Læknablaðið - 15.04.2003, Page 37
FRÆÐIGREINAR / SIÐFRÆÐI STOFNFRUMULÆKNINGA
Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til
lækninga. Siðfræðileg álitamál
Flóki
Guðmundsson1,2
HEIMSPEKINEMI A LOKAÁRI
Trausti Óskarsson'
LÆKNANEMI A 4. ARI
Ágrip
Þar sem stofnfrumur geta fjölgað sér endalaust og
sérhæfst í aðrar frumutegundir þykja þær sérlega at-
hyglisverðar frá sjónarhóli læknavísindanna. Hefur
athygli vísindamanna sérstaklega beinst að stofn-
frumum fósturvísa þar sem sérhæfingargeta þeirra er
öðrum stofnfrumum meiri. Við að nálgast þessar
stofnfrumur stöðvast þroski fósturvísisins og því hafa
slíkar framkvæmdir vakið upp margar áleitnar sið-
ferðisspurningar. Umræðan um siðferðilegt réttmæti
þess að nota stofnfrumur fósturvísa til lækninga snýst
því í reynd um siðferðisstöðu fósturvísisins, upphaf
lífsins og helgi þess. í þessari yfirlitsgrein er varpað
ljósi á þau sjónarmið sem hæst ber í umræðunni um
réttmæti þess að nota stofnfrumur úr fósturvísum til
lækninga.
Inngangur
Rannsóknir á stofnfrumum hafa veitt mönnum nýja
von í baráttunni við fjölmarga illvíga og þungbæra
sjúkdóma (1). Stofnfrumur hafa þann eiginleika að
geta fjölgað sér endalaust og sérhæfst í aðrar frumu-
tegundir sem gerir þær að einkar aðlaðandi meðferð-
arúrræði, eins og nánar hefur verið lýst í Lækna-
blaðinu (2). Stofnfrumur úr fósturvísum taka öðrum
stofnfrumum fram í sérhæfíngargetu og hafa rann-
sóknir því lengi beinst að þeim. Þar sem þroski fóst-
urvísis stöðvast við að stofnfrumur hans eru fjarlægð-
ar vekur framkvæmdin áleitnar siðferðisspurningar.
Því fer fjarri að menn séu á einu máli um hvernig
þeim spurningum skuli svarað enda snýst umræðan
að miklu leyti um upphaf lífsins og helgi þess. Þegar
slíkar grundvallarspurningar eru lagðar á borð er
ENOLISH SUMMARY
Guðmundsson F, Óskarsson T
The use of embryonic stem cells for medical-
therapeutical purposes: ethical issues
Læknablaðið 2003; 89: 321-25
The capacity of self-renewal and differentiation renders
stem cells an appealing option for cell replacement
therapy. Although stem cells are known to exist in fully
differentiated tissues, those derived from embryos have
generated greater scientific interest due to their capacity
for differentiation. The use of embryos as a source of stem
cells raises, however, difficult ethical questions, since
removing stem cells from an embryo terminates further
development of the embryo. The ethics debate on the use
of embryonic stem cells focuses on the biological and
ethical status of the embryo and the sanctity of life. This
paper reviews various ethical issues pertinent to the use of
embryonic stem cells for medical purposes.
Key words: stem cells, embryos, ethics.
Correspondence: Flóki Guðmundsson og Trausti
Óskarsson, stofnfrumur@yahoo.com
ekki að undra þótt umræðan verði gustmikil og deilur
hatrammar. En hver eru þau sjónarmið sem svo tak-
ast á?
Ólík viðhorf
Viðhorfi manna til notkunar stofnfrumna úr fóstur-
vísum má gróflega skipta í þrennt. Andstæða póla
skipa annars vegar þeir sem aðhyllast persónuvið-
'Heimilislæknisfræöi, ’Heim-
spekideild Háskóla íslands.
Fyrirspumir og bréfaskipti:
Flóki Guömundsson og
Trausti Óskarsson,
stofnfrumur@yahoo. com
Lykilorð: stofnfrumur,
fósturvísar, siöfrœði.
Tafla 1
Persónuviðhorf Sérstöðuviðhorf Lífverndunarviðhorf
Afstaða: Fósturvísir er ekki persóna heldur frumuklasi og hefur því engin réttindi. Fósturvísir er ekki persóna en sem verðandi persóna hefur hann viss réttindi sem þó eru ekki á við réttindi persónu. Við getnað kviknar einstakt og helgt líf sem nýtur sömu réttinda og persónan sem það getur oröið að.
Niðurstaða: Það má alltaf nota fóstur- vísa til að bæta lífsskilyröi þeirra sem eru persónur. Stundum vegur siðferðis- staða fósturvísis þyngra en persónu og stundum ekki. Vega þarf og meta hvert tilvik fyrir sig. Það má aldrei nota fósturvísa í neinum þeim tilgangi sem ekki er honum sjálfum til góðs.
Læknablaðið 2003/89 321