Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 59

Læknablaðið - 15.04.2003, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á K O S N I N G A V E T R I Heilbrigðismál á kosningavetri Verðum að ræða um byggingu nýs spítala Rætt við Margréti Oddsdóttur yfirlækni skurðdeildar Landspítala Kosningarnar nálgast en ekki bólar á því að stjórnmálamenn hafi áhuga á heilbrigðismálum. Um- ræður um þennan málaflokk sem þó gleypir fjórðung ríkisútgjaldanna - og raunar gott betur ef trygginga- málin eru talin með - eru í algeru lágmarki og varla hægt að merkja að menn hafi skoðun á honum. Hér í blaðinu höldum við þó ótrauð áfram að fjalla um heilbrigðismál á kosningavetri og berum nú niður á Landspítalanum. Margrét Oddsdóttir er yfirlæknir á almennri skurðdeild sem er önnur tveggja stærstu skurðdeilda Landspítalans. Undir hana heyra tvær legudeildir og þar starfa 13 skurðlæknar. Margrét starfar einnig sem kennari í Læknadeild Háskóla Islands. Bind vonir við sameininguna Mál málanna hjá stærstum hluta íslenskrar lækna- stéttar þessi misserin er að sjálfsögðu sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Um hana sýnist sitt hverjum og blaðamaður byrjaði á að inna Margréti eftir því hvernig sameiningin horfði við henni. „Á minni deild höfum við talsverðar væntingar til sameinaðrar skurðdeildar. Við teljum okkur verða faglega sterkari, frekari sérhæfing verður möguleg og uppbygging fagteyma sem vinna að ákveðnum sjúkdómaflokkum verður auðveldari. Árangur að- gerða eða inngripa er bestur ef þau eru gerð af teymi sem sérhæfir sig í þeim. Ekki bara skurðlæknirinn, heldur allir sem koma að ferlinu frá innskrift til út- skriftar hjá viðkomandi sjúklingi, allt starfslið. Skurð- deildin er vissulega ein af hátæknideildum sjúkra- hússins hvað snertir aðgerðaþáttinn en stór hluti af vinnu okkar felst í samskiptum við sjúklinga og ann- að starfsfólk, það má ekki gleymast. Við fluttum saman í nóvember og flutningarnir gengu vel. En það er afar flókið að flytja og samhæfa svona mikla starfsemi og alltof snemmt að lala um hvernig til hefur tekist. Við erum aðþrengd á meðan nýi barnaspítalinn er ekki kominn í gagnið og lýta- lækningadeildin ekki flutt suður í Fossvog. Fram að því höfum við ónógan aðgang að skurðstofum og það vantar skrifstofuaðstöðu fyrir hluta af starfsliðinu. Einnig skortir okkur legurými. En ég vænti þess að sameiningin bæti starfsemi skurðdeildarinnar. Á hinn bóginn tel ég að sameiningin muni ekki skila þeim árangri sem hún gæti gert fyrr en við sameinum starfsemina í Fossvogi og Hringbraut á einum stað.“ - Gagnrýni á yfirstjórn sjúkrahússins hefur verið allmikil og óvægin á köflum. Sumir ganga svo langt Margrét Oddsdóttir að segja að þegar rekstrarlegir hagsmunir rekist á þá yfirlœknir á almennri læknisfræðilegu verði þeir fyrrnefndu alltaf ofan á. skurðdeild Landspítala. Hvað segir Margrét um þessa gagnrýni? „Ég get ekki sagt að það hafi slegið mig. Við stjórnum læknisfræðilegu þáttunum. Vissulega hefur deildum verið lokað yfir sumarið og biðlistar hafa lengst en í daglegri vinnu hefur læknisfræðin forgang. Hins vegar er það vandamál að við skulum búa við föst fjárlög þar sem við eigum að láta peningana nægja og gera hlut sem kostar 100 krónur fyrir 60. Þetta gerir alla starfsemi erfiða en hefur lítið með yfirstjórnina að gera.“ Hálfgildings kennarar? Eins og áður er nefnt sinnir Margrét kennslu í lækna- deild Háskóla íslands. Hvernig metur hún kennslu- hlutverk sjúkrahússins - er spítalinn betri kennslu- stofnun nú en fyrir sameiningu? „Eitt af því sem sameiningin ætti að skila er öfl- ugri staða til kennslu og þjálfunar unglækna, í það minnsta hvað varðar skurðdeildina. Það er eitt af stóru verkefnunum okkar, að sinna unglæknum og nemum. Samningur spítalans og Háskóla íslands er tiltölulega nýr og hann á eftir að útfæra betur. Ef okkur tekst að styrkja samstarf Landspítalans og Há- skólans verður það báðum stofnunum til góðs. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2003/89 343
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.