Læknablaðið - 15.04.2003, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR & LÖG
aðeins greiða fyrir tjón sem komast hefði mátt hjá
með því að haga rannsókn eða meðferð á annan hátt
en gert var. Frá þessu er ekki vikið í 1.-3. tölul. Skv. 4.
tölul. má hins vegar í vissum tilvikum greiða bætur
fyrir tjón sem ekki var komist hjá.
Samkvæmt 1. tölul. þarf að kanna hvort komast
hefði mátt hjá tjóni ef rannsókn eða meðferð við þær
aðstæður sem um ræðir hefði verið hagað eins vel og
kostur var og í samræmi við þekkingu og reynslu á
viðkomandi sviði.
Séu skilyrði 1. tölul. ekki fyrir hendi kemur til at-
hugunar, sbr. 2. tölul., hvort tjón megi rekja til bilun-
ar eða galla í búnaði sem notaður var við rannsókn
eða meðferð þannig að komist hefði verið hjá tjóni ef
ekkert hefði farið úrskeiðis. Ef tjónið verður rakið til
þessa skal greiða bætur skv. 2. tölul. þrátt fyrir að öllu
hefði verið hagað eins vel og unnt var. Ef ekki eru
skilyrði til bóta skv. 1. eða 2. tölul. kemur 3. tölul. til
álita. Samkvæmt honum ber að greiða bætur ef kom-
ast hefði mátt hjá tjóni með því að nota aðra aðferð
eða tækni sem völ var á. Fáist bætur ekki skv. 1., 2.
eða 3. tölul. verður að athuga hvort 4. tölul. getur átt
við. Samkvæmt honum á sjúklingur rétt á bótum ef
hann skaðast af sýkingu eða öðrum fylgikvilla sem er
meiri en talið verður eðlilegt samkvæmt sjónarmið-
um sem nánar eru tilgreind í 4. tölul. Réttur til bóta
helst þótt ekki hefði verið unnt að afstýra tjóni með
annarri aðferð eða tækni.
Hverjir eru bótaskyldir?
Samkvæmt 9. gr. laganna eru allir bótaskyldir sem
veita heilbrigðisþjónustu, innan stofnana sem utan. I
greininni eru taldar upp heilsugæslustöðvar, sjúkra-
hús, aðrar heilbrigðisstofnanir, allt án tillits til rekstr-
arforma. Að auki fær Tryggingastofnun ríkisins sinn
sess og einnig þeir sem annast sjúkraflutninga. Til
viðbótar við þessa upptalningu bera heilbrigðis-
starfsmenn sem starfa sjálfstætt og hafa hlotið lög-
gildingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til
starfans, án tillits til þess hvort þeir veita heilbrigðis-
þjónustu sem sjúklingur greiðir að fullu sjálfur eða
sem greidd er af sjúkratryggingum samkvæmt samn-
ingi við Tryggingastofnun ríkisins. Þessir aðilar eru
allir skyldaðir til að vera með gilda vátryggingu hjá
vátryggingarfélagi en þó með þeirri undantekningu
að ríkisfyrirtækin eru undanþegin.
Skylda sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna
til að vera með sjúklingatryggingar nær til þess sem
þeir gera í atvinnustarfsemi sinni. Það þýðir að þær
tryggingar ná ekki til athafna lækna utan atvinnu-
starfsemi þeirra. Má sem dæmi nefna að ef læknir er
kallaður til í leikhúsi vegna aðsvifs leikhússgests eða
ef læknir kemur sem almennur borgari íýrstur á slys-
stað og veitir læknishjálp þá myndu afleiðingar hugs-
anlegra mistaka hans vera vegnar eftir almennu sak-
arreglunni sem minnst var á í inngangskafla, en ekki
Læknar og lög
Læknar hafa í vaxandi mæli orðið þess varir að um starfsemi þeirra gilda ýmis
lög, sum ný en önnur eldri. Því varð það úr að Læknablaðið leitaði til fram-
kvæmdastjóra Læknafélags íslands eflir aðstoð við að fjalla um lagalegan
ramma læknisstarfsins. Verða birtir um það pistlar hér og í næstu blöðum
eftir því sem tilefni gefst til.
í fyrstu pistlunum sem birtast verður einkum fjallað um tvö svið sem
snerta lækna í daglegum störfum. Annars vegar tryggingavernd þeirra í
starfi, svo sem gagnvart mistökum eða óánægju sjúklinga með störf þeirra.
Hins vegar er það vottorðagjöf eða fagleg umsögn fyrir dómi þegar dómstól-
ar eða þeir sem aðild eiga að dómsmálum leita eftir sérfræðiaðstoð lækna.
Meginspurning þessara pistla verður: Hver er réttarstaða lækna?
Læknablaðið biður lækna og aðra sem hafa hugmyndir um umfjöllunar-
efni af þessum toga að koma þeim á framfæri við blaðið.
þeirri mælistiku sem lögin um sjúklingatryggingar
setja. Sömu sjónarmið myndu væntanlega eiga við ef
læknir veitir skyldmenni sínu læknisþjónustu án þess
að um lið í atvinnustarfsemi hans sé að ræða.
Endurkröfuréttur tryggingafélaga á hendur
læknum
I 8. gr. laganna er kveðið á um endurkröfurétt trygg-
ingafélaga. Þar kemur fram að ekki verður komið
fram endurkröfu á hendur bótaskyldum aðila nema
hann hafi valdið tjóni af ásetningi. Með þessu er vikið
frá almennum réttarreglum. Meginástæða þess er til-
greind sú að hugsanlega gæti ótti heilbrigðisstarfs-
manna við skaðabótakröfur í einhverjum tilvikum
spillt eða tafið fyrir rannsókn á orsökum tjóns.
Skynsamlegar reglur?
Með þessum nýju lögum var tilgangurinn m.a. sá að
auðvelda tjónþolum að fá bætur. Rök fyrir reglunum
hafa verið þau að vegna sönnunarvandkvæða sé um
sanngimismál að tefla, öflun vitneskju um það sem
betur megi fara muni verða auðveldari, draga muni
úr fjölda bótamála fyrir dómstólum o.fl. Rökin gegn
reglunum hafa m.a. verið nefnd þau að á öðrum svið-
um mannlegs lífs þar sem tjónþolar eiga ekki kost á
sérstökum bótaúrræðum á borð við sjúklingatrygg-
ingu eða slysatryggingu ættu sambærilegar reglur að
gilda. T.d. hefur verið bent á að ekki séu rök til þess
að menn sem hljóta örorku vegna áfalla í kjölfar
læknismeðferðar öðlist mun víðtækari bótarétt en
þeir sem orðið hafa fyrir sambærilegum örkumlum af
völdum slyss eða sjúkdóms. Þá hefur einnig verið
bent á kostnaðarauka sem fylgja sjúklingatrygging-
um.
í umsögn Læknafélags íslands um frumvarpið á
sínum tíma var bent á ýmsa vankanta þess. M.a. var
bent á mikla mismunun milli lækna sem vinna sem
Læknablaðið 2003/89 347