa í huga. Við viljum skynsama fjármála- stjórnun, þar sem niðurgreiðsla skulda er í forgangi, þannig að rými skapist til bætts rekstrar og aukinna framkvæmda. Í framkvæmdamálum er mikilvægt að gerð verði framtíð- aráætlun um viðhald og uppbygg- ingu í bænum, þannig að allar fram- kvæmdir miði að því að umferðar- og aðgengismál verði bætt, t.d. með þarfir umhverfisvænnar umferðar í huga. Þannig stefnum við að því að Akranes verði vistvænn bær. Með því móti verði umhverfið ávallt látið njóta vafans. Við lítum ekki á sorpflokkun sem gjaldskrármál heldur heilbrigða skynsemi. Við viljum klára að koma upp að- stöðu eldri borgara í samráði við þá og hugsa til langs tíma. Í skólamál- um grunnskólanna viljum við að hlustað verði á hugmyndir nem- enda, starfsmanna og foreldra. Við viljum að kannað verði hvernig innritunarmál í leikskóla verði best fyrirkomið með þarfir barnanna, foreldra og getu leikskólana í huga. Við hjá Vinstri grænum höfum á undanförnum kjörtímabilum afl- að okkur reynslu í sveitarstjórnar- málum og höfum beitt okkur fyr- ir skynsemi í stjórnun bæjarins. Við erum stolt af því að á þeim tíma sem við höfum setið í meirihluta, hafa stjórnmál bæjarins byggst á því að hlustað er á fólk hvort heldur er utan eða innan bæjarstjórnarsalar- ins. Við viljum halda þessu áfram og erum því tilbúin að leiða Akra- nes áfram til grænnar framtíðar. Þröstur Þór Ólafsson Höf. er oddviti Vinstir grænna og óháðra á Akranesi. Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að í tilefni 800 ára af- mælis Sturlu Þórðarsonar skálds og sagnaritara verði efnt til Sturluhá- tíðar í Tjarnarlundi í Saurbæ 27. júlí nk. Nefnd sem sveitarstjórn skip- aði að tillögu menningar- og ferða- málanefndar til að undirbúa hátíð- ina lagði fram tillögu og greinar- gerð á umræddum fundi sveitar- stjórnar sem hljóðar svo: „Sveitar- stjórn Dalabyggðar samþykkir að stofna nefnd til þess að fjalla um það hvernig minningu Sturlu Þórð- arsonar skálds og sagnaritara verð- ur best sinnt í Dalabyggð, en þar eru áformaðir fleiri viðburðir til að minnast Sturlu. Nefndin verði skipuð þremur einstaklingum og skulu þeir í starfi sínu hafa sérstakt samstarf við Stofnun Árna Magn- ússonar og Snorrastofu í Reykholti. Þá skal nefndin leita eftir formlegu samstarfi við menntamálaráðu- neytið. Nefndin skili tillögum sín- um til sveitarstjórnar fyrir lok árs- ins 2014.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði á fundinum. Jóhann- es Haukur Hauksson oddviti lagði til á fundinum að fulltrúar í undir- búningsnefnd Sturluhátíðar; Svav- ar Gestsson, Sumarliði Ísleifsson og Sigurður Þórólfsson verði skip- aðir í hina nýju nefnd ásamt fulltrúa úr sveitarstjórn sem verði skipaður að loknum sveitarstjórnarkosning- um. þá Starfshópur á vegum Byggðasafns- ins í Görðum, sem fjallað hefur um ráðstöfun tíu milljóna króna styrks úr Bræðrapartssjóði, hefur lagt til drög af ráðstöfunum hans ásamt kostnaðaráætlun til stjórnar byggðasafnsins. Það var kynnt á fundi stjórnar byggðasafnsins sl. miðvikudag. Starfshópurinn legg- ur til að samtals 6.750.000 kr. verði ráðstafað til að koma upp sýningu um útgerð tengda Bræðraparti með tengingu við útgerðarsögu Akra- ness, þar sem báturinn Sæunn verði miðpunkturinn. Keyptur verði margmiðlunarbúnaður og búnað- ur til að stjórna rakastigi, báturinn og hjallurinn forvarðir og sýningin hönnuð og sett upp. Starfshópur- inn leggur til að eftirstöðvar styrks- ins 3.250.000 kr verði lagðar inn á reikning í eigu Byggðasafnsins í Görðum og verði ráðstöfun þess- ara fjármuna skilyrt til að varðveita þá muni sem komu til safnsins frá Bræðraparti og til að setja upp sýn- ingu með þessum munum í náinni framtíð. Umræddur styrkur sem kenndur er við Bræðrapart var afhentur í lok febrúar síðastliðnum þegar form- lega var lagður niður minningar- sjóður sem stofnað var til á árinu 1969 til minningar um hjónin á Bræðraparti á Akranesi, Guðlaugu Gunnlaugsdóttur húsmóður og Jón Gunnlaugsson útvegsbónda. Við þá athöfn var veitt framsal fyrir rúm- um hundrað milljónum króna til uppbyggingar og velferðar á Akra- nesi og rann bróðurpartur hans til björgunarmála á Akranesi. þá Pennagrein Vilji til verka Sturluhátíð í Saurbæ í lok júlí Minnisvarði um skáldin Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal og Sturlu Þórðarson við Tjarnalund í Saurbæ. Hjónin frá Bræðraparti; Jón Gunnlaugsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Ljósm. úr safni Haraldarhúss. Sýning um útgerð frá Bræðraparti verði sett upp í Görðum Malbiksframkvæmdir við Akratorg undirbúnar í gærmorgun. Slökkvilið er hér að hreinsa götuna. Ljósm. jsb. Malbiksframkvæmdir undirbúnar við Akratorg Fermingarbörnin frá 1964 þegar þau voru að skoða Valafell. Fimmtíu ára fermingar- afmæli í Ólafsvík Fimmtíu ára fermingar- afmæli á Skaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.