Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Við sitjum í borðsalnum á línuskip-
inu Tjaldi SH í Rifi og ræðum við
Unnar Leifsson matsvein þar um
borð: „Ég fæddist í Ólafsvík en bý
hér í Rifi. Ég flutti hingað úteft-
ir árið 1960, þá fjögurra ára gam-
all og hér hef ég verið síðan. Mín
sjómennska hófst á vertíðarbáti
sem hét Bjargey SH. Við vorum
á þorskanetum og Kristján Jóns-
son var skipstjóri. Hann á Matth-
ías SH í dag. Þetta var 1974 eða þar
um bil. Ég var svo á ýmsum bátum
í gegnum árin. Ég var nokkur ár á
Skarðsvík SH og Hamra Svani SH.
Síðast var ég svo á Kópanesi SH
eina vertíð áður en ég byrjaði sem
kokkur hér á Tjaldi SH þegar hann
kom nýr til landsins árið 1992. Það
eru þá orðin 22 ár hér um borð í því
starfi. Ætli árin á sjónum séu ekki
orðin rúmlega 40.“
Fjögurra daga túrar
Stundum er sagt að kokkurinn sé
mikilvægasti skipverjinn. Léleg-
ur kokkur geti hreinlega eyðilagt
móralinn um borð. Góður kokkur
sé hins vegar gulls ígildi. Ef karl-
arnir fái gott að borða geti þeir sætt
sig við næstum hvað sem er og þol-
að hverja raun. Tjaldurinn er ný-
kominn úr veiðiferð. Þó Unnar sé
upptekinn við að raða kostinum
fyrir næsta túr í hillurnar í búrinu
þá gefur hann sér tíma til að setj-
ast niður með kaffibolla í snyrtileg-
um matsalnum á þessu fallega skipi.
Það er auðséð að það væsir ekkert
um þá sem eru á Tjaldi. Hvorki í
mat né öðru.
„Það er mjög gott að vera hér.
Núna er útgerðarmynstrið á Tjaldi
þannig að við erum fjóra daga úti. Á
fimmta degi löndum við oftast nær
250 til 300 körum af ísuðum afla.
Núna fyrri hluta árs og um sum-
artímann erum við hér á Breiða-
fjarðarsvæðinu. Á haustin förum
við norður og austur fyrir land. Þá
löndum við á Dalvík eða Seyðis-
firði. Þarna erum við fram að jól-
um. Svo komum við heim og róum
þá og löndum hér á Rifi.“
Ein og hálf áhöfn
Unnar man svo sannarlega tímana
tvenna í sjómennskunni. Að vera
á nútíma fiskiskipi er allt annað líf
en þegar hann var að byrja fyrir
40 árum. „Við erum 14 um borð í
einu en alls eru 21 maður á skipinu.
Það eru ávallt sjö menn í fríi í einu.
Þannig má segja að við séum með
eina og hálfa áhöfn á skipinu. Hver
maður rær í tuttugu daga og fær svo
tíu daga frí. Sjö fara í land og sjö
koma um borð. Þetta er alveg fast
kerfi og mjög reglubundið. Það er
afar þægilegt fyrirkomulag.“
Unnar segir að það séu sáralitl-
ar breytingar á áhöfninni. Menn
halda í plássin á Tjaldinum. „Fyrsta
árið eftir að báturinn kom til lands-
ins var nokkur hreyfing á mann-
skapnum. Þá var aflinn saltaður um
borð. Þetta þótti erfitt enda gífur-
leg vinna. Svo komst meiri stöðug-
leiki á þetta þegar við hættum að
salta en hófum að frysta aflann um
borð. Í dag frystum við hins vegar
ekkert. Allur afli er ísaður.“
Kokkurinn á langa
vinnudaga
Unnar sér einn um alla matseld
um borð. Við ræðum starf kokks-
ins. Hann lýsir því stuttlega. „Ég
vakna klukkan fimm á morgnana
og tek til morgunmat. Síðan ræsi ég
vaktina sem er að fara út um daginn
klukkan sex. Hin vaktin kemur svo
inn í borðsal um klukkan hálf sjö.
Um sjöleytið er ég búinn að ganga
frá og á þá pásu kannski til klukk-
an níu. Þá tek ég til morgunkaffi
fyrir strákana sem eru á vakt og fer
með það niður á vinnsludekk þar
sem þeir eru með litla kaffistofu.
