Skessuhorn - 27.05.2014, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Stór hluti hópsins sem fermdist í
Ólafsvíkurkirkju árið 1964 hittist í
Ólafsvík um síðustu helgi til þess að
fagna 50 ára fermingarafmæli sínu.
Ragnheiðar Víglundsdóttir var ein
þeirra sem fermdust þetta vor. Hún
sagði hún í samtali við Skessuhorn
að séra Hreinn Hjartarson hafi
fermt þau. „Við voru 25 í ferming-
arbekknum, fjórir eru fallnir frá.“
Ragnheiður sagði að gaman væri
að sjá fermingarsystkini sín aft-
ur og helgin hafi verið einstaklega
skemmtileg.
„Við byrjuðum að fara í kirkju-
garðinn til að leggja blómakrans á
leiði þriggja okkar fermingarsystk-
ina sem jarðsett eru hér. Þá fórum
við að skoða framkvæmdir sem eru
við sundlaugina og svo íþróttahúsið
undir góðri leiðsögn starfsmanna.
Einnig var farið í Átthagastofuna
og málverkasýning Hreins Jónas-
sonar skoðuð. Eftir það var farið í
fiskvinnsluna Valafell sem eitt okk-
ar, Björn Erlingur Jónasson, rek-
ur ásamt eiginkonu sinni Kristínu
Vigfúsdóttir. Þar var okkur kynnt
fiskvinnsla og bornar fram veiting-
ar. Um kvöldið var svo farið á veit-
ingastaðinn Hraunið,“ sagði Ragn-
heiður. af
Fermingarbörn sem fermd voru
frá Borgarneskirkju af séra Leó
Júlíussyni 17. maí 1964 hittust 50
árum síðar í Hótel Holti í Reykja-
vík. Hittingurinn var sl. laugar-
dagskvöld þar sem haldið var upp
á tímamótin. Þau eru frá vinstri
talið: Kolbrún Karlsdóttir, Fann-
ey Gestsdóttir, Elín H. Þórisdótt-
ir, Kristín I. Baldursdóttir, Guð-
rún Erna Sigurðardóttir, Jónas H.
Jónsson, Eygló Lind Egilsdóttir,
Guðrún Björnsdóttir, Sveinn Ágúst
Guðmundsson, Arnheiður Andrés-
dóttir, Ásmundur Ólafsson og Jón-
ína Eyvindardóttir. Á mótið vant-
aði Ólaf Ágúst Þorbjörnsson sem
komst ekki og þá eru þau látin úr
hópnum sem fermdist í Borgarnes-
kirkju fyrir 50 árum: Kristín Þor-
björg Halldórsdóttir, Steinunn
Geirsdóttur og Hólmfríður Héð-
insdóttir.
-fréttatilkynning
Talverðar gatnaframkvæmdir eru á
Akranesi um þessar mundir. Í gær
voru malbiksframkvæmir undir-
búnar við Akratorg með hreinsun
slökkviliðs á götunni, en unnið hef-
ur verið að breytingum við torgið
í allan vetur. Skagabraut og Skóla-
braut voru fræstar upp fyrir nokkru
og er áætlað að starfsmenn OR
ljúki við að ganga frá viðgerðum á
lagnakerfi er tengist götunum um
mánaðamótin júní - júlí og malbik-
un verði lokið um 20. júlí. Útboð
á malbikun hefur verið auglýst og
reiknað með að opna tilboð í verkið
10. júní nk., samkvæmt upplýsing-
um frá Regínu Ásvaldsdóttur bæj-
arstjóra. þá
Nú fara í hönd kosningar til sveitar-
stjórnar og málefnaskrár flokkanna
berast inn um bréfalúguna mismun-
andi íburðarmiklar og innihaldsrík-
ar. Vinstri grænir hafa allt frá stofn-
un staðið fyrir jafnrétti, jöfnuði og
umhverfismálum. Það munum við
gera áfram. Við hjá Vinstri grænum
á Akranesi erum stolt af því að hafa
tekið þátt, á síðustu fjórum árum,
í uppbyggingu á jafn öflugu bæj-
arfélagi og Akranes er. Á Akranesi
leynist mikið af ónýttum tækifærum
s.s. við atvinnusköpun í ferðaþjón-
ustu, þar sem nýta má fallegt um-
hverfi Skagans á sjálfbæran hátt.
Við hjá Vinstri grænum og óháð-
um viljum jafnframt að á Akranesi
séu mannleg gildi látin vera í for-
gangi í allri ákvarðanatöku bæj-
arins og að forgangsraðað verði í
þágu jafnréttis og mannréttinda.
Við viljum að þjónusta bæjarbúa
verði einstaklingsmiðuð án þess að
skipta fólki í flokka. Við viljum að
hugsað verði til langs tíma í öllum
málaflokkum og að álit sem flestra
sé haft til hliðsjónar við ákvarðana-
töku. „Ekkert um okkur án okkar,”
eru einkunarorð sem gott er að hafa
í huga.
Við viljum skynsama fjármála-
stjórnun, þar sem niðurgreiðsla
skulda er í forgangi, þannig að rými
skapist til bætts rekstrar og aukinna
framkvæmda. Í framkvæmdamálum
er mikilvægt að gerð verði framtíð-
aráætlun um viðhald og uppbygg-
ingu í bænum, þannig að allar fram-
kvæmdir miði að því að umferðar-
og aðgengismál verði bætt, t.d. með
þarfir umhverfisvænnar umferðar í
huga. Þannig stefnum við að því að
Akranes verði vistvænn bær. Með
því móti verði umhverfið ávallt
látið njóta vafans. Við lítum ekki
á sorpflokkun sem gjaldskrármál
heldur heilbrigða skynsemi.
