Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 68

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Sjómenn til hamingju með daginn hedinn.is Pétur Þór Lárusson sjómaður á Akranesi kann að velja sér bifreið til að aka um á í landlegum. Hann á 48 ára gamlan amerískan Cadil- lac Fleetwood Brougham. Það sést þegar Pétur er í landi um sumar- tímann því þá fer Kádiljákurinn á kreik um götur Akraness og víðar. „Það var búið að blunda í mér lengi að eignast svona bíl. Ég átti 1800 kúbika Suzuki-mótorhjól áður. Daginn sem ég keypti bílinn ók ég suður til Reykjavíkur á hjólinu, hundblautur í roki og rigningu. Þar skipti ég á því og þessum bíl. Ég man alltaf þegar ég ók honum heim upp á Skaga sama dag að ég hugsaði hvað það væri nú huggulegt að eiga góða bifreið til að ferðast á með þak yfir höfðinu í þessu illviðri. Það var notaleg tilfinning,“ segir Pétur. Afar vel með farinn bíll Hann segist aldrei hafa séð eftir því að fórna Súkkunni fyrir Kadd- ann. „Ég nota hann mikið. Fólk er stundum að spyrja hvort bíll- inn eyði ekki miklu. Ég svara því til að hann eyði bara því sem sett er á hann. Ég hef aldrei mælt það. Finnst það ekki skipta neinu höfuð- máli því bíllinn er bara keyrður þeg- ar ég er í landi. Eyðslan á ársgrund- velli er því óveruleg. Svo er ekki mjög dýrt að eiga fornbíla. Trygg- ingar eru lágar og þar fram eftir götunum.“ Pétur upplýsir að bíll- inn sé ekki keyrður nema rétt rúm- lega 90.000 kílómetra frá upphafi. Hann var fluttur inn til Íslands frá Texas í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. „Það var olíufyrirtæki í Texas sem átti hann upphaflega og notaði til að ferja viðskiptavini, aðallega milli flugvallar og höfuðstöðva. Svo þótti hann orðinn of gamall. Þá var hann settur í geymslu í að minnsta kosti 17 ár. Hann endaði svo hér á Íslandi. Þetta er mjög góður bíll og vel með farinn.“ Veiða nú bolfisk og rækju Pétur Þór hefur starfað sem sjó- maður alla tíð. „Ég fékk mína fyrstu útborgun átta ára gamall þegar ég fór með pabba, Stefáni Lárusi Páls- syni, á handfæraveiðar frá Grinda- vík. Hann var skipstjóri og stýri- maður héðan frá Akranesi um ára- tugaskeið en er nú sestur í helg- an stein. Nú hef ég verið á togar- anum Þinganesi SF 25 meira og minna síðastliðin tvö ár. Þessa dag- ana erum við á rækjuveiðum. Í vet- ur veiddum við norðan við land en aflinn var frekar tregur. Það sem hefur bjargað þessu er að við meg- um líka veiða fisk samtímis. Við erum þá með skilju í trollinu sem aðskilur rækjuna frá fiskinum. Síð- an fer rækjan í neðri poka trollsins en fiskurinn í þann efri. Nú í maí höfum við svo verið í Kolluálnum í Breiðafirði. Þar hefur rækjuveið- in verið aðeins betri en fyrir norðan og mjög fínn afli af fallegum þorski. Ef það fiskast rækja þá er þó ágæt afkoma á sjálfum rækjuveiðunum. Við erum að fá um og yfir 300 krón- ur fyrir kílóið.“ Þegar rækjuveiðar eru stundaðar eru aðeins sex í áhöfn Þinganess. „Það þarf ekki fleiri þeg- ar við erum á rækjunni. Trollið er bara híft tvisvar á sólarhring, engar vaktir. Menn standa bara við með- an það þarf að vinna. Svo er hvíld þess á milli. Þetta er jafnvel stund- um næstum of rólegt.“ Alltaf í burtu hvort eð er Pétur býr á Akranesi en togarinn er gerður út frá Hornafirði sem er hinum megin á landinu. „Það skipt- ir ekki svo miklu máli hvaðan skip- ið er upp á manns eigin búsetu að gera. Maður er alltaf burtu heiman að frá sér, sama frá hvaða höfn er róið. Svona skip eins og Þinganes er að veiðum víða við landið. Lönd- unarstaðir verða fyrir valinu eftir því hvað hentar hverju sinni. Síðast lönduðum við í Hafnarfirði. Þang- að er ekki langur vegur frá Akranesi. Þar áður vorum við á Siglufirði. Svo höfum við verið á Húsavík, Sauðár- króki og áfram má telja,“ segir Pét- ur. Hann var búinn að vera á smá- bátaveiðum í fjöldamörg ár þar til hann gerðist togarakarl með því að munstra sig á Þinganes. „Síðast var ég á Keili AK í ein fimmtán ár. Við stunduðum eingöngu netaveið- ar. Sóttum eftir þorski og skötusel og rérum mikið frá Arnarstapa á Snæfellsnesi. Það var fínt að vera á Keili. Ég hætti þarna þegar bát- urinn var seldur með aflaheimild- um. Áður en ég fór á Keili AK var ég á vertíðarbátunum hér á Akra- nesi og síðan Akranestogurunum Höfðavík, Skipaskaga og Sturlaugi H. Böðvarssyni. Svo var ég á Þór- halli Daníelssyni frá Hornafirði um skeið sem og nótaskipinu Jónu Eð- valds frá sama stað svo eitthvað sé upptalið. Maður hefur komið víða við á ferlinum, en ég hef samt allt- af búið á Akranesi með fjölskyldu minni.“ Sennilega makríll í sumar „Við vorum á fótreipistrolli eft- ir fiski fyrr í vetur áður en við fór- um á rækjuna. Í fyrrasumar fórum við á makrílveiðar. Þá fórum við frá Höfn í Hornafirði. Það var stutt þaðan á makrílmiðin og mjög góð veiði. Stysti túrinn hjá okkur var innan við tólf tímar. Við lönduð- um á Hornafirði þar sem makríll- inn var unninn. Við fórum 14 túra á einum mánuði. Það er ekki ann- að að sjá en það gangi vel á Horna- firði. Þeir hafa verið að bæta við sig aflaheimildum og styrkja sig. Þar hefur Skaginn hf. nú verið að reisa mikla vinnslu fyrir uppsjávar- fisk sem væntanlega verður tilbúin fyrir makrílvertíðina í sumar. Við á Þinganesi vitum þó ekki enn hvort við verðum sendir á makrílinn. Það hefur ekki mikið heyrst enn um til- högun makrílveiða í sumar en mað- ur reiknar þó frekar með því,“ seg- ir Pétur Þór og brunar burt á Ká- diljáknum. mþh Sjómaðurinn á Kádiljáknum Pétur Þór landar rígvænum skötusel á Arnarstapa. Ljósm. fh. Pétur Þór Lárusson við bílinn góða á Breiðinni á Akranesi ásamt sonarsyni sínum Aroni Óttari Bergþórssyni. Ljósm. mþh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.