Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 24
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGLEKI
Kennsla
FJöldl nemenda
Mynd 7. Verkleg kennsla íþjálfun grindarbotnsvöðva hjá framhaldsskólanemum.
og því einungis notast við huglægt mat þátttakenda.
Telja verður ólíklegt að nemendur sem ekki missa
þvag svari spurningu þar að lútandi játandi. í stað
þess að spyrja um áhrif þvagleka á félagslíf og hrein-
læti sérstaklega var spurt almennt um áhrif vanda-
málsins á daglegt líf viðkomandi. Líklegt er að hjá
mjög ungum konur, eins og hér er um að ræða, hafi
jafnvel hinn minnsti þvagmissir hlutfallslega meiri
áhrif á lífsgæði en hjá þeim eldri.
Mismunandi skilgreiningar og mæliaðferðir er
stærsta vandamálið við samanburð á þvaglekarann-
sóknum. Þetta skýrir sennilega mikinn mun í tíðni-
tölum á milli rannsókna (6). í fyrsta sinn hefur nú
verið útbúinn einfaldur alþjóðlegur spurningalisti á
vegum alþjóðlegra þvaglekasamtaka (International
Consultation of Incontinence). Það ætti því að verða
auðveldara að bera saman rannsóknir í framtíðinni.
Spurningalistinn í rannsókninni hefur einnig verið
notaður í nýlegum erlendum rannsóknum, en niður-
stöðurnar hafa ekki ennþá verið birtar (munnlegar
heimildir frá fulltrúum Intemational Consultation of
Incontinence).
Fáar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerð-
ar á tíðni þvagleka meðal kvenna yngri en 20 ára og
hefur nákvæmlega sami aldurshópur og í okkar rann-
sókn ekki verið rannsakaður fyrr, og þær fáu sem
gerðar hafa verið hafa haft lítil úrtök. í fæstum rann-
sóknanna hefur verið lagt mat á áhrif þvagleka á lífs-
gæði.
í tveimur eldri rannsóknum frá Bandaríkjunum
(2, 7), sem gerðar voru á konum yngri en 25 ára og
höfðu ekki eignast böm, var heildartíðnin mjög há,
eða um 50%, og í þeim tilvikum þar sem þvaglekinn
reyndist klínískt vandamál var tíðnin 5 og 6%. Um
fjórðungur kvenna 17-44 ára höfðu þvagleka í könn-
un Yarnells og fleiri árið 1981. Einkennin truflaði fé-
lags- og samlíf („Domestic live“) 3% þessara kvenna
(8). Síðari tíma rannsóknir hafa sýnt mun lægri tíðni
hjá þessum aldurshópi, eða 3-6% (1,9,10).
I ofangreindum rannsóknum og eins okkar er
áreynsluþvagleki langalgengasta tegundin og sumar
rannsóknir hafa beinst að því sérstaklega. Rannsókn
á ungum íþróttakennaranemum í Noregi leiddi í Ijós
að fjórðungur átti við þetta vandamál að stríða við
ástundun mismunandi líkamsþjálfunar (11). Sami
höfundur gerði samanburðarrannsókn á afreks-
íþróttakonum og samanburðarhópi árið 2001. Þar
kom í ljós að tíðni þvagleka var mikil hjá báðum hóp-
unum en ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur
munur þar á (12).
Höfundar telja að úrtakið, þrátt fyrir að vera ein-
ungis af SV-homi landsins, lýsi þýðinu á nokkuð
sannfærandi hátt því að ekki er vitað til þess að um-
hverfisaðstæður hafi áhrif á algengi þvagleka. I ljósi
þessara niðurstaðna er nauðsynlegt að skoða nánar
ástæður þvagmissis. Hingað til hefur verið talið að
þvagleki hrjái helst konur eftir barnsburð og sé fylgi-
fiskur öldrunar. Ekki er vitað hve margar stúlkur í úr-
takinu hafa fætt börn þar sem ekki var spurt um
barnseignir. Reiknað er þó með að vegna ungs aldurs
séu þær frekar fáar. Kannski hefur þessi háa tíðni allt-
af verið til staðar, en með breyttum viðhorfum hefur
þetta mál komið meira fram í daglegri umræðu og
konur eiga auðveldara með að tala um það. Það get-
ur líka verið að um sé að kenna breyttu þjóðfélagi
með meiri kyrrsetu, aukinni líkamsþyngd eða meiri
vökvaneyslu. Áður fyrr unnu konur meiri líkamlega
vinnu og vera má að það hafi haft áhrif á ómeðvitaða
þjálfun grindarbotnsvöðva. Vanþekking nemenda á
grindarbotninum og starfsemi hans gæti einnig hafa
haft áhrif á niðurstöðurnar. Ekki er hægt að útiloka
að einhverjir nemendur hafi ekki þorað að spyrja og
hafi því svarað af ónákvæmni.
Aðstæður við framkvæmd rannsóknarinnar voru
þannig að nemendur sátu hlið við hlið við útfyllingu
spurningalistans. Þetta gæti hafa haft þau áhrif að
þeir nemendur sem þjáðust af þvagleka þorðu ekki
að svara samviskusamlega.
I nýlegri umfangsmikilli íslenskri rannsókn, sem
var gerð haustið 2001 á tíðni þvagleka hjá konum á
aldrinum 30-75 ára, kom í ljós að tíðnin var um 38%
(4). Þar var notaður sami alþjóðlegi staðfærði spum-
ingalistinn. Áreynsluþvagleki var langalgengastur,
sérstaklega á meðal yngri kvenna. Þvagleki hafði
áhrif á daglegt líf 28% þeirra. Það má velta fyrir sér
hvort þessi 32% stúlkna í framhaldsskólum verði að
þeim 38% sem þjást af þvagleka á seinni árum. Sé svo
væri mögulegt að minnka tíðnina með markvissum
forvörnum, svo sem fræðslu og kennslu um grindar-
botnsþjálfun í framhaldsskólum. Sé svo hins vegar
ekki mætti búast við að niðurstöður úr sambærilegri
rannsókn á 30-75 ára gömlum konum sem gerð yrði
eftir 10-15 ár sýndi enn hærri tíðni.
Við flokkun á tegundum þvagleka kom í ljós að
flestir nemendur (55%) þjáðust af áreynsluþvagleka.
Grindarbotnsþjálfun er áhrifarfkasta meðferðarúrræð-
ið við slökum grindarbotnsvöðvum, sem eru aðalorsök
áreynsluþvagleka. Nokkur munur var á áhrifum teg-
unda þvagleka á daglegt líf nemenda, bráðaþvagleki
308 Læknablaðið 2003/89