Skessuhorn


Skessuhorn - 19.11.2014, Qupperneq 23

Skessuhorn - 19.11.2014, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Úrslitin í spurningakeppninni Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram á sal skólans þriðjudaginn 10. nóvember sl. Eftir harða keppni stóð 6. S uppi sem sigurvegari með 46 stig en hann keppti á móti 7. B sem fékk 42 stig. Í sigurliðinu voru Birta Svansdóttir, Salka Brynjars- dóttir og Sólbjört Hákonardóttir. Í liði sjöunda bekkjar voru Antonía Sveinsdóttir, Arna Jónsdóttir og Nökkvi Guðmundsson. Krakkarn- ir sem skipuðu liðin voru þó ekki ein um að svara spurningunum því leita mátti til bekkjarfélaganna um aðstoð í flestum þáttum keppninn- ar. Keppt er um farandbikar sem undirrituð gaf til keppninnar. Verð- ur hann í varðveislu sjötta bekkjar fram að næstu keppni. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og er hún vonandi komin til að vera næstu árin. Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að lesa. Um er að ræða útsláttakeppni fyrir nemendur í 4. - 7. bekk. Gefinn var út listi síðastliðið vor með 18 bók- um sem spurt yrði úr en listann var einnig að finna á Bókasafni Akra- ness. Nemendur voru hvattir til að nota sumarið og kynna sér bækurn- ar en keppnin sjálf hófst 24. októ- ber. Keppnin samanstendur af hrað- aspurningum, bjölluspurningum, vísbendingaspurningumr, leik orða og liður sem kallaður er Allir saman en þá mega liðin velja sér ákveðna bók til þess að svara spurningum úr. Spurningar eru unnar í samstarfi starfsmanna skólasafna grunnskól- anna hér á Skaga en sams konar keppni fer fram í báðum skólum. Að lokum vil ég minna börn, for- eldra, ömmur og afa á mikilvægi lestrar. Nú þegar jólin nálgast og spurningar vakna varðandi inni- hald jólapakkanna sem gefa á vil ég minna á að bók er góður valkost- ur fyrir alla. Hallbera Jóhannesdóttir Ljósm. Kristinn Pétursson Ferðaþjónustan á Vesturlandi hélt á fimmtudaginn í liðinni viku upp- skeruhátíð sína fyrir árið 2014. Ráðstefnan var að þessu sinni hald- in að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit og í Bíóhöllinni á Akranesi. Fulltrúar úr ferðaþjónustunni allsstaðar að af Vesturlandi mættu á ráðstefnuna og var á sjöunda tug sem mætti. Fram kom að miklar breytingar urðu á rekstri Markaðsstofu Vesturlands um síðustu áramót, þegar hún fór undir hatt Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) en fram að því hafði reksturinn staðið veikum fót- um fjárhagslega. Tap hafði verið á rekstrinum árin á undan og hafði það reynst Markaðsstofunni fjöt- ur um fót í uppbyggingarstarfi sínu fyrir atvinnugreinina. Við hátíðar- kvöldverð í lok dagskrár var for- svarsmönnum Landnámsseturs Ís- lands í Borgarnesi færð verðlaun ferðaþjónustunnar á Vesturlandi; Höfðingjann. Hvatningarverðlaun hlaut Kári Viðarsson í Frystiklef- anum í Rifi. Jafnvægi í rekstrinum Fyrstur til að taka til máls á upp- skeruhátíð ferðaþjónustunnar var Páll S Brynjarsson nýráðinn fram- kvæmdastjóri SSV. Hann kynnti þær breytingar sem urðu á árinu og ræddi framtíð SSV og markaðs- stofunnar í erindi sínu. Hann gerði grein fyrir fjármálum markaðsstof- unnar og sagði frá því að í byrjun árs var áætlað að skuldir hennar væru um 12 milljónir króna. Páll sagði frá því að SSV og Ferðamálasam- tök Vesturlands hafi gert með sér samkomulag á árinu um að ná nið- ur þeim skuldum og væri sú vinna farin af stað hægt og rólega. „Áætl- un fyrir 2014 gerði ráð fyrir rúm- lega einni milljón króna í rekstrar- afgang. Það lítur út fyrir að rekst- urinn verði í jafnvægi og að tekjur standi undir gjöldum í ár,“ sagði Páll meðal annars í erindi sínu. Þá nefndi hann einnig að markaðsstof- an hafi tekið að sér ýmis verkefni á árinu sem skiluðu sértekjum. Þær tekjur séu ekki inni í áætluninni enda sé erfitt að áætla slík verkefni og tekjur af þeim fram í tímann. Fram kom að frekara samstarf um markaðs- og ferðamál milli stjórnar SSV og ferðamálasamtakanna sé á döfinni, en unnið er að stofnun fimm manna ráðgefandi starfshóps í ferðamálum. Rósa Björk lætur af störfum Að lokum sagði Páll frá því að Rósa Björk Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Vest- urlands, mun