Svo leysi ég stýrimanninn af uppi
í brú svo hann komist líka í kaffi.
Eftir þetta byrja ég að matreiða og
gera kláran hádegismatinn. Það eru
vaktaskipti aftur á hádegi og ég ræsi
næstu vakt. Hver vakt um borð er
sex tímar, og þannig gengur það
allan sólarhringinn.“
Síðdegis er svo aftur kaffi og svo
er kvöldmaturinn klukkan sex. Eft-
ir það tekur næsta vakt við. „Ég sé
líka um að ræsa hana. Það er líka
kvöldkaffi alveg eins og morgun-
kaffið. Ég er búinn að öllu um hálf
tíu á kvöldin og þá get ég lagt mig.
Svona gengur dagurinn hjá mér.
Síðan veltur það bara á hvað mað-
ur er viljugur og í miklu stuði hvað
maður gerir. Ég er oft að baka og
gera ýmislegt þegar vel liggur á
mér,“ segir Unnar og brosir breitt.
Hafa prófað ýmislegt
Talið berst að bátnum og merkri
sögu hans. Unnar þekkir hana alla.
Tjaldur hefur alltaf verið happa-
skip og brotið blað í útgerðasög-
unni með ýmsum frumkvöðlaveið-
um. „Við vorum mikið í grálúð-
unni hér áður fyrr, meðal annars
á netaveiðum eftir henni. Þá ísuð-
um við aflann og lönduðum á Ak-
ureyri. Svo var það skemmtilegur
tími þegar við vorum í Barentshaf-
inu 2001 og 2002. Við vorum tvo
vetur þar og lönduðum í Tromsö í
Noregi. Veiddum þorsk og fryst-
um aflann um borð. Þetta var bara
ánægja þó það væri alltaf myrk-
ur þarna norðurfrá. Annan vetur-
inn vorum við mjög heppnir með
veður, það var renniblíða allan tím-
ann.“
Við gætum eytt deginum í að
tala um liðnar veiðferðir og fiskirí.
Unnar hefur frá mörgu að segja.
Strákarnir úr áhöfninni ganga fram
hjá okkur með töskur sínar. Þeir
ætla að drífa sig í land. Vorið er
komið á Rifi og sólin skín. Menn
vilja skiljanlega komast frá borði
og njóta þess. Skipið veiðir fyr-
ir vinnslu KG-fiskverkunar á Rifi
sem einnig gerir það út. Tjaldi SH
er ekki haldið lengur við bryggju
en nauðsyn krefur. Landlegurnar
eru stuttar. Því gildir að nýta tím-
ann vel þegar menn eru í landi og
eiga að fara aftur í næsta túr.
Lætur ekki deigan síga
Sjálfur hefur Unnar nóg að sýsla
þegar hann er í landi. Fólkinu sem
býr undir Jökli fellur sjaldnast verk
úr hendi. Kokkurinn á Tjaldi SH
og fjölskylda hans eru engin und-
antekning á því. „Við fjölskyldan
rekum lítið reykhús þar sem við
reykjum fisk. Ég vinn aðeins í því
ef það er eitthvað að gera. Svo eig-
um við trillu líka, Andra SH, og
gerum hana út á strandveiðarnar
um sumartímann. Halldóra Krist-
ín dóttir okkar hjóna rær á henni.
Annars starfar Guðrún Gísladótt-
ir eiginkona mín á dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík. Þar er hún eina
viku í einu en á svo viku í frí. Hall-
dóra Kristín vinnur svo á leikskóla
en fær frí til að fara á strandveið-
arnar.“
Engan bilbug er svo að finna á
Unnari þó hann nálgist nú brátt að
hafa átt hálfa öld á sjó. „Ég reikna
með því að vera lengi áfram enn
á meðan ég stend í lappirnar. Ég
kann ákaflega vel við mig hér um
borð í Tjaldi.“ mþh
Matsveinn með mörg járn í eldinum
Strax um leið og skipið leggst að bryggju er hafist handa við löndun. Annað sem
ekki er síður mikilvægt er að bætt er við kostinn. Nýr kostur er handlangaður
gegnum glugga á eldhúsinu og honum skutlað beint inn í búr þar sem kokkurinn
raðar í hillur.
Unnar Leifsson matsveinn á Tjaldi SH 270 í matsalnum um borð.
Tjaldur SH kemur til löndunar í Rifi.
Ker Umbúðamiðlunar eru
eingöngu ætluð til leigu
undir matvæli.