Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2014, Side 103

Skessuhorn - 27.05.2014, Side 103
103ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Víkingur Ólafsvík vann mikinn baráttusigur á ÍA þegar liðin mætt- ust á Akranesvelli sl. föstudags- kvöld. Skagamenn skoruðu sitt- hvort markið í kringum hálfleikinn og voru 2:0 yfir nokkuð fram yfir miðjan seinni hálfleik að Víkingum tókst að skora. Sigurvilji þeirra kom vel í ljós á lokamínútunum þegar þeir bættu tveimur mörkum við og náðu að knýja fram 3:2 sigur. Útsynningurinn gerði liðunum erfitt fyrir að spila knattspyrnu á Akranesvellinum á föstudagskvöld- ið. Gestirnir höfðu þó öllu betri tök í fyrri hálfleiknum en lítið var að gerast upp við mörkin. Það voru hinsvegar Skagamenn sem skor- uðu rétt fyrir leikhlé. Bretinn Dar- ren Lough tók þá aukaspyrnu af 45 metra færi og boltinn sigldi neðst í fjarhornið án þess að Arnar Darri í marki Víkings fengi rönd við reist. Seinni hálfleikurinn var rétt byrj- aður eða aðeins liðnar 22 sekúnd- ur af honum þegar boltinn var aftur lentur í hægra horni niðri í marki Víkings. Skagamenn blésu strax til sóknar. Andri Adolphsson átti góða sendingu inn á Jón Vilhelm Ákason sem skoraði með góðu skoti af 20 metra færi. Staðan þar með orðin 2:0 fyrir ÍA. Víkingar sóttu meira fram eft- ir seinni hálfleiknum og fengu nokkur hættuleg færi. Skagamenn fengu líka sín færi og til að mynda komst Andri inn fyrir í dauðafæri en skaut framhjá. Það gerðist rétt áður en Víkingum tókst að skora á 72. mínútu leiksins. Mossí sneri sér þá á vítateigshorninu vinstra meg- in með boltann og sendi hann efst í nærhornið án þess að Árni Snær í Skagamarkinu hefði nokkra mögu- leika að verja. Næstu mínútur var hreinlega eins og Skagamenn ætl- uðu að hanga á þessum eins marks mun og verjast en síðan kom kafli þar sem þeir blésu til sókna. Þá fékk Garðar Gunnlaugsson gullið tæki- færi til að gera út um leikinn. Það gerðist á 86. mínútu en skot Garð- ars af markteig fór yfir markið. Á síðustu mínútu venjulegs leik- tíma gerðist það svo að í fyrirgjöf Víkinga fyrir markið lenti boltinn í hendi markaskorarans Darrens Lough í ÍA liðinu. Vítaspyrna var dæmd og úr henni jafnaði Eyþór Helgi Birgisson metin fyrir Vík- inga. Við þetta fengu Ólafsvík- ingar virkilegt blóð á tennurn- ar. Þungar sóknir þeirra í viðbót- artímanum báru árangur þegar í blálokin varamaðurinn Fannar Hilmarsson skoraði sigurmark- ið upp úr hornspyrnu af stuttu færi. Víkingar og stuðningsmenn þeirra fögnuðu æðislega að leik loknum og Ólafsvíkingar eru þar með komnir í toppbaráttuna í 1. deildinni. Næst leikur ÍA við topp- lið Þróttar í Laugardalnum nk. sunnudag, en fimmtudaginn 5. júní fara Víkingar til Grindavík- ur. þá Fyrsta mótið í Eimskipsmóta- röðinni í golfi fór fram á Hólms- velli í Leiru um helgina. Ragn- ar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði í karlaflokki á Nettómótinu eins og þetta fyrsta mót heitir í mótaröð- inni. Ragnar Már lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum högg- um yfir pari. Jafnir í öðru til þriðja urðu þeir Bjarki Pétursson úr Golf- klúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykja- víkur á 222 höggum. Bjarki hafði forustu á mótinu eftir keppni á laugardag, átti þá best skor dagsins á fimm höggum yfir pari og hafði eins höggs forystu á Ragnar Má og Andra Þór. Segja má að Bjarki byrji því keppnistímabilið