Læknablaðið - 15.12.2002, Side 59
UMRÆÐA & FRÉTTiR / ÍÐORÐAPISTILL 150
Skimun
Ásgeir Theódórs, læknir, hringdi og vildi fá aðstoð
við að finna heiti á sjúkdómsleit sem hann var í vafa
um hvort nefna mætti skimun. Ásgeir vísar þar í svo-
nefnda Vitundarvakningu um ristilkrabbamein sem
nú nýverið var sett af stað hér á landi. Beitt verður
þeirri aðferð að dreifa upplýsingum um ristilkrabba-
mein, einkenni þess og áhættur og hvetja fólk til þess
að forðast áhættuþætti. Þá eru einstaklingar 50 ára og
eldri hvattir til að þiggja skimun eftir ristilkrabba-
meini, einfalda rannsókn sem felst í árlegri leit að
leyndu blóði í hægðum, en hægðablóð getur einmitt
verið upprunnið í ristilkrabbameini.
Vitundarvakning
Vitundarvakningin er nákvæmlega það sem orðið
gefur til kynna. Menn eru vaktir til meðvitundar eða
vitneskju um eitthvað. Vitundarvakning um sjúkdóm
þarf því hvorki að fela í sér skimun né neina aðferð til
greiningar eða rannsóknar. Fræðsla ein getur verið
ætluð til að vekja menn til þeirrar meðvitundar, sem
vonast er eftir. Oftast fer vitundarvakning þó einnig
fram með hvatningu eða ábendingu, til dæmis með
því að benda á ýmis líkamleg einkenni, sem annars
væri ekki fengist um, eða með því að hvetja menn til
ákveðinna verka eða hegðunar.
Að skima
Sögnin að skima merkir samkvæmt íslensku tölvu-
orðabókinni 1. líta í kringum sig, skyggnast um, horfa.
2. geiga frá beinni stefnu, stefna til hliðar. 3. rannsaka
ísmásjá. Undirritaður kannast ekki við síðasta merk-
ingarliðinn, þrátt fyrir að hafa unnið við smásjár nær
alla sína starfsævi, og finnst hann beinlínis rangur,
enda á dæmið sem tekið er, gen eru skimuð í leit að
stökkbreytingum, ekki við. Gen eru ekki rannsökuð
með smásjárskoðun. Fyrsti merkingarliðurinn er hins
vegar sá sem við á, þegar verið er að vísa í læknis-
fræðilega skimun.
Fyrr á árum var sögnin að skima gjaman notuð í
samsetningunum skima að einhverju eða skima eftir
einhveiju og merkti í báðum tilvikum það sama, svip-
ast um í leit að einhverju. Rétt er að benda einnig á,
að svipast um merkir gá að einhverju, leita einhvers
lauslega. Það eru þessi tvö blæbrigði merkingar sem
sögnin að skima gefur svo vel til kynna, annars vegar
líta til ýmissa átta og hins vegar gá eða leita lauslega.
Athygli vert er að sögnin að skima er nú gjarnan
notuð með forsetningunni fyrir og þá talað um að
skima fyrir einhverju.
Svo hefur farið í íðorðasafni lækna að enska sögn-
in to scan hefur verið þýdd með sögninni skima. Sú
þýðing virðist þó ekki hafa náð neinni útbreiðslu
meðal lækna. Ensk-íslensk orðabók Arnar og Örlygs
gefur merkingarnar: 1. grannskoða; virða rannsak-
andi fyrir sér; 2. renna augum yftr, líta yftr; 3. skipta
eftir bragliðum, skiptast í bragliði; 4. skima, skanna,
fara yftr með skanna. Sögnin að skanna er sú sem
helst virðist hafa náð fótfestu í læknamálinu. Rétt er
að vekja athygli á þessum mismun, að skanna merki
helst skoða vandlega, en skima merki fremur skoða
lauslega.
Screen
Ensku sögnina to screen hefur Iðorðasafn lækna þýtt
með íslensku sögninni kemba. Því hefur nafnorðið
screening fengið íslensku þýðinguna kembileit. Nafn-
orðið screen er skilrúm, skermur, net, sía, hlíf, skjár
eða tjald. Hin læknisfræðilega merking sagnarinnar
screen er því án efa helst í ætt við sigta, sía eða skilja
frá. Undirritaður, sem kynntist fíngerðum lúsakamb-
inum strax á barnsaldri, hefur aldrei getað sætt sig við
þessa þýðingu. Honum finnst að kembileit hljóti að
vera nákvæm leit, en að screening geti verið lausleg
eða fremur ónákvæm og að þar eigi íslenska nafn-
orðið skimun best við.
Aerosol
Guðrún Sigmundsdóttir, smitsjúkdómalæknir, óskaði
eftir íslensku heiti á fyrirbærið aerosol. Læknisfræði-
orðabók Dorlands upplýsir að aerosol sé: 1. efnakerft
(colloid system), tegund lausnar (sol, solution), þar
sem dreifiefnið (dispersion medium) er lofttegund. 2.
vökvi sem geymdur er undirþrýstingi ásamt með drif-
efni (propellant) þannig að dreifa megi lausninni sem
finum úða. 3. lausn aflyfi sem hœgt eraðýra sem fittum
úða til innöndunarmeðferðar. Við skoðun kemur í
ljós að íðorðasafn lækna á ekki íslenskt heiti fyrir
aerosol. Um leið sést að þýðing þess á nafnorðinu
colloid, kvoðulausn, er ekki fullnægjandi því að í
orðabók Dorlands kemur fram að colloid sé 1.
kvoðukennt eða límkennt efni. 2. efni sem gert er úr
örsmáum óuppleystum ögnum, venjulega 1-1000 nm
í þvermál, sem dreifast jafnt eða svífa í samfelldu
dreifiefni. í Læknisfræðiorðabók Stedmans er tekið í
sama streng. Samkvæmt þessu ætti colloid að birtast
þannig í íðorðasafninu: 1. kvoðulausn, kvoðu- eða
límkennt efni. 2. sviflausn, efni gert úr örsmáum ögn-
um sem svífa í lausnarefninu án þess að falla.
Svlfúði
Það fór svo, sem reyndar gerist ekki mjög oft í íð-
orðavinnunni, að undirritaður bjó til á augabragði
nýyrði sem fyrirspyrjanda líkaði. Með hliðsjón af
ofanrituðu varð það heitið svifúði, sem skýra má
þannig: úði sviflausnar, það er úði óuppleystra efnis-
agna í viðeigandi dreifiefni.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
johannhj@landspitali.is
Læknablaðið 2002/88 935