Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.12.2002, Qupperneq 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI LÍFVÍSINDA / MÁLEFNI ALDRAÐRA úr vanköntunum svo sem unnt er. Á ráðstefnunni kom fram að skoðanir á erfðabreyttum matvælum eru mjög skiptar í heiminum. Það stafar ekki síst af því hversu erfitt er að rannsaka langtímaáhrif erfðabreyt- inganna. Flestar þær rannsóknir sem gerðar eru hafa verið kostaðar af framleiðendum erfðabreyttra mat- væla og því er ekki hægt að segja að þær séu með öllu marktækar. Margir íbúar þriðja heimsins binda miklar vonir við erfðabreytt matvæli og á þinginu voru fulltrúar frá Kúbu mjög ánægðir með þær tilraunir sem þar hafa verið gerðar með notkun slíkra aðferða við ræktun og framleiðslu. Á móti hafa margir bent á að við vitum ekki hver áhrifin á flóruna verða til lengri tíma, ekki síst í ljósi þess að nytjategundum fer stöðugt fækkandi. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig þessi breyttu gen stökkvi yfir í mannfólkið þótt það neyti jurta sem innihalda þau. Loks má nefna að rætt var um þá mótsögn sem er fólgin í því að í sumum heimshlutum er fólk að deyja úr hungri á sama tíma og fólk veikist og deyr úr ofáti á Vesturlöndum. Hins vegar er það staðreynd að fæðu- skortur og alnæmi hrjáir sömu lönd og þar er vandinn svo mikill að hann yfirskyggir allt annað. Þetta er náttúrulega hápólitísk umræða sem snertir efnahags- lega afkomu þessara ríkja,“ sagði Einar Oddsson og bætti því við að íslenskir læknar ættu fullt erindi í þá umræðu sem fram fer á ráðstefnum sem þessum. Eldri ökumenn með heilabilun Grein um „ökumenn og heilabilun“ eftir Jón Snæ- dal yfirlækni og Helgu M. Hallgrímsdóttur félags- ráðgjafa birtist í Læknablaðinu nýlega (Lækna- blaðið 2002; 88: 303-6). Rannsókn náði til 346 einstaklinga er leituðu á minnismóttöku Öldrunardeildar Landspítalans á Landakoti. Af 346 voru 121 virkur ökumaður (35%), 110 höfðu hætt akstri, þar af 84% af eigin hvötum en 48 höfðu aldrei haft ökuskírteini. Vit- ræn skerðing var greind með skilmerkjun MMSE (Mini-Mental State Examination). Vitræn skerð- ing var talin alvarleg ef stigin voru 20 eða færri af 30, en væg eða þó nokkur (mild to moderate) ef stigin voru fleiri en 20. Af þeim er höfðu vægari skerðingu óku 104 eða 40%. Alls höfðu 12 einstak- lingar, eða 5,2%, lent í óhöppum síðustu þrjú ár á undan eftir að einkenni vitrænnar skerðingar komu fram. Aðstandendur 27 virkra ökumanna höfðu áhyggjur af akstri þeirra. Alvarleg slys eru ekki tíð en hafa þó komið einstaka sinnum fyrir. Niðurstaða höfunda er að akstur einstaklinga með byrjandi heilabilun sé í heild ekki stórt vanda- mál. Talið er að 65 ára og eldri séu í 1,6-2,0 meiri hættu en fólk á aldrinum 25-64 ára að lenda í óhappi. Slysa- og árekstrartíðni ungra ökumanna á fyrsta ári eftir ökupróf er um 40%. En skýrari regl- ur skortir. Eigum við að láta þetta lönd og leið eða bregðast við? Við teljum einfaldast að mat á öku- hæfni nái einnig til minnishæfni. Heimilislæknar eru vel í stakk búnir að mæla slíkt. Ef ökubeiðandi hefur töluverða minnisskerðingu er rétt að vísa honum til taugasálfræðings eða taugasérfræðings sem gætu þá metið réttilega dómgreind, innsæi, fjarlægðar- og rýmdarskynjun viðkomandi. Þessu er kastað hér fram til nánari athugunar. Að lokum ein tillaga: að láta þá 65 ára og eldri er lenda í árekstrum gangast undir ökupróf (meðal annars minnispróf). í grein 21 er kveðið á um að dómsmálaráðuneytið setji í samráði við landlækni leiðbeinandi reglur um útgáfu og endurnýjun öku- skírteina. Ólafur Ólafsson Fyrir hönd stjórnar Félags eldri borgara Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara. Læknablaðið 2002/88 927 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.