vel og árang- urinn á fyrsta mótinu lofi góðu fyr- ir sumarið. Í kvennaflokknum sigr- aði Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð í öðru sæti og Karen Guðnadóttir í þriðja. þá „Því miður þarf að aflýsa Bónus- móti Skallagríms í knattspyrnu sem halda átti dagana 31. maí og 1. júní fyrir yngstu iðkendurna vegna dræmrar þátttöku,“ segir í tilkynn- ingu frá Skallagrími. Útskýrt er að framboð af mótum fyrir þessa flokka hefur aukist mjög á undan- förnum misserum og með tilkomu knattspyrnuhalla hefur verið unnt að bjóða upp á knattspyrnumót innanhúss með sama fyrirkomulagi yfir veturinn. „Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hvort og/eða hve- nær haldið verður knattspyrnumót á Skallagrímsvelli fyrir yngri flokk- ana,“ segja Skallagrímsmenn. mm Skagastúlkur gengu mjög svekkt- ar af velli í Kaplakrika í Hafnar- firði þriðjudagskvöldið í síðustu viku eftir 0:2 tap á móti FH í Pepsí- deildinni. Skagaliðið var síst lakara í leiknum og var óheppið að skora ekki, en liðið fékk færi til þess bæði í fyrri og síðari hálfleik. Það sama gerðist í leiknum og í fyrstu um- ferðinni á móti Fylki. ÍA var ný- búið að fá dauðafæri þar sem mark- vörður FH varði vel frá Guðrúnu Karitas, að strax í næstu sókn náði FH liðið að skora. Það gerðist á marka mínútunni þeirri 43. rétt fyr- ir leikhlé. Síðari hálfleikur hófst með mik- illi baráttu eins og sá fyrri. Ekki var mikið um færi þangað til Eyrún Eiðsdóttir fékk dauðafæri um miðj- an seinni hálfleik, en skaut yfir úr góðu færi. Eftir þetta dró af Skaga- stúlkum og FH var betri aðilinn það sem eftir lifði leiks og á síð- ustu mínútu innsiglaði FH sigurinn með skallamarki úr teignum. Næsti leikur ÍA í Pepsídeildinni verð- ur á Akranesvelli gegn Val í kvöld, þriðjudagskvöldið 27. maí. Nú hafa þrír leikmenn frá Bandaríkjunum bæst í leikmannahóp ÍA og standa vonir til að liðið hafi styrkst með tilkomu þeirra. þá Vesturlandsmót í boccía, 60 ára og eldri, fór fram í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi sl. laugardag. Til mótsins mættu tuttugu lið frá sex félögum. Mótið gekk vel fyrir sig og var heimamönnum í Aftanskini, félagi eldri borgara, til mikillar fyr- irmyndar. Skipulag, undirbúning- ur, framkvæmd og mótsstjórn, var í höndum þeirra Ingimundar Ingi- mundarsonar og Flemming Jessen. Keppt var í fjórum riðlum og fimm lið í riðli, en síðan kepptu sigurveg- arar í riðlunum um sæmdarheitið Vesturlandsmeistari 2014. Keppn- in var mjög spennandi en að lokum stóð Akranes 1 skipað þeim Þór- halli Björnssyni, Ingu Helgadótt- ur og Gunnari Guðjónssyni uppi sem sigurvegarar. Í öðru sæti var Snæfellsbær 2 skipað Jensínu Guð- mundsdóttur, Guðrúnu Tryggva- dóttur og Emanúel Ragnarssyni. Þriðju urðu svo Borgarnes 2 með þá kappa innanborðs: Þórhall Teits- son, Árna Jónsson, Meinhard Berg og Jóhannes Gestsson. Næsta Vest- urlandsmót fer fram að ári og verð- ur það á Hvammstanga. fj Bjarki Pétursson byrjar vel í Eimskips- mótaröðinni. Bjarki á verðlaunapalli í Leirunni Skagakonur svekktar eftir tap gegn FH Liðin sem enduðu í verðlaunasætum á mótinu. Vesturlandsmót í boccia í Stykkishólmi Keppa ekki við pollamót í knattspyrnuhöllunum Baráttusigur Víkinga á Skaganum Fyrsta mark leiksins. Boltinn í marki Víkings eftir aukaspyrnu Darren Lough.Víkingar fagna stuðningsmönnum sínum í sigurvímu eftir leikinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.