Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 29

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 29
FRÆÐIGREINAR / ALDRAÐIR Heilsufar, hjúkrunarþörf og lífsgæði aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar 1997 Pálmi V. Jónsson1'2 ÖLDRUNARLÆKNIR Hlíf Guðmundsdóttir' HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Fanney Friðbjörnsdóttir’ HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Maríanna Haraldsdóttir* HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Þórunn Olafsdóttir1 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Anna Birna Jensdóttir1 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Ingibjörg Hjaltadóttir' HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Ómar Harðarson5 STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Hrafn Pálsson6 FÉLAGSFRÆÐINGUR Grein þessi er tileinkuð minn- ingu Maríönnu Haraldsdóttur, f. 3. febrúar 1950, sem lést langt um aldur fram þann 12. mars 2002. Hún vann ötullega að þessari rannsókn og hafði hafið störf við sambærilega Evrópurannsókn þegar hún varð frá að hverfa vegna veikinda. 'Öldrunarsviði Landspítala Landakoti, 2Læknadeild Háskóla íslands, ’Heilsu- gæslunni í Reykjavík, 4Heilsugæslunni á Seltjamar- nesi, 5Hagstofu íslands, 6Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Fyrirspumir og bréfaskipti: Pálmi V. Jónsson, palmivj@landspitali.is Lykilorð: aldraðir, heima- þjónusta, heimahjúkrun, fœrni, lyf lífsgœði. Ágrip Hlgangun Vaxandi áhersla er lögð á að aldraðir geti búið heima sem lengst, en rannsóknir á högum aldr- aðra íslendinga sem njóta þjónustu í heimahúsum eru takmarkaðar. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa heilsufari, líðan og aðstæðum fólks í heimaþjónustu. Aðferð: Einstaklingarnir sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care) mælitækinu. Niðurstöðun Metnir voru 257 einstaklingar á fjórum heilsugæslustöðvum. Meðalaldur var 82,7 ár, 62,5% bjuggu einir, og höfðu þeir notið heimaþjónustu að meðaltali í 2,4 ár. Konur voru 78,6%. Nær allir voru sjálfbjarga með persónulegar athafnir daglegs lífs (ADL), en 53% þurftu aðstoð við böðun. Um helm- ingur þurftu mikla aðstoð við almennar athafnir dag- legs lífs (IADL). Skert minni var hjá tæplega 40% einstaklinganna en dapurt yfirbragð hjá 18%. Átján prósent höfðu aldrei farið út úr húsi á 30 daga tíma- bili, 27% voru alltaf einir yfir daginn, en21% tjáði sig um einmanaleika. Daglegir verkir greindust hjá 47% einstaklinganna og 47% töldu heilsufar sitt vera lé- legt. Á 14 dögum var meðalfjöldi klukkustunda á skjólstæðing í heimahjúkrun 3,5 klukkustundir og heimilishjálp 9,5 klukkustundir. Lyfjanotkun var mikil og voru 34% á níu lyfjum eða fleiri. Ályktun: Einstaklingar í heimahjúkrun eru sjálf- bjarga með ADL en þeir þurfa aðstoð við almenn dagleg verk og böðun. Ýmis atriði sem snerta lífsgæði þyrfti að skoða nánar með hliðsjón af því hvort bæta megi líðan þeirra sem njóta þjónustunnar. Inngangur Með vaxandi fjölda aldraðra aukast stöðugt kröfum- ar til heilbrigðis- og félagsþjónustu um að finna leiðir til umönnunar þeirra sem sjúkir eru og lasburða, sem er í senn gæðaþjónusta og hagkvæm. Markmið laga um málefni aldraðra er að hinn aldraði geti búið heima sem lengst og notið þess stuðnings sem þarf (1). I þessum aðstæðum er nauðsynlegt að hafa mælitæki sem getur greint hinar fjölþættu þarfir sjúkra aldr- aðra og metið hvernig þeim þörfum er mætt og skil- virkni þjónustunnar. MDS-RAIHC er mælitæki sem uppfyllir þær væntingar sem gera þarf til slíks tækis og hefur í senn gildi og er áreiðanlegt (2,3). Mælitæk- ið lýsir líkamlegu og andlegu heilsufari, færni og fé- ENGLISH SUMMARY Jónsson PV, Guðmundsdóttir H, Friðbjörnsdóttir F, Haraldsdóttir M, Ólafsdóttir Þ, Jensdóttir AB, Hjaltadóttir I, Harðarson Ó, Pálsson H Health care needs and quality of life of elderly in home care in Fteykjavik, 1997 Læknablaðið 2003; 89: 313-18 Objective: It is increasingly emphasized that the elderly should be supported to live at home as long as possible. The purpose of this study was to describe the health and conditions of people in home care. Material and methods: Individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the Minimum Data Set-Resident Assessment Instrument for Home Care, MDS-RAI HC. Results: The study evaluated 257 individuals at four primary care health centers. The mean age was 82.7 years, women were 78.6%, living alone were 62.5%, and they had received home care on average of 2.4 years. Almost all were independent in primary activities of daily living, ADL, but about half needed help with instrumental activities of daily living (IADL). Impaired cognition was observed in 40% of individuals, depressive symptoms in 18%, daily pain was noted in 47% and 47% assessed their health as poor. Loneliness was expressed by 21 %, 18% had not gone out doors in over 30 days and 27% were always alone during the day. The mean number of hours during two weeks was 3.5 hours in nursing care and 9.5 hours in home help. Thirty-four percent took 9 or more medications. Conclusion: Individuals in home care were independent in ADL but needed assistance with IADL. There are important quality of life issues that are of concern. Further research is needed in home care with particular emphasis on improvement of well being. Key words: home care, aged, function, medications, quality of life. Correspondence: Pálmi V. Jónsson, paimivj@iandspitati.is lagslegu umhverfi. Niðurstöður matsins má síðan tengja við áætlunargerð og skipulagningu heima- þjónustunnar (4). Þróun mælitækis fyrir heimaþjón- ustu byggir á reynslu sem fékkst við þróun tækis fyrir aldraða á stofnunum sem nýtt hefur verið á íslandi frá 1994 og meðal annarra rita lýst í Læknablaðinu (5-7). Árið 1997 var gerð könnun á notagildi MDS-RAI Læknablaðið 2003/89 313

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.