Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 88

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 88
88 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstafur: Betri byggð, X-H Nafn og aldur: Eggert Kjartansson, 50 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Sauðfjárbóndi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Kath- arinu Kotschote og eigum við þrjár dætur 8 ára, 5 ára og 3 ára. Búseta: Hofsstöðum. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórn- armálum: Í hreppsnefnd frá 1994 – 2010, þar af varaoddviti 1998-2006 og oddviti 2006-2010. „Skólamál og sátt í hitaveitumálum ásamt atvinnumálum en þar sem helst er horft til ljósleiðaravæðingar eru helstu mál okkar framboðs.“ Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá núver- andi sveitarstjórn? „Pass.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfé- lag og töframaður myndi galdra þær, hverj- ar yrðu þær? „Að allir gætu búið hér í sátt og samlyndi, allir hefðu nóg af heitu og köldu vatni og á hverja eyðijörð settist að ungt fólk sem hefði öruggt lífsviðurværi í sveitinni.“ „Íbúafjöldi hefur verið svipaður í nokkur ár og eru öll tækifæri til staðar til að íbúum fjölgi. Tækifærin felast í að nýta þann mikla mannauð sem í sveitarfélaginu er til góðra verka. Heitt vatn þarf að fara sem víðast til að geta orðið að gagni fyrir samfélagið og net- tengingin verður að vera betri en hún er.“ Hver mörgum mönnum spáir þú að þinn listi nái inn í sveitarstjórn? „Stefni að þremur en það getur orðið tæpt.“ Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Í raun er minn uppá- haldsstaður í Snæfellsbæ, uppi á toppi Elliða- tinda en þaðan er víðsýnt og m.a góð yfirsýn yfir Eyja- og Miklaholtshrepp, t.d. Löngu- fjörur, Seljafellið og Ljósufjöll.“ „Hvernig sem kosningarnar fara er mik- ilvægast að þeir aðilar sem kjörnir verða í hreppsnefnd beri gæfu til að vinna þétt sam- an til að skapa hér betri byggð næstu árin,“ segir Eggert að lokum. Nafn framboðs og listabókstafur: Sveit- in, X-F Nafn og aldur: Þröstur Aðalbjarnarson, 40 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Bóndi. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Lauf- eyju Bjarnadóttur og við eigum tvær dætur, Alexöndru Ástu og Bjarndísi Erlu. Búseta: Stakkhamri. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórn- armálum: Hef setið í sveitarstjórn síðastlið- in 4 ár. „Helstu stefnumál okkar framboðs fyr- ir þessar kosningar eru ljósleiðaravæðing, skólamál og sameining.“ Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá nú- verandi sveitarstjórn? „Það hefur tekist vel til með fjármál sem eru nú í góðum farvegi.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfé- lag og töframaður myndi galdra þær, hverj- ar yrðu þær? „Sveitarfélagið yrði ljósleið- aravætt, skólamálin í góðum farvegi og við myndum sameinast öðru sveitarfélagi.“ Hvað finnst þér um þróun íbúafjölda í sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir þér eftir fjög- ur ár? „Það yrði stórauk- inn íbúafjöldi með samein- ingu sveitar- félaga.“ Helstu ógn- anir sveitar- félagsins segir Þröstur vera smæðina, fá- mennið og veika stjórn- sýslu. Hann segir tækifærin blasa við. „Hér eru mikil tækifæri til matvælaframleiðslu og nýtingar á landsins gæðum. Auðlindir sveit- arfélagsins eru víða.“ Þröstur segist vonast til að ná þremur mönnum í sveitarstjórn af sínum lista. Að- spurður um hvað sé fallegasti staðurinn í hans sveitarfélagi segir hann Löngufjörur og alla fjallasýnina það fallegasta í sveitarfélaginu. „Við stefnum á íbúalýðræði, við ætlum að vinna fyrir fólkið og framtíðina,“ segir Þröst- ur Aðalbjörnsson að lokum. H-listi Betri byggð í Eyja- og Miklaholtshreppi F-listi Sveitin í Eyja- og Miklaholtshreppi forsteyptar einingar BM Vallá ehf · Akureyri Austursíðu 2 603 Akureyri Sím: 412 5203 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 sala@bmvalla.is Smellinn + Upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustu Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem eru byggðar á staðlaðri grunneiningu með baðherbergi. Grunneining getur staðið ein og sér, en einingunum má einnig raða saman á ýmsa vegu og tengja með gangi. Hægt er að bæta við mötuneytis- og þjónusturýmum. Smellinn+ einingahúsin eru ódýr og auðveld í uppsetningu. Þau eru tilvalin fyrir aðila í ferðaþjónustu, en henta einnig einstaklega vel sem veiðihús, gestahús, sumarhús o.fl. Kynntu þér útfærslur og áferðarmöguleika á heimasíðu okkar eða hafðu samband við söludeild. www.bmvalla.is Einstakt hús – margir möguleikar PI PA R\ TB W A · SÍ A · 14 11 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.