Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 55
SMASJAIN
Læknar í tímabundín störf
í Noregi og Svíþjóö
Mikil eftirspurn er nú sem áður eftir ís-
lenskum læknum til starfa hjá sjúkrahúsum
og heilsugæslustöðvum í Noregi og Svíþjóð.
Um er að ræða stöður hvort sem er til lang-
frama eða tímabundið, þó að lágmarki fjór-
ar vikur í senn. í boði eru afar góð kjör og
áhugavert starfsumhverfi. Sérstök áhersla
er lögð á ráðningar sérfræðimenntaðra
lækna, en mikill skortur er til dæmis á geð-
læknum og röntgenlæknum.
Einnig er skortur á hjúkrunarfræðing-
um og sérfræðingum af heilbrigðissviði fyrir
stórt sjúkrahús sem staðsett er í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Viðkomandi munu fá
starfsleyfi/græna kortið með aðstoð vinnu-
veitenda. Laun og hlunnindi eru mjög góð.
Stjórn sjúkrahússins leggur áherslu á fag-
mennsku, metnað til árangurs, hópvinnu og
fjölskylduvæna starfsmannastefnu.
Leiðandi lyfjaverslunarkeðja í Noregi
óskar eftir að ráða íslenska lyfjafræðinga til
starfa sem fyrst. I boði eru áhugaverð störf
hjá traustu og öflugu fyrirtæki sem leggur
áherslu á starfsmetnað, símenntun og góð
laun fyrir verðugt framtak starfsmanna. Um
er að ræða störf í Bergen, Stavanger og víðar
í Noregi. Fyrirtækið mun greiða ferðakostn-
að vegna viðtala og aðstoða við að útvega
húsnæði.
STRÁ MRI ehf. í samstarfi við MRI
SCANDINAVIA annast milligöngu með
þessar ráðningar.
MRI WORLDWIDE, sem er stærsta
ráðningastofa heims, varð til í apríl 1999 við
sameiningu MRI (Management Recruiters
International) og bresku ráðningastofunnar
Humania International. MRI var stofnað í
Ohio í Bandaríkjunum árið 1957 og er því
jafnframt elsta ráðningarþjónusta í heimi.
MRI WORLDWIDE sinnir einkum
ráðningum stjórnenda og sérhæfðs starfs-
fólks með áherslu á að leita uppi rétta
starfsmanninn hvar sem er í heiminum, án
tillits til landamæra.
MRI SCANDINVAIA, „Norræna net-
ið” var stofnað í maí 1999. Það hefur þegar
náð umtalsverðum árangri við að útvega
norrænum sjúkrahúsum lykilstarfsmenn frá
Bandaríkjunum og Evrópu og bandarísk-
um sjúkrahúsum lykilstarfsmenn frá Norð-
urlöndunum.
Sigurður Örn Hallgrímsson ráðgjafi gef-
ur nánari upplýsingar, sími 588 3031,
sigurdur@stra.is
Frá skrifstofu
Læknafélags íslands
Hver er hver
og hver er hvar?
Læknafélagi íslands hefur borist bréf
frá framkvæmdastjóra samninga-
nefndar HTR þar sem fram kemur að
nefndinni berist ýmis erindi frá lækn-
um varðandi samningamál. Oft og
tíðum sé aðeins nafn viðkomandi
læknis ritað undir erindið og þess
ekki getið hvar eða hvernig hægt sé
að ná í viðkomandi lækni til baka.
Er þess óskað við Læknafélag ís-
lands að það komi því á framfæri við
lækna að þeir gefi upp póstfang, síma-
númer og helst netfang þegar þeir
senda erindi til nefndarinnar til að
tryggja skilvirka afgreiðslu mála.
Hér með er ósk samninganefndar
HTR komið á framfæri.
Þá er rétt að geta þess að ítrekað
berast skrifstofunni fyrirspumir vegna
undirskrifta á læknabréf og rannsókn-
arbeiðnir þar sem eingöngu er að
finna nafn viðkomandi en engar frek-
ari upplýsingar, svo sem um vinnustað
og fleira.
Gunnur Árinannsson hdl.
framkvæmdastjóri LI
Námskeið Endurmemtunar HÍ
Breytt viðhorf til lýðheilsu
Lýðheilsa snýr að félagslegum og heilsufarslegum þáttum. Hún
miðar að því að bæta heilbrigði, lengja líf og auka lífsgæði
þjóða og hópa með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, sjúk-
dómavörnum og annarri heilbrigðisþjónustu. Lýðheilsa byggir
á samstarfi margra fræðigreina, svo sem heilbrigðisfræði, fé-
lagsfræði, líffræði, faraldursfræði, sálfræði, kynjafræði og stjórn-
málafræði.
Ymsar breytingar eru á döfinni hér á landi og á alþjóðavett-
vangi hvað varðar framtíðarsýn og skipulag lýðheilsumála.
Lýðheilsa þarf að vera hluti af almennri umræðu um þjóðfé-
lagsmál og sem flestar hliðar hennar ræddar á þeim vettvangi.
Sem dæmi má nefna félagslegar, stjórnmálalegar, efnahagsleg-
ar og menningarlegar hliðar lýðheilsu.
Á námskeiðinu verður leitast við að varpa ljósi á mikilvægi
þessarar nálgunar til að ná árangri á sviði lýðheilsu. Hluti af
námskeiðinu er opinn morgunverðarfundur þar sem stefnu-
mótun á sviði lýðheilsu verður rædd út frá innlendu og erlendu
sjónarhorni.
Aðalfyrirlesarinn, Dr. Finn Kamper-Jörgensen, er læknir og
hefur auk þess menntun á sviði heilsuhagfræði og lýðheilsu.
Hann hefur verið forstjóri dönsku Lýðheilsustofnunarinnar í
meira en 20 ár.
Aðrir fyrirlesarar eru Margrét S. Björnsdóttir forstöðumað-
ur Stofnunar stjórnmála- og stjórnsýslufræða HÍ og Þorvaldur
Gylfason doktor í hagfræði, rannsóknaprófessor við HÍ.
Námskeiðið fer að mestu leyti fram á ensku. Tími: Mánudag-
ur 28. apríl kl. 9.00-16.00 og þriðjudagur 29. apríl kl. 8.30-10.00.
Skráning og upplýsingar: S: 525-4444, endurmenntun@hi.is
www.endurmenntun.is
Læknaui.abið 2003/89 339