Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Björgunarskip Landsbjargar hafa margoft sannað gildi sitt. Það er mikið öryggi fyrir sjófarendur að vita af þessum skipum í höfnum allt umhverfis landið þaðan sem þau geta lagt út með örskömm- um fyrirvara ef neyð steðjar að. Björgunarskipið Björg í Rifi er eitt þeirra. „Það eru 14 bátar af þess- ari tegund á Íslandi í dag. Þeir eru í höfnum allt umhverfis landið; Reykjavík, Hafnarfirði, Sandgerði, Grindavík, Hornafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Vopnafirði, Raufarhöfn, Siglufirði, Skagaströnd, Ísafirði, Patreksfirði og svo hér í Rifi,“ seg- ir Páll Valdimar Stefánsson. Hann er hafnarvörður í Rifi og skipstjóri á Björgu. Ávallt viðbúnir „Björg er ávallt tilbúin í útkall, alla daga ársins. Það er mitt að hafa um- sjón með því að skipið sé alltaf til reiðu ef á þarf að halda. Allt verður að vera í góðu lagi, olíutankar full- ir og þess háttar. Björgunarfólk- ið á að geta gengið beint um borð og báturinn lagt af stað þegar það kemur útkall frá Vaktstöð siglinga. Það eru send út SMS smáskila- boð. Björgunarskipið er með sér- stakan útkallshóp af fólki sem boð- in eru send til. Síðan er björgunar- sveitin sjálf með eigin útkallshóp. Þegar það er útkall þá er það yfir- leitt þannig að um leið og fimm til sex manns hafa skilað sér um borð í björgunarskipið þá er áhöfn tal- in fullskipuð að lágmarki fyrir út- kall, landfestar eru leystar og lagt af stað,“ segir Páll. Hópurinn sem ávallt er kall- að í er þó stærri. Þannig geta far- ið fleiri með í útköll ef marg- ir koma að bátnum á sama tíma. Stundum koma líka þær aðstæð- ur að velja þarf mannskap í áhöfn- ina. „Það á sérstaklega við ef veður er mjög slæmt. Þá viljum við hafa atvinnusjómenn um borð. Hið sama gildir ef um er að ræða björg- un slasaðra. Þá verður einhver að vera um borð sem kann til sjúkra- flutninga. Allir skipverjar okkar hafa síðan lært skyndihjálp. Það er svo læknir um borð í þyrlu Land- helgisgælsunnar. Hún er kölluð út ef alvarleg óhöpp eiga sér stað og það þarf að koma fólki hratt undir læknishendur.“ Björg er harðsnúið skip Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ fékk skipið árið 2002. Björgin var smíðuð árið 1976 og keypt notuð frá Bretlandi. „Þetta er mjög sterkbyggð fleyta. Bretar eiga langa siglingasögu og vita al- veg hvað þeir eru að gera þegar þeir hanna og smíða svona báta. Þegar Björg var í eigu Breta var hún stað- sett á eyjunni Isle of Wight í Erm- arsundi sem er jú ein fjölfarnasta siglingaleið í heimi. Síðustu þrjú árin í Englandi var hún svo notuð sem skólaskip við björgunarskóla. Það hefur lítið verið um bilanir. Það er auðvelt að fá flesta varahluti. Sumt getur þó verið erfitt að finna þegar skip eru orðin þetta gömul. Bretarnir voru að skipta þeim út og taka í notkun nýja kynslóð björg- unarbáta. Þeir eru með miklu öfl- ugari vélar. Við erum með tvær 450 hestafla vélar í Björgu. Nýju bát- arnir hjá þeim eru hins vegar með tvær 1.000 til 1.200 hestafla vélar og ganga 23 - 25 sjómílur á klukku- stund. Okkar gengur 14 – 15 míl- ur,“ útskýrir Páll. Hann segir að það séu þó eng- ar áætlanir um að skipta Björgu út fyrir nýrra skip. „Það er töluvert mikið eftir í þessum skipum. Ekk- ert finnst á markaðinum í staðinn nema þá skip sem eru alltof dýr og við ráðum ekkert við að kaupa.“ Öryggið felst í forvarnargildinu Sjálfur er Páll gamalreyndur á haf- inu og hefur búið á Hellissandi síð- an um 1970. Hann starfaði sem sjó- maður og skipstjóri í rúm 30 ár. „Ég var mikið á stórum bátum sem þá töldust vera. Það voru bátar á stærðarbilinu 50 til 150 tonn. Síðan endaði ég í eigin útgerð sem trillu- karl áður en ég gerðist hafnarvörð- ur. Það er mikið öryggi fólgið í því fyrir okkur öll sem búum í þessu landi að hafa svona báta eins og Björgu. Sem betur fer hefur aldrei komið til þess að hún hafi verið notuð í alvarlegum slysum. Reynsl- an hefur sannað að það hefur mikið fyrirbyggjandi gildi að hafa svona skip. Þau eru ákveðin vörn gegn því að óhöpp þróist með þeim hætti að úr verði alvarleg slys. Björg hefur oft dregið vélarvana báta að landi. Síðan hafa sjúklingar verið sóttir út á sjó. Við förum líka með varahluti til skipa á hafi úti. Þannig er tryggt að fólk nái landi heilt á húfi.“ Margir á sjó yfir sumarið Þegar Skessuhorn ræddi við Pál um borð í Björgu var hann nýkominn í land ásamt félögum sínum eftir að hafa bjargað strandveiðitrillu í land sem eldur hafði kviknað í úti á Breiðafirði. „Það er oft mikill atgangur þeg- ar strandveiðarnar standa yfir enda margir bátar á sjó. Það virðist þó hafa fækkað eitthvað á þeim veiði- skap nú í ár miðað við þau síðustu. Þeim gæti nú fjölgað í júní. Svo verður áhugavert að sjá hve marg- ir fara á makrílveiðarnar í sumar. Mér heyrist nú reyndar að það sé eitthvað hik á sumum. Menn óttast að makrílverðið eigi eftir að verða lægra heldur en í fyrra. Þeir eru eitthvað að skoða þetta. Hins vegar standa margir kannski líka frammi fyrir því að hafa ekkert annað að gera í sumar vilji þeir fara á sjó á bátum sínum nema fara á makríl- inn. Þetta kemur allt í ljós,“ seg- ir Páll að lokum. Hann og félagar hans í björgunarsveitinni Lífsbjörgu verða á vaktinni ef með þarf. mþh Í upphafi strandveiðanna 2011 fór Björgin á einum degi til aðstoðar fimm smábátum. Að auki var kannað með rekald sem sást úti af Gufuskálum. Björgunarskip Landsbjargar minnka líkur á að illa fari Páll Valdimar Stefánsson skipstjóri á björgunarskipinu Björgu og hafnarvörður í Rifi. Fræg björgun þegar Björgin kom tóg yfir í Úllu SH skömmu áður en bátinn rak upp í fjöruna skammt frá Rifi í foráttubrimi í september 2007. Ljósm. af. Páll á stjórnpalli Bjargar leggur að bryggju eftir farsælan björgunarleiðangur úti á Breiðafirði nú í maí. Fremstur á myndinni er Sævar Sveinbjörnsson skipverji á Björgu. Guðmundur Runólfsson hf. Sólvöllum 2 – Grundarfjörður- Sími 430 3500 S ke ss uh or n 20 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.