Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2002, Page 23

Læknablaðið - 15.12.2002, Page 23
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA smokers) flestir á Spáni (58,6%) en íslendingar voru um miðjan hóp (42,0%). Minnstar voru reykingar á Nýja-Sjálandi (21,8%), en bandarískir karlmenn reyktu litlu meira. I hópi kvenna var mest reykt á Ir- landi (46,5%), en íslendingar voru þar einnig um miðjan hóp (38,3%), en konur í Bandaríkjunum reyktu minnst (17,8%). Þátttakendur voru sagðir með langvinna berkjubólgu ef þeir höfðu hósta og uppgang á veturna flesta daga að minnsta kosti þrjá mánuði á ári. Þótt hér sé um að ræða fólk á besta aldri voru 2,6% með langvinna berkjubólgu. Flestir voru með þennan sjúkdóm í Albacete á Spáni (9,7%), en fæstir í Geleen í Hollandi (0,7%). ísland var með heldur lægri algengistölur en Noregur og Svíþjóð (um 2%), en Danmörk var í efri kantinum (um 4%). Reykingar voru aðal áhættuþáttur fyrir langvinna berkjubólgu og áhætta jókst í takt við vax- andi fjölda pakkaára (OR: 3,51 eftir 1-14 pakkaár og 17,32 við 45 pakkaár eða meiri reykingar) (40). Þegar skoðað var samband milli atvinnu og lang- vinnrar berkjubólgu var aukin hætta á langvinnri berkjubólgu í iðnaði tengdum landbúnaði, vefnaði, pappírsiðnaði, trjávöruiðnaði, efnaiðnaði og mat- vælaiðnaði (41). Tengsl berkjubólgu við atvinnu var meira áberandi hjá þeim sem reyktu. Sérstök könnun var gerð á sambandi reykinga við ofnæmi og heildarmagn IgE (42). Gögn voru að- gengileg frá 13.002 einstaklingum frá 34 rannsóknar- setrum og 14 löndum þar sem þeir sem aldrei höfðu reykt mynduðu samanburðarhópinn. Reykingamenn höfðu oftar ofnæmi íyrir rykmaurum (OR: 1,13), en sjaldnar ofnæmi fyrir grasfrjóum (OR: 0,76) og kött- um (OR: 0,69). Heildarmagn IgE (Total IgE geo- metric mean) var hærra hjá reykingamönnum. Þegar könnunin var takmörkuð við rannsóknarset- ur í Bretlandi var niðurstaðan hin sama, að þeir sem reyktu höfðu oftar ofnæmi fyrir rykmaurum en sjaldn- ar grasofnæmi og kattaofnæmi. Þeir sem reyktu höfðu líka heldur hærri IgE gildi en þeir sem hættir voru að reykja eða höfðu aldrei reykt (43). í Uppsölum og Reykjavík var grasofnæmi einnig sjaldnar til staðar hjá þeim sem reyktu, en þegar allir ofnæmisvakar voru lagðir saman í þessum borgum var enginn munur á reykingamönnum og þeim sem ekki reyktu (38). Þá voru einnig könnuð áhrif óbeinna reykinga á einkenni frá öndunarfærum, auðreitni, öndunarstarf- semi og IgE gildi. Gögn frá 7882 einstaklingum sem ekki reyktu voru skoðuð. Þeir voru frá 36 rannsókn- arsetrum og 16 löndum (44). Spurt var hvort viðkom- andi hefði verið útsettur fyrir tóbaksreyk síðustu 12 mánuði; hvort reykt væri á heimilinu; hvort reglulega væri reykt á vinnustaðnum og hvað hann væri útsett- ur margar klukkustundir fyrir reykingum annarra á sólarhring. Afar misjafnt var hversu margir voru út- settir fyrir tóbaksreyk á vinnustað. Það var algengast á Galdakao á Spáni (53,8%), en það var einnig al- gengt á öðrum stöðum á Spáni, Italíu, Hollandi og