Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 23

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 23
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA smokers) flestir á Spáni (58,6%) en íslendingar voru um miðjan hóp (42,0%). Minnstar voru reykingar á Nýja-Sjálandi (21,8%), en bandarískir karlmenn reyktu litlu meira. I hópi kvenna var mest reykt á Ir- landi (46,5%), en íslendingar voru þar einnig um miðjan hóp (38,3%), en konur í Bandaríkjunum reyktu minnst (17,8%). Þátttakendur voru sagðir með langvinna berkjubólgu ef þeir höfðu hósta og uppgang á veturna flesta daga að minnsta kosti þrjá mánuði á ári. Þótt hér sé um að ræða fólk á besta aldri voru 2,6% með langvinna berkjubólgu. Flestir voru með þennan sjúkdóm í Albacete á Spáni (9,7%), en fæstir í Geleen í Hollandi (0,7%). ísland var með heldur lægri algengistölur en Noregur og Svíþjóð (um 2%), en Danmörk var í efri kantinum (um 4%). Reykingar voru aðal áhættuþáttur fyrir langvinna berkjubólgu og áhætta jókst í takt við vax- andi fjölda pakkaára (OR: 3,51 eftir 1-14 pakkaár og 17,32 við 45 pakkaár eða meiri reykingar) (40). Þegar skoðað var samband milli atvinnu og lang- vinnrar berkjubólgu var aukin hætta á langvinnri berkjubólgu í iðnaði tengdum landbúnaði, vefnaði, pappírsiðnaði, trjávöruiðnaði, efnaiðnaði og mat- vælaiðnaði (41). Tengsl berkjubólgu við atvinnu var meira áberandi hjá þeim sem reyktu. Sérstök könnun var gerð á sambandi reykinga við ofnæmi og heildarmagn IgE (42). Gögn voru að- gengileg frá 13.002 einstaklingum frá 34 rannsóknar- setrum og 14 löndum þar sem þeir sem aldrei höfðu reykt mynduðu samanburðarhópinn. Reykingamenn höfðu oftar ofnæmi íyrir rykmaurum (OR: 1,13), en sjaldnar ofnæmi fyrir grasfrjóum (OR: 0,76) og kött- um (OR: 0,69). Heildarmagn IgE (Total IgE geo- metric mean) var hærra hjá reykingamönnum. Þegar könnunin var takmörkuð við rannsóknarset- ur í Bretlandi var niðurstaðan hin sama, að þeir sem reyktu höfðu oftar ofnæmi fyrir rykmaurum en sjaldn- ar grasofnæmi og kattaofnæmi. Þeir sem reyktu höfðu líka heldur hærri IgE gildi en þeir sem hættir voru að reykja eða höfðu aldrei reykt (43). í Uppsölum og Reykjavík var grasofnæmi einnig sjaldnar til staðar hjá þeim sem reyktu, en þegar allir ofnæmisvakar voru lagðir saman í þessum borgum var enginn munur á reykingamönnum og þeim sem ekki reyktu (38). Þá voru einnig könnuð áhrif óbeinna reykinga á einkenni frá öndunarfærum, auðreitni, öndunarstarf- semi og IgE gildi. Gögn frá 7882 einstaklingum sem ekki reyktu voru skoðuð. Þeir voru frá 36 rannsókn- arsetrum og 16 löndum (44). Spurt var hvort viðkom- andi hefði verið útsettur fyrir tóbaksreyk síðustu 12 mánuði; hvort reykt væri á heimilinu; hvort reglulega væri reykt á vinnustaðnum og hvað hann væri útsett- ur margar klukkustundir fyrir reykingum annarra á sólarhring. Afar misjafnt var hversu margir voru út- settir fyrir tóbaksreyk á vinnustað. Það var algengast á Galdakao á Spáni (53,8%), en það var einnig al- gengt á öðrum stöðum á