Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 5

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆflA 0 G FRÉTTIR 328 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: Heilafok um stöðu læknisins Umræður á stjórnarfundi LI Pröstur Haraldsson 331 Formannaráðstefna LÍ 333 Ekki sjálfstæð stofnun heldur lítil eining á stóru sviði Rætt við Ólaf Ó. Guðmundsson um starfsemi BUGL Pröstur Haraldsson 335 Úrskurður Siðanefndar LÍ 337 Heilsugæslan á Suðurnesjum. Sjálfseignarstofnun eða útibú frá Reykjavík? Pröstur Haraldsson 339 Læknar í tímabundin störf í Noregi og Svíþjóð Námskeið Endurmenntunar HÍ. Breytt viðhorf til lýðheilsu Frá skrifstofu LÍ: Hver er hver og hver er hvar? 343 Heilbrigðismál á kosningavetri: Verðum að ræða um byggingu nýs spítala Rætt við Margréti Oddsdóttur Þröstur Haraldsson 346 Læknar og lög. Hvernig er bótaábyrgð háttað? Gunnar Armannsson 348 íslendingar greiða í heild 40-60% hærra verð fyrir lyf en nágrannaþjóðir Ólafur Ólafsson 349 Heilbrigðiskerfið og Læknafélagið Ólafur Örn Arnarson 351 íðorðasafn lækna 154. Miltisbrandur Jóhann Heiðar Jóhannsson 355 Faraldsfræði 27. Réttmæti aðferða(fræði) María Heimisdóttir 357 Lyfjamál 114. Átak í lyfjamálum heilbrigðisstofnana Einar Magnússon 359 Broshornið 36. Af spaghettíi og gangráðum Bjarni Jónasson 360 Þing/námskeið/styrkir 365 Lausar stöður 366 Okkar á milli 367 Sérlyfjatextar með auglýsingum 371 Minnisblaðið Heilsuverndarstöðin í Reykja- vík þótti á sínum tima stórhuga framkvæmd en hafist var handa við hana árið 1949 þótt verkinu lyki ekki fyrr en 1955. Arkitektar voru Einar Sveinsson sem var Húsa- meistari Reykjavíkur og Gunnar H. Ólafsson sem starfaði hjá embætt- inu en varð seinna skipulagsstjóri í Reykjavík. Samstarf þeirra hófst nokkrum árum fyrr þegar Gunnar kom heim frá námi árið 1945 og stóð til 1955. Saman teiknuðu þeir ekki bara Heilsuverndarstöðina heldur líka Langholtsskóla og þeir lögðu grunn að hönnun Borgar- spítalans - meðal annars er hug- myndin um turninn og hönnun á aðkomu og anddyri frá þeim komin. Aðrar byggingar ættaðar úr penna Einars eru til dæmis Melaskóli, Laugarnesskóli, Laugardalssund- laugin og svo skipulagning Hlíða- hverfis og Norðurmýrar. Gjarnan er sagt að Heilsuvernd- arstöðin sé sú bygging sem best sýni höfundareinkenni Einars Sveinssonar enda fer það ekki framhjá neinum að þar er hver lína vandlega ígrunduð. Byggingin var þó á sínum tíma gagnrýnd af mörg- um og þá ekki bara þeim sem höfðu íhaldssamari smekk í bygg- ingarlist. Pvert á móti voru það módernistar sem andmæltu henni helst og þá þeir sem aðhylltust hreinflatar- eða naumhyggjustefnu í listsköpun. Hörður Ágústsson ritaði grein gegn húsinu og taldi það vera dæmi um úrkynjun í módernískum arkitektúr. Síðari tíma menn hafa þó kunnað betur að meta það og jafnvel má leiða að því getum að Heilsuverndarstöðin hafi haft meiri áhrif á arkitekta samtímans en flest verk þeirra sem strangari voru í hreinflatartrúnni. Einar leitaði gjarnan til Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara um listskreytingar í byggingar sínar og svo var einnig hér. Þeir sem hafa gaman af smáatriðum í þessu samhengi ættu að gá að vindhan- anum sem prýðir turn hússins og að mynstruðum gólfdúknum sem enn má sjá sums staðar í húsinu - hvort tveggja er hönnun Ásmundar. Jón Proppé Læknablaðið 2003/89 289

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.