Skessuhorn - 27.05.2014, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014
www.skessuhorn.is • Sími: 433 5500
Skessuhorn fjallar um málefni Vesturlands
á vandaðan og líflegan hátt
Ertu áskrifandi?
Rannsóknarnefnd sjóslysa er ekki
lengur til húsa í flugstöðvarbygg-
ingunni í Stykkishólmi. Nú er
hún til húsa við rætur Öskjuhlíð-
ar í Reykjavík, steinsnar frá flug-
vellinum þar. Alþingi samþykkti
í febrúar á síðasta ári ný lög um
rannsókn samgönguslysa. Með
þeim er starfsemi Rannsóknar-
nefndar flugslysa, Rannsóknar-
nefndar sjóslysa og Rannsóknar-
nefndar umferðarslysa samein-
uð í eina Rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa. „Nýju lögin tóku
gildi 1. júní í fyrra. Rannsóknra-
nefnd sjóslysa flutti starfsemi sína
suður úr Hólminu nú í apríl. Við
erum að móta þetta núna út frá
þessum breytingum,“ segir Jón
Arilíus Ingólfsson rannsóknar-
stjóri sjóslysa.
Bæði kostir og gallar
Jón hefur nú flutt búferlum ásamt
fjölskyldu sinni frá Stykkishólmi
til að gegna áfram störfum við
rannsóknir á sjóslysum. „Ég átti
í lengstu lög ekki von á því að
starfsemin yrði flutt úr Stykkis-
hólmi en svona fór það nú samt.
Það gekk vel að hafa starfsemina
þar. Jú, ég skal þó viðurkenna að
stundum var það óþægilegt þar
sem við vorum ekki nógu mið-
svæðis ef svo má segja. Bæði var
það fyrirhöfn að fá menn í viðtöl
og síðan fyrir okkur starfsmenn að
sækja til að mynda til höfuðborg-
arsvæðisins eða fara þangað alltaf
þegar við þurftum að komast með
flugi til dæmis í aðra landshluta.
En það voru margir kostir líka
sem vógu upp á móti göllunum.
Það eru plúsar og mínusar í öllu,
líka hér,“ segir Jón Arilíus þar sem
við sitjum á nýrri skrifstofu hans í
Reykjavík.
Starfsemin flutt suður
Við þessi tímamót í rannsóknum
sjóslysa á Íslandi getur Jón litið um
öxl til afkastamikilla ára í Stykkis-
hólmi. „Við hófum starfsemi þar
haustið 2001. Það var eitt af mín-
um fyrstu verkum að flytja em-
bættið til Stykkishólms. Reyndar
var það skilyrði fyrir ráðningunni
að ég færi þangað. Þetta var bund-
ið í lög að stofnunin ætti að vera
þar. Hún var þar í rúmlega 12 ár
þar til núna í vetur að hún var flutt
til Reykjavíkur.“
Jón er upphaflega skipstjórnar-
maður að mennt. Hann var skip-
stjóri hjá Skipaútgerð ríkisins í
tæp tíu ár þar til hún var lögð nið-
ur 1992. „Ég varð síðasti skipstjóri
hennar. Þegar hún hætti stóð ég
eiginlega frammi fyrir því að fara
í siglingar erlendis eða söðla um
og gera eitthvað nýtt. Ég ákvað að
fara í nám í rekstrarfræði við Há-
skólann á Bifröst. Með því námi
bjó ég í Borgarnesi. Því lauk ég
1996. Ég fór aðeins á sjó eftir það
en réði mig svo sem forstöðu-
mann hafnarþjónustu Reykjavík-
urhafnar sem þá var. Ég fór svo í
að veita Rannsóknarnefnd sjóslysa
forstöðu þegar hún var sett á lagg-
irnar með breyttu lagaumhverfi
þarna árið 2001. Þá flutti ég með
fjölskyldunni til Stykkishólms.“
Starfsemin hefur
skilað sér
Starf nefndarinnar breyttist mjög
með lögunum 2001. „Hún varð
miklu sjálfstæðari. Áherslurnar
urðu aðrar en fyrr. Í stað þess að
elta uppi „sökudólga“ og sinna sjó-
réttarmálum eins og áður hafði ver-
ið þá vann nefndin fyrst og fremst
að því að upplýsa hvað hefði gerst
þegar urðu slys og óhöpp. Með
nýju lögunum gátu menn talað við
nefndina án þess að þurfa að ótt-
ast að það yrði notað gegn þeim í
rétti eða opinberum málarekstri.
Við vísum lögfræðingum og öðrum
sem standa í slíku alveg frá okkur.
Þeir verða bara að lesa skýrslurn-
ar eins og allir aðrir. Þetta var stóra
breytingin, hlutverk nefndarinnar
varð að upplýsa en ekki að dæma.
Þetta varð mikil breyting til batn-
aðar. Ímynd okkar vinnu breyttist
og menn fóru að tjá sig í hreinskilni.
Þetta vinnulag hefur svo hjálpað
mjög við það að skoða og meta slys
með forvarnagildið í huga.“
Rannsóknarnefnd sjóslysa hef-
ur að meðaltali skoðað 160 mál ár-
lega. Jón sýnir súlurit yfir fjölda
slysa á sjó frá því nefndin var stofn-
uð. Samfara aukinni öryggisvitund
sjófarenda hefur þeim fækkað mik-
ið á undanförnum árum.
Mikill áhugi
fyrir skýrslunum
Jón segir að frá 2001 hafi tekist að
stytta tímann sem líður frá því slys
verða og þangað til skýrsla rann-
sóknarnefndarinnar liggur fyrir
um hvert einstakt tilfelli. Öll sjó-
slys og óhöpp eru skráð hjá nefnd-
inni. „Við tökum saman það sem
við vitum um orsakir mála og að-
stæður. Rannsóknarmenn vinna svo
í málunum. Í því felst að fara á vett-
vang, tala við menn og þar fram
eftir götunum. Síðan leggjum við
niðurstöður þessa fyrir sjálfa rann-
sóknarnefndina með öllum gögn-
um. Hún kallar svo eftir frekari
upplýsingum ef menn telja að eitt-
hvað sé óskýrt. Ef ekki, þá er geng-
ið frá skýrslu um málið. Nú í upp-
hafi sumarsins 2014 eru aðeins örfá
mál sem á eftir að klára frá 2013.
Skýrslurnar eru svo birtar á net-
inu á heimasíðu okkar (www.rns.is).
Þær eru mjög mikið lesnar sem er
afar ánægjulegt. Síðan höfum við
einnig gefið út bækur með skýrsl-
unum og öðru efni. Núna mun
þetta þó sennilega breytast eitt-
hvað eftir að Rannsóknarnefnd sjó-
slysa hefur verið sameinuð Rann-
sóknarnefndum umferðarslysa og
sjóslysa. Við erum nú að vinna í að
samræma og samhæfa starfsemina í
þessu undir Rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa. Markmiðið er að kalla
fram hagræðingu,“ segir Jón Arilíus
Ingólfsson.
mþh
Jón Arilíus Ingólfsson fyrir utan húsakynni Rannsóknarefndar sjóslysa við Flugvallarveg í Reykjavík. Hún er til húsa í byggingu Flugbjörgunarsveitanna.
Sjóslysin ekki lengur rannsökuð í Stykkishólmi