Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 27.05.2014, Blaðsíða 74
74 SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR X-2014 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Sjálfstæðisflokkur, X-D Nafn og aldur: Ólafur Adolfsson 46 ára, skipar 1. sæti listans. Atvinna: Lyfsali. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Fráskilinn að vestan og á tvö börn. Búseta: Hjarðarholti 1. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Er í starfs- hópi um atvinnu- og ferðamál en hef annars ekki verið viðloðandi sveitarstjórnarmál á Akranesi. Um helstu stefnumál D-lista segir Ólafur. „Þau eru fjölmörg og snerta alla íbúa á Akranesi. Tillögur okkar sjálfstæðismanna lúta að stjórnsýslu og fjármálum, fjölskyldu og skóla- málum, atvinnumálum og velferð- armálum svo nokkuð sé nefnt.“ Hvernig finnst þér til hafa tek- ist hjá núverandi bæjarstjórn? „Nú- verandi bæjarstjórn hefur þurft að glíma við erfið mál og sumt geng- ið vel og annað miður. Við viljum gera betur.“ Heilbrigði, hamingja og langlífi eru þær þrjár óskir fyrir bæjarfélag- ið sem Ólafur myndi óska sér ef töframaður myndi galdra eitthvað fyrir hann og bæjarfélagið. Hvað finnst þér um þróun íbúa- fjölda í sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir þér eftir fjögur ár? „Við viljum sjá fjölgun íbúa í sveit- arfélaginu og erum bjartsýn á að við komumst yfir 7.000 íbúa mark- ið á næstu árum.“ Atvinnuleysi er sú ógn sem mest getur ógnað bæjarfélaginu, að mati Ólafs, en hann telur helstu tæki- færin felast í frekari eflingu at- vinnulífs og aukinni nýsköpun til dæmis í ferðamennsku. Hve mörgum mönnum spáir þú að þinn flokkur nái inn í bæjar- stjórn? „Þremur mönnum“ Hver er að þínu mati falleg- asti staðurinn í þínu sveitarfélagi? „Breiðin neðanverð.“ Lokaorðin hjá Ólafi Adolfssyni eru svo í takti við áhugamálin í gegnum tíðina: „Áfram ÍA!“ Nafn framboðs og listabókstaf- ur: Vinstri hreyfingin grænt fram- boð og óháðir, X-V Nafn og aldur: Þröstur Þór Ólafsson 48 ára, skipar 1. sæti. Atvinna: Verknámskennari. Hjúskaparstaða og fjölskylda: Kvæntur Eydísi Líndal Finnboga- dóttur og á Árna Teit 16 ára, Dag Karl 9 ára og Ask Björn 6 ára. Búseta: Steinsstaðaflöt 21, Akra- nesi. Núverandi og fyrri störf að sveitarstjórnarmálum: Í bæjar- stjórn frá 2010, formaður fjöl- skylduráðs frá 2012 til 2013. For- maður bæjarráðs frá 2013 til 2014. Formaður vinnuhóps um húsnæð- ismál Félags eldri borgara Akra- nesi Formaður starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál Helstu stefnumálin segir Þröst- ur skýr. „Að félagsleg og umhverf- isleg gildi verði höfð til hliðsjón- ar við alla ákvarðanatöku bæjarins hvort sem er skipulagsmálum, sam- göngumálum, innkaupum, launa- stefnu, atvinnuuppbyggingu, þjón- ustu við borgara eða öllu sem nöfn- um tjáir að nefna.“ „Núverandi bæjarstjórn hef- ur staðið sig mjög vel, unnið af skynsemi og umfram allt leyft öll- um stjórnmálaflokkum að koma að allri ákvarðanatöku. Hún hefur tekið faglega á flestum málum, við- urkennt mistök og betrumbætt það sem afvega hefur farið. Hún hefur undirbúið jarðveginn vandlega fyr- ir komandi bæjarstjórn.