Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 94
94 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
Síðastliðinn laugardag efndi Björt
framtíð á Akranesi til fundar með
nokkrum pólskum íbúum bæjar-
ins, en þeir eru um 5% af heildar
íbúafjölda. Markmiðið var að fjalla
um kosningarnar framundan og var
meðal annars farið yfir hvaða skil-
yrði innflytjendur þurfa að uppfylla
til að hafa kosningarétt í sveitar-
stjórnarkosningum á Íslandi. Í lok
fundar spunnust líflegar umræð-
ur og ljóst er að íbúar á Akranesi
af pólskum uppruna hafa marg-
ar góðar hugmyndir um hvern-
ig bæta megi aðgengi innflytjenda
að samfélagsþátttöku. Björt fram-
tíð á Akranesi hefur það sem eitt
af stefnumálum sínum að koma á
fót nýbúaráði sem væri samræðu-
vettvangur erlendra ríkisborgara
og bæjarins. Framboðið hvetur alla
íbúa Akraness sem eru af erlendu
bergi brotnir og hafa átt lögheimili
á Íslandi í 5 ár til að nýta sinn kosn-
ingarétt – eins og alla aðra. Þess
má og geta að 10. sæti lista Bjartr-
ar framtíðar á Akranesi skipar hin
pólska Patrycja Szałkowicz-Zak,
tónlistarkennari við Tónlistarskól-
ann á Akranesi. -fréttatilkynning
Þessa dagana stendur kosninga-
baráttan fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar á laugardaginn hvað hæst.
Fréttaritari Skessuhorns kannaði
stemninguna á skrifstofum fram-
boðanna í Snæfellsbæ í síðustu viku.
Óvenjumörg framboð eru fyrir þess-
ar kosningar í sveitarfélaginu, fjögur
í stað tveggja við síðustu kosningar.
af
Mjólkursamlagið Mjöll, sem stofn-
að var á Beigalda í Borgarhreppi
árið 1919, var ekki aðeins fyrsta
mjólkurbúið sem stofnað var á Ís-
landi heldur var með stofnun þess
ráðist í gríðarlega mikla fjárfest-
ingu. Hún slagar upp í að vera
jafnmikil og þegar Borgnesingar
keyptu Eldborgina árið 1932.
Mjöll var fyrsta mjólkurbúið á
Íslandi til að senda gerilsneydda
mjólk á markað. Upphaflega lagði
búið áherslu á að selja rjóma í
Reykjavík, en haustið 1924 hóf það
að senda niðursoðna mjólk í dós-
um á markað. Á þeim tíma var mik-
ið af dósamjólk flutt inn til lands-
ins og ákváðu stjórnendur Mjall-
ar að fara í samkeppni við erlendu
mjólkina.
Áður en dósamjólkin kom á
markað var hlutaféð í Mjöll aukið
upp í 60 þúsund krónur og byggt
var nýtt verksmiðjuhús á Beigalda,
lögð vatnsveita, rafmagn og keypt-
ar nýjar vélar frá Danmörku. Sam-
tals var fjárfesting Mjallar vel yfir
100 þúsund krónur. Til að setja
þessa upphæð í samhengi má nefna
að fyrsti bíllinn sem kom í Borgar-
nes 1918 kostaði 2.200 krónur og
þegar Eldborgin kom í Borgar-
nes árið 1934 kostaði hún 110 þús-
und krónur. Hluthafar í Mjöll voru
bændur og kaupmenn í Borgarnesi
og Reykjavík. Aðal hvatamenn að
stofnun fyrirtæksins voru Jóhann
Magnússon bóndi á Hamri og
Hans Gröndfeldt, bóndi á Beigalda
og fyrrverandi mjólkurskólastjóri.
Verksmiðjuhúsið á Beigalda
brann í desember 1925 og árið eft-
ir hóf Mjöll starfsemi í Borgarnesi.
Reksturinn gekk ekki vel og ákváðu
hluthafarnir að selja Kaupfélagi
Borgfirðinga fyrirtækið. Mjöll
varð þá grunnur að starfsemi sem
Sigurður Guðbrandsson gat byggt
á þegar hann varð mjólkursamlags-
stjóri árið 1933.
Fjallað verður um Mjöll, fyrsta
sláturhúsið í Borgarnesi, Hérí-
höllina, Samkomuhúsið og fleiri
hús í sögugöngu sem Egill Ólafs-
son sagnfræðingur stendur fyrir í
Borgarnesi á kjördag, laugardag-
inn 31. maí. Egill er að skrifa sögu
Borgarness. Hann mun í frásögn
sinni segja frá Stefáni Björnssyni
hreppsstjóra, séra Einari Friðgeirs-
syni á Borg, Geirlaugu Jónsdóttur
og Skallagrímsgarði og hugsanlega
verður skotið inn sögum af Steina
Jóru. Lagt verður í sögugönguna
frá Landnámssetrinu kl. 11.
-fréttatilkynning
Sjálfstæðisflokkurinn og L listi
Samstaða í Grundarfirði héldu sam-
eiginlegan framboðsfund í Sam-
komuhúsi Grundarfjarðar á sunnu-
dagskvöldið. Þar mættu fimm efstu
frambjóðendur á hvorum lista og
sögðu bæjarbúum frá sínum hug-
myndum um hvernig þeir telja að
reka eigi bæjarfélagið og helstu
áherslumál. Vel var mætt á fundinn
en fullt var út úr dyrum í samkomu-
húsi Grundarfjarðar.
tfk
Krakkarnir í Grunnskóla Grund-
arfjarðar eru búnir að vera í dans-
kennslu undanfarna daga enda lítið
eftir af skólanum og því um að gera
að brjóta starfið aðeins upp. Krakk-
arnir stóðu sig með mikilli prýði og
ljóst að danshæfileikana vantar ekki
í grunnskóla Grundarfjarðar. tfk
Sýndu hæfileika sína í dansi
N-listinn er annað tveggja nýrra framboða í Snæfellsbæ. Hér er svipmynd úr
Sjávarsafninu þar sem listinn hefur aðsetur.
Litið inn á kosninga-
skrifstofur í Snæfellsbæ
Leiðtoginn sjálfur var mættur til fundar við frambjóðendur Bjartrar framtíðar.
Sjálfstæðismenn skrafa um næstu skref í baráttunni á sinni skrifstofu.
Bekkurinn var þétt setinn hjá J-listanum, framboði félagshyggjufólks í Snæ-
fellsbæ.
Mjólkurbúið Mjöll var risafyrirtæki
Söguganga um Borgarnes á kosningadaginn
Funduðu með Pólverjum
búsettum bænum
Sameiginlegur framboðsfundur
í Grundarfirði