Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Page 94

Skessuhorn - 27.05.2014, Page 94
94 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Síðastliðinn laugardag efndi Björt framtíð á Akranesi til fundar með nokkrum pólskum íbúum bæjar- ins, en þeir eru um 5% af heildar íbúafjölda. Markmiðið var að fjalla um kosningarnar framundan og var meðal annars farið yfir hvaða skil- yrði innflytjendur þurfa að uppfylla til að hafa kosningarétt í sveitar- stjórnarkosningum á Íslandi. Í lok fundar spunnust líflegar umræð- ur og ljóst er að íbúar á Akranesi af pólskum uppruna hafa marg- ar góðar hugmyndir um hvern- ig bæta megi aðgengi innflytjenda að samfélagsþátttöku. Björt fram- tíð á Akranesi hefur það sem eitt af stefnumálum sínum að koma á fót nýbúaráði sem væri samræðu- vettvangur erlendra ríkisborgara og bæjarins. Framboðið hvetur alla íbúa Akraness sem eru af erlendu bergi brotnir og hafa átt lögheimili á Íslandi í 5 ár til að nýta sinn kosn- ingarétt – eins og alla aðra. Þess má og geta að 10. sæti lista Bjartr- ar framtíðar á Akranesi skipar hin pólska Patrycja Szałkowicz-Zak, tónlistarkennari við Tónlistarskól- ann á Akranesi. -fréttatilkynning Þessa dagana stendur kosninga- baráttan fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar á laugardaginn hvað hæst. Fréttaritari Skessuhorns kannaði stemninguna á skrifstofum fram- boðanna í Snæfellsbæ í síðustu viku. Óvenjumörg framboð eru fyrir þess- ar kosningar í sveitarfélaginu, fjögur í stað tveggja við síðustu kosningar. af Mjólkursamlagið Mjöll, sem stofn- að var á Beigalda í Borgarhreppi árið 1919, var ekki aðeins fyrsta mjólkurbúið sem stofnað var á Ís- landi heldur var með stofnun þess ráðist í gríðarlega mikla fjárfest- ingu. Hún slagar upp í að vera jafnmikil og þegar Borgnesingar keyptu Eldborgina árið 1932. Mjöll var fyrsta mjólkurbúið á Íslandi til að senda gerilsneydda mjólk á markað. Upphaflega lagði búið áherslu á að selja rjóma í Reykjavík, en haustið 1924 hóf það að senda niðursoðna mjólk í dós- um á markað. Á þeim tíma var mik- ið af dósamjólk flutt inn til lands- ins og ákváðu stjórnendur Mjall- ar að fara í samkeppni við erlendu mjólkina. Áður en dósamjólkin kom á markað var hlutaféð í Mjöll aukið upp í 60 þúsund krónur og byggt var nýtt verksmiðjuhús á Beigalda, lögð vatnsveita, rafmagn og keypt- ar nýjar vélar frá Danmörku. Sam- tals var fjárfesting Mjallar vel yfir 100 þúsund krónur. Til að setja þessa upphæð í samhengi má nefna að fyrsti bíllinn sem kom í Borgar- nes 1918 kostaði 2.200 krónur og þegar Eldborgin kom í Borgar- nes árið 1934 kostaði hún 110 þús- und krónur. Hluthafar í Mjöll voru bændur og kaupmenn í Borgarnesi og Reykjavík. Aðal hvatamenn að stofnun fyrirtæksins voru Jóhann Magnússon bóndi á Hamri og Hans Gröndfeldt, bóndi á Beigalda og fyrrverandi mjólkurskólastjóri. Verksmiðjuhúsið á Beigalda brann í desember 1925 og árið eft- ir hóf Mjöll starfsemi í Borgarnesi. Reksturinn gekk ekki vel og ákváðu hluthafarnir að selja Kaupfélagi Borgfirðinga fyrirtækið. Mjöll varð þá grunnur að starfsemi sem Sigurður Guðbrandsson gat byggt á þegar hann varð mjólkursamlags- stjóri árið 1933. Fjallað verður um Mjöll, fyrsta sláturhúsið í Borgarnesi, Hérí- höllina, Samkomuhúsið og fleiri hús í sögugöngu sem Egill Ólafs- son sagnfræðingur stendur fyrir í Borgarnesi á kjördag, laugardag- inn 31. maí. Egill er að skrifa sögu Borgarness. Hann mun í frásögn sinni segja frá Stefáni Björnssyni hreppsstjóra, séra Einari Friðgeirs- syni á Borg, Geirlaugu Jónsdóttur og Skallagrímsgarði og hugsanlega verður skotið inn sögum af Steina Jóru. Lagt verður í sögugönguna frá Landnámssetrinu kl. 11. -fréttatilkynning Sjálfstæðisflokkurinn og L listi Samstaða í Grundarfirði héldu sam- eiginlegan framboðsfund í Sam- komuhúsi Grundarfjarðar á sunnu- dagskvöldið. Þar mættu fimm efstu frambjóðendur á hvorum lista og sögðu bæjarbúum frá sínum hug- myndum um hvernig þeir telja að reka eigi bæjarfélagið og helstu áherslumál. Vel var mætt á fundinn en fullt var út úr dyrum í samkomu- húsi Grundarfjarðar. tfk Krakkarnir í Grunnskóla Grund- arfjarðar eru búnir að vera í dans- kennslu undanfarna daga enda lítið eftir af skólanum og því um að gera að brjóta starfið aðeins upp. Krakk- arnir stóðu sig með mikilli prýði og ljóst að danshæfileikana vantar ekki í grunnskóla Grundarfjarðar. tfk Sýndu hæfileika sína í dansi N-listinn er annað tveggja nýrra framboða í Snæfellsbæ. Hér er svipmynd úr Sjávarsafninu þar sem listinn hefur aðsetur. Litið inn á kosninga- skrifstofur í Snæfellsbæ Leiðtoginn sjálfur var mættur til fundar við frambjóðendur Bjartrar framtíðar. Sjálfstæðismenn skrafa um næstu skref í baráttunni á sinni skrifstofu. Bekkurinn var þétt setinn hjá J-listanum, framboði félagshyggjufólks í Snæ- fellsbæ. Mjólkurbúið Mjöll var risafyrirtæki Söguganga um Borgarnes á kosningadaginn Funduðu með Pólverjum búsettum bænum Sameiginlegur framboðsfundur í Grundarfirði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.