Spáni, Italíu, Hollandi og Belgíu. Á hinn bóginn var það sjaldgæft í Uppsölum (2,5%), en einnig mjög sjaldgæft á öðrum stöðum í Svíþjóð, Nýja-Sjálandi og Bandaríkjunum. Reykja- vík (18,0%) og Bergen (19,1 %) voru einnig fyrir neð- an meðaltal hvað þetta varðaði. Óbeinar reykingar áttu þátt í andþyngslum að nóttu til (OR: 1,28), mæði að nóttu til (OR: 1,30), mæði eftir áreynslu (OR: 1,25) og auðreitni (-0,18). Marktæk tengsl voru einnig milli óbeinna reykinga á vinnustað og öndun- arfæraeinkenna og asma (OR: 1,9). Óbeinar reyking- ar höfðu hins vegar ekki áhrif á IgE gildi (44). Notkun á gasi við eldamennsku: Kannað var sam- band öndunarfæraeinkenna, fráblástursgilda og notk- unar á gasi við eldamennsku (45). Til úrvinnslunnar voru notuð gögn frá 5561 karli og 6029 konum frá 23 rannsóknarsetrum í 11 löndum. Gögn frá Islandi voru ekki notuð í þessari könnun þar sem aðeins 0,9% þátttakenda á Islandi elduðu við gas. Ekki fannst marktækt samband milli notkunar á gasi og einkenna frá öndunarfærum hjá körlum en hjá konum fannst lakari lungnastarfsemi (FEV,og FEV,/FVC) og auk- in tíðni á surg síðustu 12 mánuði hjá þeim sem not- uðu gas við eldamennsku (OR: 1,2). Umhverfi og ofnœmi: Gerð var könnun á því hvort kettir á heimilum í æsku hefði áhrif á algengi ofnæmis á fullorðinsaldri (46). Efniviður kom frá 35 rannsókn- arsetrum og 16 þjóðum og var blóð dregið í sértæk IgE mótefni fyrir köttum frá 13.509 einstaklingum. Þegar öll rannsóknarsetrin lögðu saman höfðu 9% kattaofnæmi (7,5% á íslandi). Þeir sem höfðu ketti á heimili í æsku fengu síður ofnæmi fyrir köttum á full- orðinsárum; einkum og sér í lagi ef þeir höfðu ættar- sögu um ofnæmi (OR: 0,68). Sumir höfðu mótefni fyrir köttum án þess að hafa nokkur einkenni um það. Þeir komu hlutfallslega fleiri frá heimilum þar sem kettir voru fyrir (OR: 1,57). Hins vegar fannst jákvætt samband milli fjölda katta í samfélaginu og ofnæmis fyrir köttum. Það fannst einnig jákvætt samband milli fjölda katta í samfélaginu og fjölda þeirra sem voru með asma eða önnur einkenni frá öndunarfærum og fengu meðferð við asma. Mest var um ketti í Hawkes Bay á Nýja-Sjálandi þar sem 68,6% heimila voru með ketti, en fæstir höfðu ketti í Huelva á Spáni (3,7%). Kettir voru á heimilum 12,5% þátttakenda á íslandi. Kattahald var minna á Spáni, Irlandi og Erfurt í Þýskalandi en í Reykjavík, en það var afar útbreitt (>30%) á Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum, Ástralíu og Ipswich og Norwich í Bretlandi. í annarri rannsókn voru könnuð áhrif umhverfis á uppvaxtarárum á útbreiðslu ofnæmis á fullorðins- aldri (47). í þessari rannsókn tóku 13.932 einstakling- ar þátt frá 36 rannsóknarsetrum og 17 löndum. Helstu niðurstöður sýndu að algengi ofnæmis var í öfugu sambandi við fjölskyldustærð (OR: 0,93); þar voru áhrif bræðra meiri en áhrif systra. Að deila svefnherbergi með öðrum í æsku minnkaði líkur á of- næmi. Þess gætti þó ekki ef leiðrétt var fyrir fjöl- Læknablaðið 2002/88 899
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.