Skessuhorn - 27.05.2014, Síða 88
88 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Nafn framboðs og listabókstafur: Betri
byggð, X-H
Nafn og aldur: Eggert Kjartansson, 50 ára,
skipar 1. sæti listans.
Atvinna: Sauðfjárbóndi.
Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Kath-
arinu Kotschote og eigum við þrjár dætur 8
ára, 5 ára og 3 ára.
Búseta: Hofsstöðum.
Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórn-
armálum: Í hreppsnefnd frá 1994 – 2010,
þar af varaoddviti 1998-2006 og oddviti
2006-2010.
„Skólamál og sátt í hitaveitumálum ásamt
atvinnumálum en þar sem helst er horft til
ljósleiðaravæðingar eru helstu mál okkar
framboðs.“
Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá núver-
andi sveitarstjórn? „Pass.“
Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfé-
lag og töframaður myndi galdra þær, hverj-
ar yrðu þær? „Að allir gætu búið hér í sátt og
samlyndi, allir hefðu nóg af heitu og köldu
vatni og á hverja eyðijörð settist að ungt fólk
sem hefði öruggt lífsviðurværi í sveitinni.“
„Íbúafjöldi hefur verið svipaður í nokkur
ár og eru öll tækifæri til staðar til að íbúum
fjölgi. Tækifærin felast í að nýta þann mikla
mannauð sem í sveitarfélaginu er til góðra
verka. Heitt vatn þarf að fara sem víðast til að
geta orðið að gagni fyrir samfélagið og net-
tengingin verður að vera betri en hún er.“
Hver mörgum mönnum spáir þú að þinn
listi nái inn í sveitarstjórn? „Stefni að þremur
en það getur orðið tæpt.“
Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn
í þínu sveitarfélagi? „Í raun er minn uppá-
haldsstaður í Snæfellsbæ, uppi á toppi Elliða-
tinda en þaðan er víðsýnt og m.a góð yfirsýn
yfir Eyja- og Miklaholtshrepp, t.d. Löngu-
fjörur, Seljafellið og Ljósufjöll.“
„Hvernig sem kosningarnar fara er mik-
ilvægast að þeir aðilar sem kjörnir verða í
hreppsnefnd beri gæfu til að vinna þétt sam-
an til að skapa hér betri byggð næstu árin,“
segir Eggert að lokum.
Nafn framboðs og listabókstafur: Sveit-
in, X-F
Nafn og aldur: Þröstur Aðalbjarnarson, 40
ára, skipar 1. sæti listans.
Atvinna: Bóndi.
Hjúskaparstaða og fjölskylda: Giftur Lauf-
eyju Bjarnadóttur og við eigum tvær dætur,
Alexöndru Ástu og Bjarndísi Erlu.
Búseta: Stakkhamri.
Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórn-
armálum: Hef setið í sveitarstjórn síðastlið-
in 4 ár.
„Helstu stefnumál okkar framboðs fyr-
ir þessar kosningar eru ljósleiðaravæðing,
skólamál og sameining.“
Hvernig finnst þér til hafa tekist hjá nú-
verandi sveitarstjórn? „Það hefur tekist vel til
með fjármál sem eru nú í góðum farvegi.“
Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfé-
lag og töframaður myndi galdra þær, hverj-
ar yrðu þær? „Sveitarfélagið yrði ljósleið-
aravætt, skólamálin í góðum farvegi og við
myndum sameinast öðru sveitarfélagi.“
Hvað finnst þér um þróun íbúafjölda í
sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir
þér eftir fjög-
ur ár? „Það
yrði stórauk-
inn íbúafjöldi
með samein-
ingu sveitar-
félaga.“
Helstu ógn-
anir sveitar-
félagsins segir
Þröstur vera
smæðina, fá-
mennið og
veika stjórn-
sýslu. Hann segir tækifærin blasa við. „Hér
eru mikil tækifæri til matvælaframleiðslu og
nýtingar á landsins gæðum. Auðlindir sveit-
arfélagsins eru víða.“
Þröstur segist vonast til að ná þremur
mönnum í sveitarstjórn af sínum lista. Að-
spurður um hvað sé fallegasti staðurinn í hans
sveitarfélagi segir hann Löngufjörur og alla
fjallasýnina það fallegasta í sveitarfélaginu.
„Við stefnum á íbúalýðræði, við ætlum að
vinna fyrir fólkið og framtíðina,“ segir Þröst-
ur Aðalbjörnsson að lokum.
H-listi Betri byggð í Eyja- og
Miklaholtshreppi
F-listi Sveitin í Eyja- og
Miklaholtshreppi
forsteyptar
einingar
BM Vallá ehf · Akureyri
Austursíðu 2
603 Akureyri
Sím: 412 5203
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf
Breiðhöfða 3
110 Reykjavík
Sími: 412 5050
sala@bmvalla.is
Smellinn +
Upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustu
Smellinn+ eru forsteyptar einingalausnir sem
eru byggðar á staðlaðri grunneiningu með
baðherbergi. Grunneining getur staðið ein og
sér, en einingunum má einnig raða saman á
ýmsa vegu og tengja með gangi. Hægt er að
bæta við mötuneytis- og þjónusturýmum.
Smellinn+ einingahúsin eru ódýr og auðveld
í uppsetningu. Þau eru tilvalin fyrir aðila í
ferðaþjónustu, en henta einnig einstaklega
vel sem veiðihús, gestahús, sumarhús o.fl.
Kynntu þér útfærslur og áferðarmöguleika á
heimasíðu okkar eða hafðu samband við söludeild.
www.bmvalla.is
Einstakt hús – margir möguleikar
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
14
11
59