Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 40

Læknablaðið - 15.12.2002, Síða 40
FRÆÐIGREINAR / BRJÓSTAMINNKUN Table I. Total, mean (SD'), median and range values calculated for the variables. Number of patients Mean (SD’) Median Range Age (years) 258 37 (14.5) 34 15-77 BMI" 231 25.9 (3.8) 25.2 17.5-40.0 Operating time (min) 248 128.1 (21.2) 125 80-180 Reduction (g) 258 1356.7 (639.6) 1297.5 165-4750 Suction drain (ml) 250 128.1 (101.3) 106 0-917 Hospital stav (davs) 248 5.5 (4-0) 5 3-53 * Standard deviaton. ** Body mass index. Table II. Number of different minor and major complications. 146 patients with no complication. N = 243. Minor com- Major com- Total com- plications (%) plications (%) plications (%) Necrosis 29 (11.9) 9 (3.7) 38 (15.6) Wounds 18 (7.4) 0 18 (7.4) Hematoma 0 15 (6.2) 15 (6.2) Infection 9 (3.7) 2 (0.8) 11 (4.5) Ðehiscence 6 (2.5) 2 (0.8) 8 (3.3) Other 7 (2.9) 0 7 (2.9) Total 69 (28.4) 28 (11.5) 97 (40.0) gallar aðgerðarinnar vera ör en aðeins 14,5% höfðu gengist undir enduraðgerð vegna þess. 84% fannst aðgerðin hafa skilað tilætluðum ár- angri að öllu (50%) eða verulegu leyti (34%). 91,5% kvennanna mundu ráðleggja öðrum konum með stór brjóst aðgerð ef þær yrðu spurðar. 66% kvennanna sögðu stór brjóst vera ættgeng hjá þeim. Alyktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að brjóstaminnkun er áhrifarík aðgerð til að lina þján- ingar kvenna með ofvöxt í brjóstum og að allflestar konur eru ánægðar með árangurinn, þrátt fyrir fylgi- kvillana. Inngangur Ofvöxtur í brjóstum er ástand/sjúkdómur sem virðist nokkuð algengur og oft liggja í ættum. Margar af þess- um konum fá stór brjóst fljótlega eftir kynþroska og oftar en ekki stækka brjóstin með árunum og fjölda bameigna. Óþægindi vegna stórra bijósta eru vel þekkt (1, 2). Þessar konur hafa oft veruleg líkamleg ein- kenni en algengustu kvartanirnar eru verkir/óþæg- indi í hnakka, öxlum og baki (1). Þetta leiðir oft til þess að konurnar verða lotnar í baki og herðum (1). Aðrar afleiðingar eru tíðir höfuðverkir (1). Önnur ein- kenni, svo sem fyrirferð bijóstanna, exem undir brjóst- um og skora í öxlum undan brjóstahaldara, eru vel þekkt (2). Fjölmörgum aðferðum við brjóstaminnkan- Fig. 1. Percentage ofdifferent complications vs. no complications. N = 243. ir hefur verið lýst í vísindaritum og bókum sem hafa sýnt fram á góðan árangur (1-21). Mismunurinn er fólginn í hvernig stilkurinn sem geirvartan er flutt á er hannaður. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna ár- angur aðgerðar eftir upplýsingum sem fram koma annars vegar í sjúkraskrám og hins vegar frá sjúkling- um sjálfum með spurningalistum. Efniviöur og aöferðir Rannsóknin var afturvirk og náði yfir tíu ára tímabil, 1984-1993. Farið var í gegnum sjúkraskrár allra kvenna sem höfðu leitað til lýtalækna á Landspítal- anum á umræddu tímabili og gengist undir bijósta- minnkunaraðgerð vegna ofvaxtar í brjóstum. Skráð- ar voru upplýsingar frá sjúkraskrám, svo sem aldur, hæð og þyngd. Að auki voru skráðar upplýsingar um aðferð við brjóstaminnkun, aðgerðartíma, magn brjóstvefjar sem fjarlægður var, hversu mikið blæddi í kera og innlagnatíma. Síðast en ekki síst voru skráðir fylgikvillar sem komu í kjölfar aðgerðar. Fylgikvillum var skipt í tvennt, minniháttar fylgi- kvillar í skurðsári sem greru án enduraðgerða og meiriháttar fylgikvillar í skurðsári sem þörfnuðust enduraðgerða. Öll minniháttar sár voru skráð sem fylgikvilli. Tölulegar upplýsingar um samsetningu sjúklinga- hóps hvers sérfræðings og heildarhópsins eru gefnar í töflum 1 og 3. Hóparnir voru bornir saman með Kruskal-Wallis- og Mann-Whitney-prófunum. Mun- ur telst marktækur ef p<0,05. Arið 1995 sendur var spurningalisti til þeirra kvenna sem náðist í og síðan hringt til þeirra sem ekki sendu inn svör. Alls var farið í gegnum 277 916 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.