Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 60

Læknablaðið - 15.04.2003, Page 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Á KOSNINGAVETRI Mér finnst vanta töluvert upp á skilning margra háskólamanna á því hversu mikil kennsla og fræða- starf fer fram hér á spítalanum. Þegar við erum til dæmis með læknanema hér hjá okkur fer kennslan fram allan tímann, á stofugangi, á móttökum, á fund- um og í aðgerðum. Við erum ekki bara að kenna þeim verklega hluti, heldur fer stór hluti fræðilegrar kennslu fram á deildunum. Petta eru ekki venjulegar kennslustundir sem hægt er að mæla í einingum og það eiga sumir svolítið erfitt með að skilja í Háskól- anum. Við þetta bætist að í augum margra háskóla- manna erunt við sem vinnum á sjúkrahúsinu jafn- framt því að kenna aldrei meira en hálfgildings kenn- arar. En við sem kennum svokallaðar klínískar grein- ar getum ekki verið kennarar í þeim greinunt nema með því að vera starfandi í greininni. Þannig er það um allan heim og við eigum að miða okkur við sterka erlenda háskólaspítala. Auk kennslu læknanema er- um við að sinna ýmiss konar stjórnun og uppbygg- ingu sem meðal annars miðar að því að bæta kennslu og þjálfun unglækna, símenntun starfsfólks, samskipti og samvinnu við erlend háskólasjúkrahús. Skurðdeild- in er til dæmis orðin hluti af námsprógrammi skurð- lækna í sérnámi í University of Massachussetts. En það er ekki litið á þetta sem akademíska vinnu innan Háskóla Islands. Spítalinn þarf vissulega að móta og þróa starfsemi sína sem háskólaspítali en háskólinn þarf ekki síður að líta á spítalann sem akademíska stofnun. Parna er mikið verk að vinna.“ - Um allnokkurt skeið hafa ríkt deilur um fyrir- komulag ferliverka á spítalanum, hvernig hafa þær birst ykkur? „Pær hafa lítið snert mína deild. Flestum fannst breytingar á því kerfi mjög tímabærar.” Vinnutíminn er að styttast, en ... - Vinnutími lækna er oft langur en fáir vinna þó eins mikið og skurðlæknar. Er þetta ekkert að breytast? „Hann er langur en hefur þó styst. Þetta er eins í öðrum löndum. Þegar læknir er að afla sér reynslu, færni og þekkingar er óhjákvæmilegt að vinna mikið og leggja mikið á sig, en vinnutíminn þarf ekki að vera eins brjálæðislegur og hann hefur verið. Unt- ræðan um vinnutímann er góð en það getur verið erf- itt fyrir mörg okkar að kyngja henni vegna þess að við erunt alin upp við langan vinnutíma. Maður á að vinna mikið og skila miklu. Það er einfaldlega hluti af því uppeldi sem við fengum í náminu. En að sjálfsögðu vitum við líka að þegar vinnutím- inn er langur þá verða afköstin ekki eins góð og þau gætu verið. Auk þess er nauðsynlegt að hugsa um eigið líf og heilsu. Þetta er að breytast og það má mik- ið til þakka unglæknum. Þetta er alþjóðleg þróun. Bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum vilja unglæknar nú síður fara í þessar greinar sem útheimta langan og strangan vinnudag. Það er mikið rætt um það hvernig hægt sé að breyta vinnutímanum en koma samt öllu fyrir sem gera þarf. Það er hins vegar ljóst að við sem erum alin upp við þennan langa vinnudag þurfum að taka okkur tak því á meðan við drögum ekki úr vinnu okkar þá fælum við unglækna frá faginu. Þeir horfa á okkur og spyrja sig: Er það svona sem ég vil lifa lífinu? Við endum eins og risaeðlur ef við breytum þessu ekki.“ - Því er stundum haldið fram að þetta sé vegna þess að konurn fer fjölgandi í læknastétt. Eru það þær sem neita að vinna langan vinnudag? „Konum fer vissulega fjölgandi í stéttinni en þessi þróun var byrjuð áður. Það eru ekkert síður strákarn- ir sem vilja sinna fjölskyldunni og hafa tíma í eitthvað annað en vinnuna. Tímarnir eru breyttir og kröfur fólks um lífsgæði eru aðrar en þær voru. Hins vegar er ekki einfalt ntál að breyta þessu því kerfið hefur verið byggt upp með það í huga að við skilum svona mikilli vinnu. Leiðin lil þess að breyta þessu er að skoða hvað við gerum. Eins og staðan er núna þá erum við auk þess að vera læknar - sendlar, ritarar, reddarar, sím- svarar og ýmislegt fleira. Mér finnst stundum að helmingurinn af því sem ég geri krefjist ekki einu sinni stúdentsprófs. Þetta má áreiðanlega skipuleggja þannig að við sem erum með þessa dýru menntun nýtumst betur.“ Dýr tæki þarf að nýta vel - Það hafa orðið miklar framfarir í skurðlækningum. Þið getið meira en það kostar líka sitt. „Já, á mörgum sviðum hafa orðið miklar framfarir sem hafa meðal annars leitl til styttri legutíma og að fólk fer fyrr út í lífið aftur að lokinni aðgerð. Það verða áfram miklar framfarir í greiningu og meðferð- armöguleikum og það krefst mikillar símenntunar ef við eigum að geta fylgst með þróuninni. Við þurfum því að vera í mjög góðu sambandi við þau sjúkrahús erlendis sem eru í fararbroddi. Vissulega er þessi nýja aðgerðartækni dýr og við verðum að hugsa um þjóðarhag. Víða erlendis eru þessi nýju og dýru tæki einungis á stöðum sem anna miklu stærra upptökusvæði en Island er. Við þurfum því að huga að því hvernig við nýtum þau. Það þarf að miða allt skipulag við að nýta þessar dýru einingar, bæði tækin og þjálfað og sérhæft starfsfólk. Til dæmis með því að láta ekki aðgerðarstofur standa auðar vegna skorts á leguplássi og með því að skipuleggja lokanir deilda þannig að sem minnst dragi úr starf- seminni. Það þýðir ekkert að bjóða íslendingum upp á annað en það besta sem til er í heilbrigðisþjónustu hverju sinni, því verðum við að nýta og skipuleggja notkun þessa dýru pósta vel. Eftir því sem þjóðin eldist eykst þörf fyrir ákveðn- ar aðgerðir og inngrip. í ljósi þess er hægt að áætla þörfina fyrir aðgerðir og mannafla til að sinna þeim. 344 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.