Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Eins og fram hér að ofan braut- skráðust 23 nemendur frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga síðastlið- inn laugardag. Þeirra á meðal var Snjólfur Björnsson sem hlaut við- urkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi með meðalein- kunnina 9,35. Hann hlaut einn- ig viðurkenningu fyrir góðan ár- angur í raunvísindum, stærðfræði, íslensku og þýsku. Í samtali við blaðamann segist hann þakka mik- illi vinnu árangurinn á prófinu. „Ég er búinn að vera duglegur að læra, það þarf að leggja töluvert á sig til að ná þessum árangri,“ sagði Snjólfur. Hann hefur því lagt sig allan fram þau fjögur ár sem hann hefur verið í framhaldsskóla og fór í eitt ár sem skiptinemi til Banda- ríkjanna. „Ég fór í fyrra til Illin- ois í Bandaríkjunum til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég útskrifað- ist ekki þaðan, heldur fór bara sem skiptinemi í eitt ár til að prófa,“ segir hann. Hefur mestan áhuga á körfunni Aðspurður um áhugamálin seg- ist Snjólfur hafa mestan áhuga á körfubolta. „Ég spila með meist- araflokki Snæfells og spila líka á gítar. En svo reyni ég bara að sinna vinunum og fjölskyldunni þegar ég hef lausan tíma. Þetta er svona það sem maður gerir á dag- inn.“ Í sumar mun Snjólfur vinna við ferðaþjónustu í Stykkishólmi. „Ég verð að vinna á Hótel Egil- sen og svo að æfa körfuna á fullu.“ Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað taki við í haust. „Það kemur samt sterklega til greina að spila körfubolta og vinna með og taka hlé frá námi í eitt ár. Þegar maður er búinn að vera í skóla í 14 ár, þá er maður eiginlega kominn með upp í kok og ágætt að taka sér smá pásu,“ segir dúxinn Snjólfur að lokum. grþ Síðastliðinn laugardag brautskráð- ust 23 nemendur frá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Athöfnin hófst á því að skólameist- ari FSN, Jón Eggert Bragason, brautskráði nemendur og flutti ávarp. Í ávarpinu kom skólameist- ari inn á mikilvægi hversdagsins og líðan okkar sem er grundvöll- ur fyrir frekari afrekum hvort sem það er á svið atvinnu eða formlegr- ar menntunar. Að auki bauð hann öllum viðstöddum til afmælisfagn- aðar nú í haust en þá verður Fjöl- brautaskóli Snæfellinga 10 ára. Fjöldi viðurkenninga Hrafnhildur Hallvarðsdóttir að- stoðarskólameistari afhenti nem- endum viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur. Sveitarfélögin gáfu viðurkenningarnar auk Arion banka, Þýska sendiráðsins, Há- skólans í Reykjavík, FSN og sókn- arnefnd Setbergssóknar. Kvenfé- lagið Gleym mér ei gaf nýstúd- entum að venju leiðbeiningar út í lífið. Í þeim má m.a. finna þvotta- leiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu matvæla. Hæstu einkunn á stúdentsprófi, með 9,35 í meðaleinkunn, hlaut Snjólfur Björnsson. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir góð- an árangur í raunvísindum, stærð- fræði, íslensku og þýsku. Edda Bára Atladóttir hlaut einnig við- urkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Þá hlaut Heiðdís Lind Kristinsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsfræði, sögu, jarðfræði og líffræði. Helena Björk Hrannarsdóttir hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í við- skiptagreinum og Dóra Haralds- dóttir fyrir góðan árangur í sögu og spænsku. Aron Alexander Þor- varðarson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku og Arnór Reginn Gunnþórsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árang- ur í skólaíþróttum. Guðmundur Jensson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins og Anna Lind Særúnardóttir og Leif- ur Harðarson fengu viðurkenn- ingar fyrir list og verkgreinar en þau hafa verið þátttakendur í Stór- sveitinni frá stofnun hennar. Tónlistaratriði og ræður Að venju lék Stórsveit Snæfells- ness, sem skipuð er nemendum skólans, við útskriftarathöfn skól- ans. Að auki setti nýstúdentinn Leifur Harðarson saman hóp í til- efni útskriftarinnar og sýndu þau atriði við athöfnina. Hópurinn samanstóð af núverandi og fyrr- verandi nemendum skólans, ásamt vini þeirra og sýndi í verki hlý- hug þeirra til skólans. Loftur Árni Björgvinsson enskukennari flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og starfsfólks og Auður Kjartansdótt- ir flutti ræðu fyrir hönd 5 ára stúd- enta. Í hópi nýstúdenta þetta vor- ið voru m.a. dreifnemendur sem höfðu stundað námið nær ein- göngu úr fjarlægð með aðstoð kennslukerfis skólans. Snorri Birgisson var einn þeirra og hélt hann ræðu. Í ræðunni hrósaði hann skólanum í hástert fyrir fyr- irkomulag og framkvæmd á dreif- námi, sem nýtist nemendum vel. Guðmundur Jensson, fráfarandi forseti nemendafélagsins, hélt kveðjuræðu fyrir hönd útskriftar- nema þar sem hann kvaddi skól- ann og starfsfólk fyrir þeirra hönd. Að lokum sleit skólameistari tí- unda starfsári FSN og bauð gest- um í kaffi og kökur. grþ/fsn.is/Ljósm. tfk. Snjólfur Björnsson tekur við verðlaunum frá Hrafnhildi Hallvarðsdóttur aðstoðarskólameistara. Ljósm. TFK. Dúxaði í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Útskrifað úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga Stórsveit Snæfellsness lék við útskriftarathöfnina. Hún er skipuð nemendum skólans. Hópur útskriftarnema Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2014. Heiðurshjónin Móses Geirmundsson og Dóra Haraldsdóttir. Sú síðarnefnda útskrifaðist á laugardaginn og er elsti útskriftarnemandi skólans frá upphafi, en hún verður 71 árs á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.