“ Ef þú fengir þrjár óskir fyrir þitt sveitarfélag og töframaður myndi galdra þær, hverjar yrðu þær? „Allir fengju jöfn laun fyrir jafnar stöður, Stórt hátæknifyrirtæki sem fyndi hreina lausn á orkuvanda heims- ins setti upp aðalstarfsstöð sína hér og töframaðurinn myndi töfra allar skuldir sveitarfélagsins niður á núll án þess að það bitnaði á öðrum.“ Hvað finnst þér um þróun íbúa- fjölda í sveitarfélaginu og hvernig sérðu hann fyrir þér eftir fjögur ár? „Akranes á eftir að vaxa jafn og þétt með léttum fjörkippum tengdum atvinnuuppbyggingu. Helstu ógn- ir bæjarfélagsins eru nálægð við Reykjavíkursvæðið og að Akranes verði svefnbær.“ Hver eru stærstu tækifæri sveit- arfélagsins? „Nálægð við Reykja- víkursvæðið og Grundatanga, fal- legt mannlíf og aðlaðandi um- hverfi.“ Þröstur segir óskandi að VG fái tvo fulltrúa eftir koningarnar núna og þegar spurt er um fallegasta staðinn í bæjarfélaginu segir hann: „Þar sem fjölskyldan mín er hverju sinni.“ Eitthvað að lokum? „Stærsta vandamál flestra sveitarfélaga er skuldastaða þeirra. Eftir mikla skuldasöfnun á síðasta kjörtímabili höfum við eitt miklu fé og vinnu í að minnka þær. Eftir því sem við skuldum minna þá er meira hægt að gera. Pössum okkur á loforða- súpu sem inniheldur mikil fjárútlát ef það á að gerast með lántökum. Göngum hægt um gleðinar dyr.“ Vart hefur farið framhjá neinum að landsmenn ganga til sveitar- stjórnarkosninga laugardaginn 31. maí. Sveitarfélögin eru tíu sem tilheyra gamla Vesturlands- kjördæmi eins og það var fyrir síðustu kjördæmabreytingu. Í sex þeirra verður kosið listakosningu; Akranesi, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Í Hvalfjarðarsveit, Skorradals- hreppi, Helgafellssveit og Dala- byggð verður kosið óhlutbund- inni kosningu. Einnig er það fyr- irkomulag viðhaft í Reykhóla- hreppi. Í þeim sex sveitarfélögum þar sem boðnir eru fram listar eru samtals 19 framboð. Skessuhorn sendi nokkrar skriflegar spurn- ingar til oddvita þeirra og bauð þeim að svara, eða fulltrúa þeirra sem þeir tilnefndu. Oddvitar kusu að svara í 17 tilfellum af 19. Svör þeirra fara hér og á næstu síðum auk hópmynda af frambjóðendum. Einnig er rætt við kjósendur í átta sveitarfélögum. Viðmælendum er þakkað greinargóð svör. Gengið verður til kosninga á laugardaginn Vinstri hreyfingin grænt framboð á Akranesi Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi Starfsfólk Landnámsseturs óskar ykkur öllum GLEÐILEGS SUMARS ! Sumarsólstöður laugardaginn 21. júní n.k. Okkar ástsæli KK verður með tónleika í veitingasal kl. 22:00 - Verð kr. 2000,00 Minnum á okkar holla & fjölbreytta hádegishlaðborð alla daga í sumar S K E S S U H O R N 2 0 1 4 Sími 437 1600 • Brákarbraut 13-15 • Borgarnesi Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Gísla Sigurjóns Sigurðssonar Smáraflöt 15, Akranesi Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða og HVE Akranesi fyrir yndislega ummönnun. Með kærleikskveðjum Þráinn Elías Gíslason María S. Sigurðardóttir Gunnar Valur Gíslason Hervör Poulsen Jón Bjarni Gíslason María Kristinsdóttir Sigurlaug Gísladóttir Guðmundur Gíslason Guðrún Sigríður Gísladóttir Guðmundur S. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.