Læknablaðið - 15.12.2002, Page 5
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
UMRÆflA 0 G FRETTIR
924 Af sjónarhóli stjórnar LÍ:
Hverjir eru hagsmunir
sjúklingsins?
Hulda Hjartardóttir
925 Gjöf til Læknafélags íslands
Fallið frá innheimtu
lyfj aeftirlitsgj alds
Handbók um reykleysi
926 Líflegar umræður um
siðfræði lífvísinda
Rætt við Einar Oddsson formann
stjórnar Siðfræðiráðs LI
Þröstur Haraldsson
927 Eldri ökumenn með
heilabilun
Ólafur Ólafsson
928 Öndunarmælingar á
heilsugæslustöðvum
Frá Landlæknisembættinu
929 Tæpitungulaust. Bréf til
Árna Kristjánssonar
Árni Björnsson
930 Húmor er ódýr og laus við
aukaverkanir
Rætt við Stein Tyrdal húmorritstjóra
norska læknablaðsins
Þröstur Haraldsson
931 Launalækkun
Brynjólfur Ingvarsson
935 íðorðasafn lækna 150.
Skimun
Jóhann Heiðar Jóhannsson
937 Faraldsfræði 23.
Áhætta og lýðheilsa
María Heimisdóttir
939 Lyfjamál 110.
Blóðfítulækkandi lyf
Eggert Sigfússon
941 Broshornið 32.
Siðareglur og sársauki
Bjarni Jónasson
943 Læknadagar 2003
950 Ráðstefnur/þing
951 Lausar stöður
953 Okkar á milli
954 Sérlyfjatextar með auglýs-
ingum birtir í stafrófsröð
959 Minnisblaðið
Leíðrétting
í síðasta tölublaði Læknablaðsins
urðu þau mistök við vinnslu á
grafi sem fylgdi Lyfjamálum 109
að skýringartextar víxluðust. Hér
til hliðar er grafið með réttum
texta. Þeim sem vilja skoða þetta
nánar er bent á heimasíðu Lækna-
blaðsins http://lb.icemed.is en þar
er rétt útgáfa birt með 11. tölu-
blaði. Þetta leiðréttist hér með og
eru höfundur og lesendur beðnir
velvirðingar.
Soffía Árnadóttir er einn helsti
leturlistamaður sinnar kynslóðar á
íslandi. Þessa grein myndlistarinnar
- leturlistina eða kalligrafíuna -
hefur ekki borið hátt í sýningarhaldi
hér á landi og er það miður því (s-
lendingar eiga frábæra listamenn á
þessu sviði. Þekktastur á alþjóða-
vettvangi er líklega Gunnlaugur SE
Briem sem lengi hefur búið og
starfað erlendis. Þá er að telja Torfa
Jónsson sem kennt hefur leturlist
bæði hér á landi og erlendis en verk
hans hafa líka víða birst á bókum.
Torfi var einmitt kennari Soffíu.
Að baki leturlistinni liggja mikil
fræði enda er viðfangsefni hennar
skriftarsagan öll að viðbættu því
sem lýtur að vönduðu handverki,
bókagerð og fagurfræðinni sjálfri.
Soffía hefur vald á ótal leturgerðum
og skriftformum en mesta rækt
hefur hún þó lagt við hið svokallaða
únsíal-letur sem notað var á tímum
Karlamagnúsar og þróaðist smátt
og smátt allar miðaldirnar. Líkt og
gert var í handritum á þeim tíma
hefur Soffía stundum mikið við og
skreytir verk sín blaðgulli og dýrum
litum. í verkum Soffíu sjáum við
hvernig hún virðir og vinnur með
hefðinni en líka hvernig hún nýtir
sér möguleika leturformanna til
nýsköpunar - til að draga fram og
fegra hvern drátt pennans. Sam-
bandið milli hefðbundinnar stafa-
gerðar og nýrra eða „frjálsari"
forma sést líka vel í verkum Soffíu.
Þar má einmitt sjá hlið við hlið
annars vegar pappírsverk þar sem
Soffía hefur skrifað faðirvorið á
latínu með frumgotnesku letri,
skrauti og gyllingu, og hins vegar til
dæmis plötu úr íslensku grágrýti
þar sem faðirvorið á íslensku hefur
verið sandblásið í steininn eftir
frumskrift hennar með einkar
fínlegri frjálsri skrift.
Á kápu desemberheftis Lækna-
blaðsins birtist nú verk eftir Soffíu
þar sem hún vinnur úr tveimur
Ijóðlinum úr Völuspá. Þar er að
finna fyrstu orð völvunnar um Val-
höll, heimkynni goðanna. Frjálsleg
útfærsia Soffíu á miðaldaminnum í
letrinu kallast skemmtilega á við
þennan fornhelga texta.
Jón Proppé
Læknablaðið 2002/88 881