Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 65

Læknablaðið - 15.12.2002, Side 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 32 Siðareglur og sársauki Siöareglur sjúklinga • Reyndu ávallt að vera upplífgandi. Læknirinn þinn er mjög önnum kafinn, er stöðugt undir miklu álagi og þarfnast því allrar þeirrar góðvildar og stuðnings sem unnt er að veita. • Reyndu að þjást af þeim sjúkdómi sem herjar á þig og gleymdu því ekki að orðspor læknisins er í húfi. • Reyndu aldrei að spyrja lækninn hvað hann er að gera og hvers vegna. Það væri til of mikils mælst að hann útskýrði það fyrir þér á þann hátt að þú skildir hvað væri á seyði. • Reyndu aldrei að ræða við nokkurn mann innan heilbrigðisþjónustunnar um það þegar þér þykir læknirinn hafa brotið á þér. Mundu að trúnaður þinn við lækninn er heilagur. • Reyndu ekki að kvarta ef meðferðin sem þú færð bætir ekki heilsu þína. Treystu því að læknirinn hafi öðlast svo djúpa innsýn í eðli sjúkdómsins sem þú gengur með að bati er líklega ekki besta lausnin. • Greiddu alla reikninga frá lækninum umyrðalaust og með glöðu geði. Þú ættir að líta á það sem for- réttindi að geta á þann hátt stuðlað að velferð læknisins og fjölskyldu hans. Fréttaflutningur „Ég er með góðar fréttir,“ sagði læknirinn við sjúk- linginn, „en ég er einnig með slæmar fréttir.“ „Leyfðu mér fyrir alla muni að heyra góðu frétt- irnar fýrst,“ sagði sjúklingurinn. „Það verður sérstakur sjúkdómur nefndur eftir þér.“ Sársaukinn yfirfærður Hjónin voru mætt á fæðingardeildina og konan kom- in á tíma. Læknirinn greindi frá því að þeim stæði til boða að nota sérstakt tæki sem verið væri að gera tilraun með og gerði það að verkum að sársauki tengdur fæðingunni færðist frá móður yfir til föður. Hjónin ákváðu að slá til og prófa gripinn. Þegar konan var komin í fæðingu stillti læknirinn tækið á 10% og greindi manninum frá því að nú færi hann líklega að finna fyrir meiri sársauka en hann hefði upplifað áður. Öllum viðstöddum til mikillar undrunar fann maðurinn ekkert til. Læknirinn jók styrkinn í tækinu hægt og rólega, en maðurinn kenndi sér ekki meins. Eiginmaðurinn bað meira að segja um að mesti styrkur yrði settur á tækið þannig að konan gæti eignast bamið sársaukalaust. Og það gekk eftir. Konan hafði ákveðið að njóta sængurlegunnar heima og yfirgaf því fæðingardeildina ásamt manni sínum skömmu eftir að hún varð léttari. Þegar hjónin óku inn heimreiðina að húsi sínu sáu þau hvar bréf- berinn lá dauður við útidyrnar. Á veitingastaö Snæfinnur skurðlæknir ætlaði að gera sér dagamun og fór út að borða. Þjónninn gekk að borði hans og sagði: „Ég er með kryddlegna lifur, froskalappir og soðna tungu.“ „Það er nefnlega það,“ sagði læknirinn. „Ég er nú kominn hingað til að borða en ekki til að hlusta á þín vandamál." Hreyfingarleysi á miðjum aldri Halldór og Guðrún voru miðaldra hjón sem leituðu til Símonar heimilislæknis vegna þreytu og óyndis. Eftir að hafa heyrt í þeim hljóðið og skoðað þau bæði sagði læknirinn: „Það er ekkert að ykkur annað en hreyfingarleysi og leti. Það er best að þið takið ykkur tak og farið að hreyfa ykkur reglulega úti í guðs- grænni náttúrunni. Þið ættuð fljótlega að finna hve góð áhrif það hefur á ykkur.“ Mánuði seinna kom Halldór aftur á stofuna til Símonar. „Ég fór að ráði þínu, keypti mér golfsett og hef ekki slegið slöku við frá því við hittumst um dag- inn, enda líður mér alveg stórkostlega.“ „Það var ánægjulegt að heyra,“ sagði læknirinn. „En hvernig gengur Guðrúnu?" „Æ, því miður hefur ekkert breyst hjá henni. Hún harðneitar að hreyfa sig.“ „Það var leitt að heyra,“ sagði læknirinn. „Ætli sé ekki vænlegast að ég ræði aftur við hana?“ „Mikið yrði ég þér þakklátur fyrir það,“ sagði Halldór. „Það er náttúrulega mesta sóun að láta sláttu- vélina sem ég keypti um daginn fyrir fimmtíu þúsund kall standa ónotaða í bílskúrnum." Fleyg orö Læknislistin snýst um að stytta sjúklingnum stund- irnar meðan náttúran læknar sjúkdóminn. - Voltaire Bjarni Jónasson bjami.jonasson@gb.hgst.is Læknablaðið 2002/88 941

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.