Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 17

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR (47%) sem vógu 900-999 g. Sjá töflur I og II. Á tímabilinu 1982-90 voru 12 fyrirburanna stúlkur og sjö voru drengir, en 27 stúlkur og átta drengir á árunum 1991-1995. Á árunum 1982-90 var meðalfæð- ingarþyngd fyrirbura 804 g, miðgildi 798 g og dreifing 608-990 g. Á árunum 1991-95 var meðalþyngd 832 g, miðgildi 835 g og dreifing 590-990 g. Á fyrra tímabil- inu voru tíu börn af 19 (53%) léttburar (SGA, Small for gestational age) og 16 börn af 35 (46%) á því síðara (tafla III). I töflu IV eru upplýsingar um fjölda barna með fötl- unargreiningar. Af 19 fyrirburum áranna 1982-90 eru þijú böm fötluð (16%). Tvö þeirra eru þroskahömluð og þriðja bamið er lögblint. Af 35 fyrirburum áranna 1991-1995 eru sex börn talin fötluð (17%). Af þeim eru fimm þroskahömluð og em þrjú þeirra með viðbótar- fötlunargreiningar, eitt bam er blint og tvö era hreyfi- hömluð. Einn íyrirburi var með hreyfihömlun og eðli- legan vitsmunaþroska. Af fyrirburam áranna 1991-95 vora því alls þrjú böm hreyfihömluð (9%), tvö með stjarfa tvílömun og eitt með slingurheilalömun. Umræða Á tímabilinu 1982-90 var hlutfall lílilla fyrirbura á ís- landi 0,3% af heildarfjölda fæðinga. Hlutfall þeirra jókst og var 0,5% á árunum 1991-95. Tvær meginskýr- ingar má nefna á þessum mun, annars vegar nákvæm- ari og breytta fæðingarskráningu og hins vegar vax- andi fjölda glasabarna og aukið hlutfall fjölbura á síð- ara tímabilinu. Nýjar reglur um skráningu fæðinga (1, 5) frá nóv- ember 1992 sem miða við 500 g og 22 meðgönguvikur tóku við af eldri reglum sem miðuðu við 1000 g og 28 vikur. Þessi breyting hefði fyrst og fremst átt að hafa áhrif á talningu andvana fæddra barna. Ekki er hægt að útiloka að breytingar hafi einnig orðið varðandi skráningu lifandi fæddra bama á seinna tímabilinu, einkum þeirra sem voru mjög óþroskuð og dóu skömmu eftir fæðingu, böm sem á fyrra tímabilinu hefðu verið skráð sem fósturlát. Þessi atriði skýra þó ekki að fullu hlutfallslega aukningu lítilla fyrirbura. Síðari tilgátan varðar þátt glasafrjóvgunarmeð- ferðar og aukið hlutfall fjölbura þar sem mikil aukn- ing hefur orðið á fjölda barna sem fædd eru eftir glasafrjóvgun. Þannig var hlutfall þessara barna 0,8% árið 1992, 2,1% 1993 og 1994 og 2,3% árið 1995 og var þetta hlutfall þá orðið nokkru hærra á íslandi en á hinum Norðurlöndunum (1). í hópi barna fæddra eftir glasafrjóvgun er aukið hlutfall fjölbura. Þekkt er að fjölburameðgöngur eru taldar áhættumeiri en þegar um einbura er að ræða (1, 3). Af 21 barni sem dó á burðarmálstíma og vóg 500-999 g árið 1995 voru tíu börn tvíburar (1). Fjölgun lítilla fyrirbura á árun- um 1991-95 má því að einhverju leyti rekja til glasa- frjóvgunar og fjölburafæðinga. Langtímalifun lítilla fyrirbura jókst markvert á Is- Table III. Clinical Data and Comparison ofELBW Children 1982-90 to ELBW Children 1991-95. ELBW* 1982-90 ELBW 1991-95 P n (%> n (%) Male 7 (37) 8 (23) NS Female 12 (63) 27 (77) NS SGA* 10 (53) 16 (46) NS mean (range) mean (range) Birthweight in g 804 (608-990) 832 (590-990) NS *ELBW = Extremely Low Birthweight <1000g; *SGA = Small for Gestational Age; NS = Non Significant Table IV. Classification of Disabilities and Comparison Between ELBW Children born in 1982-90 and 1991-95. 1982-90 1991-95 Disability ICD-10 n n Mental Retardation F70-79 2 2 MR and Cerebral Palsy F70-79 and G80 0 2 MR and Blindness F70-79 and H54 0 1 Retinopathy/Legally Blind H35 1 0 Cerebral Palsy G80 0 1 Children with Disability 3 (16%) 6 (17%) ELBW = Extremely Low Birthweight <1000g; MR = Mental Retardation landi, var 22% á fyrra tímabilinu og 52% á því síðara. Á fyrra tímabilinu eru íslensku tölurnar nokkru lægri en aðrar landfræðilega afmarkaðar rannsóknir sýna. Langtímalifun barna sem vógu minna en 1000 g var 29,4% fyrir börn í Skotlandi árið 1984 (17), 30-37% á árunum 1983 og 1987 í Englandi og Wales (10) og 25,4% fyrir börn í Victoriafylki í Ástralíu árin 1979- 80 (18). Mun fleiri börn lifðu í rannsókn Saigal og fleiri sem sýndi að langtímalifun lítilla fyrirbura með fasta búsetu í Ontario í Kanada var 46% á árunum 1977-80 og 48% á árunum 1981-84 (19). Á tíunda áratugnum lifðu fleiri litlir fyrirbura á ís- landi og var þá langtímalifun svipuð hér á landi og víða annars staðar. í Svíþjóð lifðu 58% lítilla fyrir- bura 1990-92 við þriggja ára aldur (20), 47% við eins árs aldur 1992-93 í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu (21) og 56% við fimm ára aldur í Victoriafylki í Ástralíu 1991-92 (22). í Finnlandi á áranum 1996-97 vora börn sem vógu 500-999 g 0,4% af heildarfjölda nýfæddra barna (23). Af finnsku börnunum voru 60% útskrif- uð heim eða vora á lífi við 40 vikna meðgöngualdur. Er það nokkru lægra hlutfall en kom fram í annarri finnskri rannsókn sem var landfræðilega afmörkuð en náði einungis til barna innlagðra á sjúkrahús á ár- unum 1991-94 þar sem langtímalifun til fjögurra ára aldurs var 68% (24). Af þessu má sjá að miklu varðar að við samanburð milli landa sé gengið út frá sömu upplýsingum og að lifun og dánartíðni sé skoðuð út frá heildarfjölda barna en ekki einungis þeirra sem innlögð eru á gjörgæsludeildir nýbura eftir fæðingu. Með aukinni lifun í kjölfar lungnablöðruseytis- meðferðar var það mörgum nokkurt áhyggjuefni Læknablaðið 2003/89 301
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.