Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 49

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI BUGL Ekki sjálfstæð stofnun heldur eining á stóru sviði Rætt við Ólaf Ó. Guðmundsson yfirlækni Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans um málefni deildarinnar Allmiklar umræður urðu í fjölmiðlum á dögunum um málefni Barna- og unglingageðdeildar Landspít- alans (BUGL). Málið hófst með því að stjórn Barna- geðlæknafélags íslands skrifaði bréf til heilbrigðis- ráðuneytisins um stöðu deildarinnar og óskaði eftir því að gripið yrði til aðgerða. Afrit af því bréfi fór víða og umræðan hófst upp úr því. Viðbrögð ráðuneytisins við bréfinu voru þau að fela forstjóra Landspítala að skipa nefnd til að fara ofan í stöðu deildarinnar en þá fyrst tók steininn úr. Osætti kom upp vegna samsetningar nefndar þriggja hjúkrunarfræðinga og tveggja lækna undir forystu sviðstjóra hjúkrunar á geðsviði. Þessi hópur vann þó hratt og vel þannig að deil- urnar um samsetningu hans voru rétt hljóðnaðar þegar hann var búinn að setja fram fyrstu tillögur sín- ar um neyðaraðgerðir. Ráðherra heilbrigðismála lagði svo tillögur fyrir ríkisstjórnina sem samþykkti þær 11. mars (sjá rammagrein á næstu síðu). Veruleg fjölgun Læknablaðið leitaði til Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á BUGL og spurði hann hvernig þessar umræður og atburðir birtust honum. „Það er langur aðdragandi að þeirri stöðu sem deildin er í þótt sumir láti líta svo út sem þetta sé ný staða. Haustið 1998 skilaði fjölmennur starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögum að stefnu í geðheilbrigðismálum þar sem lagt var til að úrbætur á sviði barnageðlækninga nytu algers forgangs þótt mörg brýn mál væri við að glíma. Þá var brugðist við með tímabundnum aukafjárveitingum sem tengdust ráðningu einstakra starfsmanna. Vorið 2000 var gerður þjónustusamningur þar sem kveðið var á um samstarf BUGL við SÁÁ og Barnaverndarstofu en stofan sagði þeim samningi upp í fyrravor. Samningurinn rann út en okkur var sagt að starfa áfram með óbreyttum hætti enda yrði fjármagn tryggt til þess að framfýlgja honum.“ - Hvað varð um tillögurnar frá 1998? „Það hefur sáralítið verið farið eftir þeim. Tillög- urnar voru mjög skýrar og í þeim var bent á hvað þyrfti að gera en þeim var ekki fylgt eftir. Þar var fjallað um verulega uppbyggingu göngudeildar, fram- haldsmeðferðardeild fyrir unglinga og breytta rekstr- ar- og stjórnunarstöðu deildarinnar. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Það eina sem hefur gerst er að stöðugildum á göngudeild hefur fjölgað úr 12 í um 14. í tengslum við þjónustusamninginn voru tvö herbergi á unglingadeild útbúin sérstaklega til að geta betur mætt þörfum bráðveikra en jafnframt fækkað um eitt meðferðarpláss. Á síðustu árum hefur málum sem vísað er til okk- ar fjölgað verulega auk þess sem alvarlegum tilfellum virðist fjölga í sama hlutfalli. Vissulega eru flest málin þannig að þau krefjast ekki innlagnar en ef grunn- þjónustan virkar ekki sem skyldi getur það valdið því að hlutfall alvarlegra tilvika hækkar.“ Viðvarandi toppur „Það eru alltaf sveiflur í fjölda slíkra tilvika en svo ég vitni í orð deildarstjóra unglingadeildarinnar þá hef- ur verið viðvarandi sveiflutoppur um alllangt skeið. Við þær aðstæður eykst álag á starfsfólk og það helt- ist úr lestinni. Starfsemi deildarinnar miðast við þau m'u rúm sem hér eru og þegar erfiðum tilvikum fjölg- Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlœknir Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 333

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.