Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 32
FRÆÐIGREINAR / ALDRAÐIR
Tafla IV. Lyfjanotkun í heimaþjónustu heilsugæslunn- ar eftir flokkum.
Lyfjaflokkur %
Kvíðastillandi lyf 23,3
Svefnlyf 44,4
Geðdeyfðarlyf 31,1
Sterk geðlyf 7,0
Hjarta- og blóðrásarlyf 28,0
Meltingarlyf 26,5
Blóösjúkdómalyf 13,2
Lyf við öndunarfærum 7,4
Hormón 6,2
Stoökerfislyf 5,1
Augn- og eyrnasjúkdómalyf 4,7
Þvagvega- og kynhormónalyf 3,5
Krabbameinslyf 1,6
Húðlyf 0,8
Sýklalyf 1,6
Ýmis lyf 3,9
Fjöidl lyfja Fjöldi lyfja síðastliöna sjö daga
Hlutfall aldraðra
Mynd 2 sýnir hversu mörg
lyf voru tekin síðastliðna
sjö daga. Priðjungur aldr-
aðra tekurníu lyf eða fleiri.
Umræða
Gerð hefur verið grein fyrir þeim sem voru 65 ára og
eldri og nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar á árinu
1997 á fjórum heilsugæslustöðvum í Reykjavík og á
Seltjarnarnesi. Pjónustu fá fjórar konur á móti hverj-
um einum karli og eru tæplega 70% áttatíu ára og
eldri. Helmingur hópsins þarf hjálp við böðun en er
annars sjálfbjarga í frumathöfnum daglegs lífs. Um
það bil þriðjungur var með vitræna skerðingu og
skerta hæfni til ákvarðanatöku.
Priðjungur var sjálfbjarga við undirbúning mál-
tíða og umsýslu fjármála en fimmtungur við heimilis-
störf, lyfjainntöku, innkaup og ferðir. Meirihlutinn
þurfti því aðstoð í almennum athöfnum daglegs lífs.
Um fimmtungur hafði farið daglega út úr húsi síðast-
liðna 30 daga en sami fjöldi fór aldrei út. Urn tíundi
hver skjólstæðingur telur sig geta bætt sjálfsbjörg sína
varðandi ADL, IADL eða hreyfifæmi. Umönnunar-
aðilar voru sama sinnis. Einungis 3,1% skjólstæðinga
telur sig hafa góðar batahorfur. Tæpur helmingur
allra var með daglega verki og þriðjungur með fleiri
en níu lyf. Þeir sem njóta heimaþjónustu heilsugæsl-
unnar virðast oft þurfa á henni að halda í langan tíma
þar sem meðaltími í þjónustu var 2,4 ár.
Skjólstæðingar heimaþjónustu heilsugæslunnar fá
tæpar sjö klukkustundir á viku aðstoð við ADL og
IADL frá sínum nánustu. Algengast er að böm og
tengdaböm veiti þennan stuðning en síðan makar og
aðrir ættingjar. Til viðbótar fá þeir annað eins af þjón-
ustu frá formlegum umönnunaraðilum en algengast er
að hún sé veitt af heimahjúkrun og heimilishjálp. Mik-
ill meirihluti skjólstæðinga telur ekki þörf á aukinni
ADL eða IADL aðstoð frá ættingjum og vinum. Hins
vegar var algengast að skjólstæðingar teldu sig þurfa
aukinn tilfinningalegan stuðning, eða í fjórðungi til-
vika. Það er svipaður fjöldi og lýsir einmanaleika.
Niðurstöður þessarar rannsóknar vekja ýmsar
spurningar. í fyrsta lagi virðist vera ákveðinn hópur
einstaklinga sem nýtur heimaþjónustu heilsugæsl-
unnar sem er það sjálfbjarga og fær að spyrja má
hvort hann þurfi í raun á þjónustunni að halda. í öðru
lagi má spyrja hvort tíminn sem viðkomandi nýtur
heimaþjónustu sé óeðlilega langur. Meðaltímalengd
þjónustu er 2,4 ár og tæpur helmingur fær þjónustu í
kjölfar sjúkrahússinnlagnar. Það er því umhugsunar-
vert hvort nægilega oft sé endurmetið hvort áfram-
haldandi þjónustu sé þörf. í þriðja lagi er ákveðinn
hópur einstaklinga sem er dapur, finnur fyrir ein-
manaleika og fer ekki út fyrir hússins dyr. Þessir ein-
staklingar eru ef til vill ekki að njóta bestu hugsan-
legrar þjónustu. Sumir kynnu að vera betur settir á
vist- eða hjúkrunarheimili. Sumum mætti ef til vill
hjálpa með dagvistunarúrræði. I fjórða lagi vaknar
spurning um hvort læknar komi nægilega að meðferð
skjólstæðinga heimaþjónustu heilsugæslunnar þar
sem verkir eru algengir, depurð áberandi og lyfja-
notkun mikil.
Heimaþjónusta heilsugæslunnar mun aukast á
komandi árum bæði hvað varðar magn og fjölbreyti-
leika og má þar nefna nokkra líklega orsakaþætti (10).
Aldraðir verða með auknar byrðar langvinnra sjúk-
dóma, sjúklingar munu kjósa að búa lengur í heima-
húsum, reynt verður að draga úr sjúkrahússinnlögnum
og tæknin mun leyfa fleirum að búa heima.
Þá er nauðsynlegt að takmarka kostnað. Ein rann-
sókn sýndi að 72,3% aldraðra kysi að fá fremur þjón-
ustu heima en á sjúkrahúsi ef þess væri kostur. Önnur
rannsókn sýndi ekki fram á aukið álag af slíkri sér-
hæfðri sjúkrahústengdri heimaþjónustu. Mörgum
spurningum um heimaþjónustu er ósvarað (11, 12).
Sparar heimaþjónusta fjármagn? Bætir heimaþjónusta
lífslíkur? Er hægt að forðast sjúkrahússinnlagnir? Bæt-
ir heimaþjónusta fæmi eða dregur úr líkum á fæmi-
tapi? Á hvem hátt ættu læknar að koma að heimaþjón-
ustu? Breytileiki í algengi heimaþjónustu eftir lands-
svæðum bendir til þess að ekki sé almenn samstaða um
það hvemig heimaþjónustu sé best fyrir komið (13).
MDS-RAI HC mælitækið hefur mikla þýðingu og
staðfest gildi í heimaþjónustunni (14). Mælitækið lýs-
316 Læknablaðið 2003/89