Við viljum klára að koma upp að-
stöðu eldri borgara í samráði við þá
og hugsa til langs tíma. Í skólamál-
um grunnskólanna viljum við að
hlustað verði á hugmyndir nem-
enda, starfsmanna og foreldra. Við
viljum að kannað verði hvernig
innritunarmál í leikskóla verði best
fyrirkomið með þarfir barnanna,
foreldra og getu leikskólana í huga.
Við hjá Vinstri grænum höfum
á undanförnum kjörtímabilum afl-
að okkur reynslu í sveitarstjórnar-
málum og höfum beitt okkur fyr-
ir skynsemi í stjórnun bæjarins. Við
erum stolt af því að á þeim tíma
sem við höfum setið í meirihluta,
hafa stjórnmál bæjarins byggst á því
að hlustað er á fólk hvort heldur er
utan eða innan bæjarstjórnarsalar-
ins. Við viljum halda þessu áfram
og erum því tilbúin að leiða Akra-
nes áfram til grænnar framtíðar.
Þröstur Þór Ólafsson
Höf. er oddviti Vinstir grænna og
óháðra á Akranesi.
Sveitarstjórn Dalabyggðar sam-
þykkti samhljóða á fundi sínum í
síðustu viku að í tilefni 800 ára af-
mælis Sturlu Þórðarsonar skálds og
sagnaritara verði efnt til Sturluhá-
tíðar í Tjarnarlundi í Saurbæ 27. júlí
nk. Nefnd sem sveitarstjórn skip-
aði að tillögu menningar- og ferða-
málanefndar til að undirbúa hátíð-
ina lagði fram tillögu og greinar-
gerð á umræddum fundi sveitar-
stjórnar sem hljóðar svo: „Sveitar-
stjórn Dalabyggðar samþykkir að
stofna nefnd til þess að fjalla um
það hvernig minningu Sturlu Þórð-
arsonar skálds og sagnaritara verð-
ur best sinnt í Dalabyggð, en þar
eru áformaðir fleiri viðburðir til
að minnast Sturlu. Nefndin verði
skipuð þremur einstaklingum og
skulu þeir í starfi sínu hafa sérstakt
samstarf við Stofnun Árna Magn-
ússonar og Snorrastofu í Reykholti.
Þá skal nefndin leita eftir formlegu
samstarfi við menntamálaráðu-
neytið. Nefndin skili tillögum sín-
um til sveitarstjórnar fyrir lok árs-
ins 2014.“ Tillagan var samþykkt
í einu hljóði á fundinum. Jóhann-
es Haukur Hauksson oddviti lagði
til á fundinum að fulltrúar í undir-
búningsnefnd Sturluhátíðar; Svav-
ar Gestsson, Sumarliði Ísleifsson
og Sigurður Þórólfsson verði skip-
aðir í hina nýju nefnd ásamt fulltrúa
úr sveitarstjórn sem verði skipaður
að loknum sveitarstjórnarkosning-
um.
þá
Starfshópur á vegum Byggðasafns-
ins í Görðum, sem fjallað hefur
um ráðstöfun tíu milljóna króna
styrks úr Bræðrapartssjóði, hefur
lagt til drög af ráðstöfunum hans
ásamt kostnaðaráætlun til stjórnar
byggðasafnsins. Það var kynnt á
fundi stjórnar byggðasafnsins sl.
miðvikudag. Starfshópurinn legg-
ur til að samtals 6.750.000 kr. verði
ráðstafað til að koma upp sýningu
um útgerð tengda Bræðraparti með
tengingu við útgerðarsögu Akra-
ness, þar sem báturinn Sæunn verði
miðpunkturinn. Keyptur verði
margmiðlunarbúnaður og búnað-
ur til að stjórna rakastigi, báturinn
og hjallurinn forvarðir og sýningin
hönnuð og sett upp. Starfshópur-
inn leggur til að eftirstöðvar styrks-
ins 3.250.000 kr verði lagðar inn
á reikning í eigu Byggðasafnsins í
Görðum og verði ráðstöfun þess-
ara fjármuna skilyrt til að varðveita
þá muni sem komu til safnsins frá
Bræðraparti og til að setja upp sýn-
ingu með þessum munum í náinni
framtíð.
Umræddur styrkur sem kenndur
er við Bræðrapart var afhentur í lok
febrúar síðastliðnum þegar form-
lega var lagður niður minningar-
sjóður sem stofnað var til á árinu
1969 til minningar um hjónin á
Bræðraparti á Akranesi, Guðlaugu
Gunnlaugsdóttur húsmóður og Jón
Gunnlaugsson útvegsbónda. Við þá
athöfn var veitt framsal fyrir rúm-
um hundrað milljónum króna til
uppbyggingar og velferðar á Akra-
nesi og rann bróðurpartur hans til
björgunarmála á Akranesi. þá
Pennagrein
Vilji til verka
Sturluhátíð í Saurbæ í lok júlí
Minnisvarði um skáldin Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal og Sturlu Þórðarson við
Tjarnalund í Saurbæ.
Hjónin frá Bræðraparti; Jón Gunnlaugsson og Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Ljósm.
úr safni Haraldarhúss.
Sýning um útgerð frá Bræðraparti
verði sett upp í Görðum
Malbiksframkvæmdir við Akratorg
undirbúnar í gærmorgun. Slökkvilið er
hér að hreinsa götuna. Ljósm. jsb.
Malbiksframkvæmdir
undirbúnar við Akratorg
Fermingarbörnin frá 1964 þegar þau voru að skoða Valafell.
Fimmtíu ára fermingar-
afmæli í Ólafsvík
Fimmtíu ára fermingar-
afmæli á Skaga