Belgíu. Á hinn bóginn var það sjaldgæft í Uppsölum (2,5%), en einnig mjög sjaldgæft á öðrum stöðum í Svíþjóð, Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum. Reykja- vík (18,0%) og Bergen (19,1 %) voru einnig fyrir neð- an meðaltal hvað þetta varðaði. Óbeinar reykingar áttu þátt í andþyngslum að nóttu til (OR: 1,28), mæði að nóttu til (OR: 1,30), mæði eftir áreynslu (OR: 1,25) og auðreitni (-0,18). Marktæk tengsl voru einnig milli óbeinna reykinga á vinnustað og öndun- arfæraeinkenna og asma (OR: 1,9). Óbeinar reyking- ar höfðu hins vegar ekki áhrif á IgE gildi (44). Notkun á gasi við eldamennsku: Kannað var sam- band öndunarfæraeinkenna, fráblástursgilda og notk- unar á gasi við eldamennsku (45). Til úrvinnslunnar voru notuð gögn frá 5561 karli og 6029 konum frá 23 rannsóknarsetrum í 11 löndum. Gögn frá Islandi voru ekki notuð í þessari könnun þar sem aðeins 0,9% þátttakenda á Islandi elduðu við gas. Ekki fannst marktækt samband milli notkunar á gasi og einkenna frá öndunarfærum hjá körlum en hjá konum fannst lakari lungnastarfsemi (FEV,og FEV,/FVC) og auk- in tíðni á surg síðustu 12 mánuði hjá þeim sem not- uðu gas við eldamennsku (OR: 1,2). Umhverfi og ofnœmi: Gerð var könnun á því hvort kettir á heimilum í æsku hefði áhrif á algengi ofnæmis á fullorðinsaldri (46). Efniviður kom frá 35 rannsókn- arsetrum og 16 þjóðum og var blóð dregið í sértæk IgE mótefni fyrir köttum frá 13.509 einstaklingum. Þegar öll rannsóknarsetrin lögðu saman höfðu 9% kattaofnæmi (7,5% á íslandi). Þeir sem höfðu ketti á heimili í æsku fengu síður ofnæmi fyrir köttum á full- orðinsárum; einkum og sér í lagi ef þeir höfðu ættar- sögu um ofnæmi (OR: 0,68). Sumir höfðu mótefni fyrir köttum án þess að hafa nokkur einkenni um það. Þeir komu hlutfallslega fleiri frá heimilum þar sem kettir voru fyrir (OR: 1,57). Hins vegar fannst jákvætt samband milli fjölda katta í samfélaginu og ofnæmis fyrir köttum. Það fannst einnig jákvætt samband milli fjölda katta í samfélaginu og fjölda þeirra sem voru með asma eða önnur einkenni frá öndunarfærum og fengu meðferð við asma. Mest var um ketti í Hawkes Bay á Nýja-Sjálandi þar sem 68,6% heimila voru með ketti, en fæstir höfðu ketti í Huelva á Spáni (3,7%). Kettir voru á heimilum 12,5% þátttakenda á íslandi. Kattahald var minna á Spáni, Irlandi og Erfurt í Þýskalandi en í Reykjavík, en það var afar útbreitt (>30%) á Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum, Ástralíu og Ipswich og Norwich í Bretlandi. í annarri rannsókn voru könnuð áhrif umhverfis á uppvaxtarárum á útbreiðslu ofnæmis á fullorðins- aldri (47). í þessari rannsókn tóku 13.932 einstakling- ar þátt frá 36 rannsóknarsetrum og 17 löndum. Helstu niðurstöður sýndu að algengi ofnæmis var í öfugu sambandi við fjölskyldustærð (OR: 0,93); þar voru áhrif bræðra meiri en áhrif systra. Að deila svefnherbergi með öðrum í æsku minnkaði líkur á of- næmi. Þess gætti þó ekki ef leiðrétt var fyrir fjöl- Læknablaðið 2002/88 899

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.