láta af störfum 1. mars 2015. Páll þakkaði henni fyr- ir vel unnin störf og sagði frá því að viðræður væru hafnar við Krist- ján Guðmundsson, verkefnis- stjóra Markaðsstofunnar, um að taka starfið að sér. Nýr verkefn- isstjóri verður ráðinn í hans stað í mars. Rósa hefur stýrt daglegu starfi markaðsstofunnar frá 2011. Hún steig í pontu og þakkaði vel fyrir sig. Fór Rósa Björk yfir helstu verkefni markaðsstofunnar á árinu og hvatti fulltrúa ferðaþjónust- unnar til frekari samvinnu og fag- legra vinnubragða. Þá notaði hún tækifærið og hrósaði Kristjáni fyr- ir vel unnin störf. Hún sagði Krist- ján taka við markaðsstofunni á mun betri stað en hún gerði á sínum tíma, enda hafi mikill tími farið í að vinna á rekstrarvandamálum fyrstu árin sem hún starfaði hjá markaðs- stofunni. Hafi það bitnað á mark- aðsmálum. Í samtali við Skessu- horn sagði Rósa að hún langaði í framtíðinni til að starfa á vettvangi sem kæmi atvinnuuppbyggingu og byggðamálum til góða. Hún segir ferðaþjónustuna hafa breyst mikið á þeim árum sem hún hafi starfað við hana. „Ég er ekki ákveðin hvað ég geri í framhaldi af þessu, en ég er sannfærð um að það verður eitt- hvað spennandi verkefni.“ Nýr landshlutavefur opnaður Á ráðstefnunni var nýr landshluta- vefur fyrir Markaðsstofu Vestur- lands kynntur. Hann var opnað- ur á fimmtudaginn og var unn- inn í kjölfar sameiginlegs verkefnis allra markaðsstofa landsins um að stofna nýja landshlutavefi. Hóp- ur heimamanna frá öllum svæðum Vesturlands fór yfir eldri vefinn til að finna út hverju mátti breyta og hvað mætti bæta. Nýja vefnum er ætlað að vera meira markaðstæki en sá eldri var, en hann þjónaði frekar hlutverki upplýsingaveitu en mark- aðstækis. „Vefurinn auðveldar fólki að ferðast um landshlutann, hann veitir betri upplifun og helstu perl- ur landshlutans eru dregnar bet- ur fram. Auk þess auðveldar hann fjölskyldufólki að finna afþreyingu við sitt hæfi,“ sagði Kristján Guð- mundsson þegar hann kynnti vef- inn og fór yfir þá möguleika sem vefurinn býður upp á. Nýi vefur- inn er fyrst um sinn einungis að- gengilegur á ensku en til stend- ur að breyta íslenska vef markaðs- stofunnar einnig. Áhugasamir geta skoðað nýja vefinn á slóðinni www. west.is Tvenn verðlaun afhent Að lokum steig á stokk Ragnhild- ur Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri Svæðisgarðsins á Snæfells- nesi og útskýrði fyrir viðstöddum hvað svæðisgarðurinn er og til- gang hans. Eftir fundinn á Hlöðum héldu gestir uppskeruhátíðarinnar í Bíóhöllina á Akranesi, þar sem dag- Látbragð og leikur þar sem nemendur þurfa að finna orðið. Bókaormar Brekkubæjarskóla 2014 Baráttan um „bjölluna.“ Kampakátir sigurvegarar úr 6. S. Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi Landnámssetrið í Borgarnesi handhafi Höfðingjans 2014 skráin hélt áfram. Að henni lokinni var lagt í óvissuferð um Akranes- kaupstað og Hvalfjarðarsveit. Deginum lauk með sameigin- legum málsverði á Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd. Þar var Land- námssetrinu í Borgarnesi afhent verðlaunin „Höfðinginn“ fyrir árið 2014. Það er farandstytta og viður- kenning Ferðamálasamtaka Vest- urlands fyrir góðan árangur í starfi við ferðaþjónustu. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun fyrir nýtt fyrir- tæki sem unnið hefur brautryðj- andastarf eða komið fram með ný- breytni á sviði ferðaþjónustu. Þau hlaut Kári Viðarsson sem rekur viðburðarhostelið og atvinnuleik- húsið Frystiklefann í Rifi. grþ Ragnhildur Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri kynnti Svæðisgarðinn Snæfellsnes. Landnámssetrið í Borgarnesi fékk Höfðingjann, viðurkenningu Ferðamálasamtaka Vesturlands 2014.. Hún er veitt þeim sem hefur verið í fararbroddi, verið hvetjandi fyrirmynd og styrkt ferðaþjónustu síðastliðin ár á Vesturlandi. Hér eru Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson, eigendur Landnámssetursins, ásamt Birni Páli Fálka Valssyni formanni Ferðamálasamtaka Vesturlands og Eddu Arinbjarnar stjórnarmanni í FV, sem afhentu verðlaunin. Kári Viðarsson í Frystiklefanum hlaut hvatningarverðlaunin.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.