Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 27

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 27
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA Table X. Variables explaining variation in the prevalence of wheeze, asthma, atopic sensitization and bronchial responsive- ness. Wheeze Asthma Bronchial responsiveness Atopic sensitization Age h h _ Female sex - (+) - Rhinitis (in childhood) + (in adulthood) + + + Allergic sensitization (+) <+) + Current smoking (+) (+) + Gas cooking Cat ownership Damp dwellings + (in women) <+) <+) (+) (to mite) (to grass and cat) + (to cat in subjects without symptoms) Occupational exposure + + + Parental asthma Parental atopy Number of siblings in childhood h + B <+) h (+) Dog in childhood Cat in childhood Severe respiratory infection before the age of 5 vears (+> (to cat in subjects with atopic heredity) +: positive association; negative association; parenthesis indicate the association was shown in local analysis, as opposed to the whole data set. um höfðu síður ofnæmi fyrir köttum um 12-13 ára aldur og að börnum sem höfðu umgengist gæludýr í æsku var síður hætt við ofnæmi í nefi og asma. Niður- stöður breyttust ekki þótt út úr könnuninni væru tek- in börn þeirra foreldra sem meðvitað höfðu ákveðið að vernda börn sín fyrir umgengni við dýr (72). í framvirkri rannsókn í Tucson Arizona var niðurstað- an hins vegar þveröfug. Fylgst var með bömunum frá fæðingu til 13 ára aldurs og fundust ekki nein vernd- andi áhrif gegn ofnæmi hjá þeim börnum sem um- gengust ketti eða hunda á fyrstu æviárunum (73). Þess vegna hefur því ekki verið endanlega svarað hvort náin umgengni við hunda og ketti í æsku sé verndandi gegn ofnæmi. En hvað þá um mun á ofnæmi í þéttbýli og sveit- um? Samkvæmt grein úr Evrópurannsókninni var fjórðungi minna um ofnæmi meðal þeirra sem ólust upp við búskap en hinna sem ólust upp í þéttbýli (48). Þetta er fyrsta rannsóknin sem kannar þess konar áhrif hjá fullorðnum. Aður höfðu birst greinar sem sýndu fram á minna frjóofnæmi meðal bændabarna en annarra barna frá fimm ára aldri upp til 24 ára aldurs (74-79). Sumar þessara rannsókna sýndu að búskaparumhverfi minnkaði hættu á öllu ofnæmi (74, 75, 77, 79). í rannsóknarþýði Evrópurannsóknarinn- ar var munurinn marktækur varðandi ofnæmi fyrir grasfrjói og köttum, en það kom einnig fram munur varðandi rykmaura (OR: 0,81), þótt hann væri ekki marktækur (48). Nærtækt er að útskýra gagnverkandi samband búskaparumhverfis og ofnæmis með því að mikið návígi við dýr valdi þoli fyrir dýrum (77). Strachan, sem fyrstur sýndi fram á þýðingu fjölskyldustærðar- innar, áleit að skýringin á minna ofnæmi í stórum fjöl- skyldum væri sú að eldri systkini smituðu yngri syst- kinin með sýklum og við það fengju þau þol gegn of- næmi (64). Von Mutius og félagar hennar báru saman magn endotoxína úr frumuveggjum Gram-neikvæðra sýkla á heimilum bænda sem héldu dýr og fjölskyldna í sama umhverfi sem ekki bjuggu við dýr (80). Magn endotoxína var meira hjá þeim sem héldu dýr og rannsóknaraðilarnir vörpuðu fram þeirri skoðun að endotoxínin hefðu verndandi áhrif gegn ofnæmi. Björksten og félagar hans nálguðust þessa hugmynd frá annarri hlið. Þeir báru saman gerlamyndun í saur ungbarna með ofnæmi og heilbrigðra barna á fyrsta æviárinu (81). Hjá börnum með ofnæmi fundu þeir sjaldnar enterococca á fyrsta mánuði ævinnar (p<0,05) og einnig ræktuðust sjaldnar bifidobacteria á aldurs- skeiðunum 1, 3, 6 og 12 mánuðum eftir fæðingu (p< 0,05). Hins vegar höfðu börnin með ofnæmi meira af clostridia eftir þrjá mánuði og staphylococcus aureus eftir sex mánuði. Höfundar greinarinnar benda á að áður hafi verið sýnt fram á mismun í þarmaflóru barna með ofnæmi og þeirra sem ekki höfðu ofnæmi (82-84) og þeir velta því fýrir sér hvort mismunandi Læknablaðið 2002/88 903

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.